Fótbolti

Jón Guðni sagður á leið heim

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jón Guðni í landsleik gegn Þýskalandi.
Jón Guðni í landsleik gegn Þýskalandi. Alex Grimm/Getty Images

Miðvörðurinn Jón Guðni Fjóluson er sagður vera á leið heim en hann er í dag samningsbundinn sænska úrvalsdeildarliðinu Hammarby.

Sænski miðillinn Aftonbladet greinir frá því að þrír leikmenn séu á leið frá Hammarby þegar tímabilinu í Svíþjóð lýkur um miðbik nóvember. Liðið situr sem stendur í 6. sæti og siglir lygnan sjó.

Hinn 34 ára gamli Jón Guðni hefur verið að glíma við gríðarleg meiðsli undanfarin misseri og hefur ekki spilað leik síðan haustið 2021. 

Miðvörðurinn er að renna út á samning hjá Hammarby og segir Aftonbladet að Jón Guðni stefni á að flytja heim til Íslands þegar þar að kemur. Ekki er víst hvort hann stefni á að spila hér á landi eða skórnir séu á leið upp á hillu eftir svona langan tíma á meiðslalistanum.

Jón Guðni spilaði með Fram hér á landi áður en hann hélt erlendis árið 2011. Hann á að baki 18 A-landsleiki.


Tengdar fréttir

Martröð Jóns Guðna ætlar engan enda að taka

Frá því skömmu eftir að Jón Guðni Fjóluson stóð í miðri vörn Íslands í leik gegn Þýskalandi, í undankeppni HM haustið 2021, hefur hann nánast ekkert getað spilað fótbolta og biðin hefur enn lengst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×