Lakers ekki unnið í fyrstu umferð síðan svartnættið 2016-17 reið yfir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. október 2023 11:00 Þessir þrír voru samherjar síðast þegar Lakers vann leik á opnunardag. Victor Decolongon/Getty Images NBA-deildin í körfubolta hefst með pompi og prakt í kvöld. Ríkjandi meistarar í Denver Nuggets fá Los Angeles Lakers í heimsókn og ef marka má undanfarin tímabil má reikna með öruggum sigri heimaliðsins. Klukkan 23.30 í kvöld – í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 - fer NBA-tímabilið 2023-24 af stað þegar þeir Nikola Jokić og Anthony Davis (að öllum líkindum) munu berjast um uppkastið í Denver. Um er að ræða viðureign milli liða sem mættust í úrslitum Vesturdeildar á síðustu leiktíð. Þó Denver hafi mætt með sóp með sér í það einvígi þá þótti það einfaldlega kraftaverk að Lakers hefði komist svo langt eftir hreint út sagt skelfilega byrjun á tímabilinu. Byrjun tímabilsins 2022-23 var einkar slæm en Lakers hefur gert það að vana sínum að tapa í fyrstu umferð deildarinnar. Fara þarf aftur til ársins 2016 til að finna sigur í fyrstu umferð en það var að sama skapi tímabil sem allt stuðningsfólk Lakers vill helst gleyma sem fyrst. Hér að neðan er samantekt yfir leiki Lakers í fyrstu umferð undanfarin ár. Hvað varðar kvöldið þá er leikur Golden State Warriors og Phoenix Suns í beinni útsendingu á eftir leik Lakers og Nuggets. 2022 Lakers byrjaði síðasta tímabil hreint út sagt ömurlega og tapaði fyrstu fimm leikjum sínum, sá fyrsti gegn þáverandi NBA-meisturum í Golden State Warriors. Það er þó þess virði að minnast á að fyrsti sigur liðsins á síðustu leiktíð kom gegn Denver Nuggets þann 30. október. 2021 Tímabilið 2021 byrjaði einnig gegn Golden State Warriors og viti menn, Stephen Curry og félagar höfðu betur. Að þessu sinni vann Lakers tvo af fyrstu fimm leikjum sínum og fjóra af fyrstu sjö. 2020 Tímabilið hófst ekki fyrr en í desember sökum kórónuveirufaraldursins. Liðin frá Lakers mættust í fyrsta leik og fór það svo að Clippers vann sjö stiga sigur, 116-109. Þetta var þó besta byrjun Lakers undanfarin þrjú ár þar sem liðið vann þrjár af fyrstu fimm leikjum sínum. 2019 Hér mættust liðin frá Lakers einnig í fyrsta leik og það kemur ekki á óvart en Clippers vann tíu stiga sigur, 112-102. Lakers vann hins vegar næstu sjö leiki sína og samtals 17 af fyrstu 19 leikjum sínum. 2018 Þrátt fyrir tvöfalda tvennu frá Lebron James, 26 stig og 12 fráköst, þá tapaði liðið fyrir Trail Blazers í Portland. Raunar tapaði liðið þremur fyrstu leikjum sínum og alls fjórum af fyrstu sex. 2017 Liðin frá LA mættust í fyrsta leik og það er ekki að spyrja að því, Clippers vann stórsigur. Lakers tapaði fjórum af fyrstu sex. 2016 Eins ótrúlegt og það hljómar þá vann Lakers sex stiga sigur á Houston Rockets þann 26. október 2016 en það var fyrsti leikur liðanna í NBA-deildinni það árið. Jordan Clarkson var stigahæstur með 25 stig, Timofey Mozgov reif niður 8 fráköst og Julius Randle gaf 6 stoðsendingar. Timofey Mozgov spilaði aðeins eitt tímabil með Lakers.Manuela Davies/Getty Images Það sem gerir þennan sigur enn magnaðri er sú staðreynd að Lakers vann aðeins 26 leiki þetta tímabil og endaði í 14. sæti Vesturdeildar. Eina liðið með lakari árangur í Vestrinu þetta tímabilið var Phoenix Suns en bæði lið eru talin líkleg til að fara langt í ár. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Sport Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Fleiri fréttir Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Sjá meira
Klukkan 23.30 í kvöld – í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 - fer NBA-tímabilið 2023-24 af stað þegar þeir Nikola Jokić og Anthony Davis (að öllum líkindum) munu berjast um uppkastið í Denver. Um er að ræða viðureign milli liða sem mættust í úrslitum Vesturdeildar á síðustu leiktíð. Þó Denver hafi mætt með sóp með sér í það einvígi þá þótti það einfaldlega kraftaverk að Lakers hefði komist svo langt eftir hreint út sagt skelfilega byrjun á tímabilinu. Byrjun tímabilsins 2022-23 var einkar slæm en Lakers hefur gert það að vana sínum að tapa í fyrstu umferð deildarinnar. Fara þarf aftur til ársins 2016 til að finna sigur í fyrstu umferð en það var að sama skapi tímabil sem allt stuðningsfólk Lakers vill helst gleyma sem fyrst. Hér að neðan er samantekt yfir leiki Lakers í fyrstu umferð undanfarin ár. Hvað varðar kvöldið þá er leikur Golden State Warriors og Phoenix Suns í beinni útsendingu á eftir leik Lakers og Nuggets. 2022 Lakers byrjaði síðasta tímabil hreint út sagt ömurlega og tapaði fyrstu fimm leikjum sínum, sá fyrsti gegn þáverandi NBA-meisturum í Golden State Warriors. Það er þó þess virði að minnast á að fyrsti sigur liðsins á síðustu leiktíð kom gegn Denver Nuggets þann 30. október. 2021 Tímabilið 2021 byrjaði einnig gegn Golden State Warriors og viti menn, Stephen Curry og félagar höfðu betur. Að þessu sinni vann Lakers tvo af fyrstu fimm leikjum sínum og fjóra af fyrstu sjö. 2020 Tímabilið hófst ekki fyrr en í desember sökum kórónuveirufaraldursins. Liðin frá Lakers mættust í fyrsta leik og fór það svo að Clippers vann sjö stiga sigur, 116-109. Þetta var þó besta byrjun Lakers undanfarin þrjú ár þar sem liðið vann þrjár af fyrstu fimm leikjum sínum. 2019 Hér mættust liðin frá Lakers einnig í fyrsta leik og það kemur ekki á óvart en Clippers vann tíu stiga sigur, 112-102. Lakers vann hins vegar næstu sjö leiki sína og samtals 17 af fyrstu 19 leikjum sínum. 2018 Þrátt fyrir tvöfalda tvennu frá Lebron James, 26 stig og 12 fráköst, þá tapaði liðið fyrir Trail Blazers í Portland. Raunar tapaði liðið þremur fyrstu leikjum sínum og alls fjórum af fyrstu sex. 2017 Liðin frá LA mættust í fyrsta leik og það er ekki að spyrja að því, Clippers vann stórsigur. Lakers tapaði fjórum af fyrstu sex. 2016 Eins ótrúlegt og það hljómar þá vann Lakers sex stiga sigur á Houston Rockets þann 26. október 2016 en það var fyrsti leikur liðanna í NBA-deildinni það árið. Jordan Clarkson var stigahæstur með 25 stig, Timofey Mozgov reif niður 8 fráköst og Julius Randle gaf 6 stoðsendingar. Timofey Mozgov spilaði aðeins eitt tímabil með Lakers.Manuela Davies/Getty Images Það sem gerir þennan sigur enn magnaðri er sú staðreynd að Lakers vann aðeins 26 leiki þetta tímabil og endaði í 14. sæti Vesturdeildar. Eina liðið með lakari árangur í Vestrinu þetta tímabilið var Phoenix Suns en bæði lið eru talin líkleg til að fara langt í ár. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Sport Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Fleiri fréttir Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Sjá meira