Andri Lucas skoraði í tapi Lyngby Midtjylland vann Lyngby 2-1 í eina leik kvöldsins í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Andri Lucas Guðjohnsen skoraði mark gestanna. 27.10.2023 19:00
Kristján í Garðabænum til 2025 Knattspyrnuþjálfarinn Kristján Guðmundsson hefur framlengt samning sinn við Stjörnuna og mun stýra liðinu út tímabilið 2025. 27.10.2023 17:59
Lakers ekki unnið í fyrstu umferð síðan svartnættið 2016-17 reið yfir NBA-deildin í körfubolta hefst með pompi og prakt í kvöld. Ríkjandi meistarar í Denver Nuggets fá Los Angeles Lakers í heimsókn og ef marka má undanfarin tímabil má reikna með öruggum sigri heimaliðsins. 24.10.2023 11:00
Lögmál leiksins: „Talað um Presti eins og hann sé hinn útvaldi“ Lögmál leiksins er farið af stað á nýjan leik fyrir komandi tímabil í NBA-deildinni í körfubolta. Að sjálfsögðu var „Nei eða Já“ á sínum stað. Farið var yfir ÓL 2024, Damian Lillard-skiptin, varnarleik Victor Wembanyama og Sam Presti. 24.10.2023 07:00
Dagskráin í dag: Línur að skýrast í Meistaradeild Evrópu og NBA-deildin fer af stað Að venju eru nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Meistaradeild Evrópu karla í forgrunni en þar fara línur að skýrast eftir leiki vikunnar þar sem riðlakeppnin er þá hálfnuð. Þá fer NBA-deildin í körfubolta af stað með tveimur stórleikjum. 24.10.2023 06:00
Markverðir Arsenal meðal þeirra fimm sem hafa hlutfallslega varið fæst skot Markvörðurinn David Raya gekk í raðir Arsenal frá Brentford á láni fyrir núverandi leiktíð. Aaron Ramsdale hafði staðið vaktina í marki Arsenal undanfarin ár og hélt því áfram áður en Raya tók stöðuna af honum. Hvorugur hefur þó sýnt sínar bestu hliðar. 23.10.2023 23:30
Körfuboltakvöld: Leið alltaf eins og þið hefðuð andlega yfirburði Úrslitakeppni karla í körfubolta var tekin upp árið 1984. Körfuboltakvöld ætlar að komast að því hvað er besta lið allra tíma. Að þessu sinni var viðureignin á milli Njarðvíkurliðsins 2002 og KR-liðsins 2016. 23.10.2023 23:00
Jón Guðni sagður á leið heim Miðvörðurinn Jón Guðni Fjóluson er sagður vera á leið heim en hann er í dag samningsbundinn sænska úrvalsdeildarliðinu Hammarby. 23.10.2023 22:11
Tottenham á toppinn eftir auðveldan sigur Tottenham Hotspur er komið á topp ensku úrvalsdeildarinnar þökk sé 2-0 sigri á nágrönnum sínum í Fulham. 23.10.2023 20:55
Ragnar Sigurðsson gæti snúið aftur til Rússlands Það virðist næsta öruggt að Ragnar Sigurðsson verði ekki áfram þjálfari Fram í Bestu deild karla í knattspyrnu. Samningur hans er runninn út og Fram hefur gefið út að Rúnar Kristinsson sé efstur á blaði. Nú virðist sem Ragnar gæti verið á leið til Rússlands. 23.10.2023 20:00