Elfsborg á toppinn þegar þrjár umferðir eru eftir Íslendingalið Elfsborg er komið á topp sænsku úrvalsdeildarinnar þegar aðeins þrjár umferðir eru til loka tímabilsins. Í Danmörku var Sverrir Ingi Ingason í byrjunarliði Midtjylland sem vann dramatískan sigur. 23.10.2023 19:21
Þjálfara Ajax sparkað eftir hörmulegt gengi Unglingalandsliðsmaðurinn Kristian Nökkvi Hlynsson og liðsfélagar hans hjá Ajax eru án þjálfara eftir að Maurice Steijn var látinn taka poka sinn í dag. 23.10.2023 18:00
Sú markahæsta sneri aftur eftir ellefu mánaða fjarveru Markadrottningin Vivianne Miedema sneri aftur í lið Arsenal þegar liðið lagði Bristol City naumlega á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á sunnudag, lokatölur 1-2 og Skytturnar fóru heim til Lundúna með stigin þrjú. 23.10.2023 17:31
„Hann getur verið skrímsli varnarlega“ Tómas Valur Þrastarson, leikmaður Þórs Þorlákshafnar í Subway-deild karla í körfubolta, er leikmaður sem Teitur Örlygsson og Helgi Már Magnússon err sérstaklega hrifnir af. Fóru þeir yfir hvað það er sem gerir Tómas Val jafn góðan og raun ber vitni. 23.10.2023 12:01
Mourinho sá rautt, lét Gomez heyra það og missir af næsta leik Þrátt fyrir að vera orðinn sextugur á knattspyrnuþjálfarinn José Mourinho það til að leyfa skapi sínu að hlaupa með sig í gönur. Það gerðist síðast í gær, sunnudag, þegar lið hans vann mikilvægan sigur í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta. 23.10.2023 11:01
Belichick kominn með 300 deildarsigra eftir einkar óvæntan sigur Patriots New England Patriots vann óvæntan sigur í NFL-deildinni um helgina sem þýðir að Bill Belichick, þjálfari liðsins, hefur nú unnið 300 deildarleiki sem þjálfari. Aðeins tveir menn hafa unnið fleiri leiki í sögu NFL-deildarinnar. 23.10.2023 10:01
Þarf að hugsa extra vel um mig og þá er þetta bærilegt Sævar Atli Magnússon ætlar að harka í gegnum meiðsli sín fram til áramóta en hann er að glíma við kviðslit. Hann nýtur sín vel í Íslendinganýlendunni í Lyngby í Danmörku. 21.10.2023 09:30
Nennir ekki að segjast vera hættur fyrr en það er staðfest Knattspyrnumaðurinn Óskar Örn Hauksson er mættur í þjálfarateymi Íslands- og bikarmeistara Víkings en er þó ekki viss um að skórnir séu farnir upp í hillu. 21.10.2023 08:01
Dagskráin í dag: Enski boltinn, Serie A, NHL Formúla 1 og golf Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. 21.10.2023 06:00
Jókerinn geti ekki þjálfað því hann horfi ekki á körfubolta CJ McCollum, leikmaður New Orleans Pelicans, hefur enga trú á að miðherjinn Nikola Jokić muni snúa sér að þjálfun þegar hann leggur skóna á hilluna. Ástæðan sé einföld, Jokić horfi einfaldlega ekki á körfubolta. 20.10.2023 23:31