„Það er okkur sönn ánægja að tilkynna framlengingu við Kristján Guðmundsson, þjálfara meistaraflokks kvenna,“ segir í yfirlýsingu Stjörnunnar sem sjá má hér að neðan.
Kristján tók við liði Stjörnunnar árið 2018 og hefur gert góða hluti í Garðabænum. Haustið 2022 endaði liðið í 2. sæti Bestu deildar kvenna og var talið að Stjörnustúlkur myndu gera atlögu að Íslandsmeistaratitlinum í ár en það gekk hins vegar ekki upp.
Þegar upp var staðið endaði Stjarnan í 4. sæti Bestu deildar með jafn mörg stig og Þróttur R. sem endaði sæti ofar en Þróttarar voru hins vegar með betri markatölu.