Hvernig gott er að bregðast við óvæntum forstjóraskiptum Það getur verið allur gangur á því hvort það er aðdragandi að því að forstjóra eða framkvæmdastjóra er skipt út. 30.6.2023 07:01
Eigendaskipti fyrirtækja og fimm einföld ráð Það getur verið vandasamt verk að þreifa fyrir sér sölu á fyrirtæki með tilliti til góðrar upplýsingagjafar til starfsfólks. 28.6.2023 07:01
Fædd 1970: Kynslóðin sem er þjökuð af samviskubiti enda kennt að klára allt „Ég er í aðra röndina mjög kröfuhörð á sjálfan mig en á hina vil ég bara gera skemmtilega hluti í lífinu,“ segir Bryndís Loftsdóttir, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bókaútgefanda, og skellihlær. 26.6.2023 07:07
Fjölskyldumál: „Það er þögnin sem er besti vinur ofbeldisins“ „Partur af vandanum eru þessar rótgrónu staðalímyndir um hverjir gerendur ofbeldis eru. Þessar staðalímyndir byggja á hugmyndinni um að ofbeldismaðurinn sé reiður karlmaður sem beitir ofbeldi markvisst til að drottna yfir maka sínum, og þá helst með líkamlegu ofbeldi,“ segir Þórunn Eymundardóttir meðferðarráðgjafi hjá Heimilisfriði, meðferðarúrræði þar sem gerendur ofbeldis geta fengið aðstoð til að vinna með sína hegðun. 25.6.2023 09:06
Gerir sér vonir um að einn morguninn snúsi hún ekki Vilborg Ásta Árnadóttir, markaðsstjóri Póstsins og einn eigenda visteyri.is, er ein þeirra sem heldur í vonina um að einn morguninn fari hún fram úr um leið og klukkan hringi. Og að í framhaldinu eigi hún jafnvel rólegan morgunn þar sem hún jafnvel næði að hugleiða áður en hún hendir sér í ræktina. 24.6.2023 10:00
Jeff Bezos meðal þeirra sem skyldaði stjórnendur til að lesa bókina um árangursríka stjórnandann „Ég viðurkenni alveg að ég hafði smá áhyggjur af því fyrst þegar að ég renndi yfir bókina með þýðingu á henni í huga, hvort hún myndi standast tímans tönn. Hið áhugaverða er að hún svo sannarlega gerir það og í raun er margt sem Drucker talar um í bókinni sem á einmitt sérstaklega vel við nú,“ segir Kári Finnsson, markaðsstjóri og hagfræðingur um bókina Árangursríki stjórnandinn sem nú er komin út. 23.6.2023 07:00
Andlegt ofbeldi á vinnustað felur oft í sér meira skipulag en einelti „Það eru oft óljós mörk á milli andlegs ofbeldis og eineltis á vinnustöðum og þótt færri mál komi upp á vinnustöðum þar sem líkamlegt ofbeldi á sér stað, kemur það þó fyrir,“ segir Helga Lára Haarde, ráðgjafi hjá Attentus. 21.6.2023 07:01
„Pabbi, systir mín, kærastan og ég fórum öll að grúska“ Fjölskyldufyrirtæki varð til í Covid. Og þau stefna langt! 19.6.2023 07:23
Hvað svo? Fékk ekki að mæta í jarðarför föður síns en eignaðist nýja fjölskyldu „Það er eiginlega helst að frétta að stuttu eftir það viðtal lést faðir minn. Ég var reyndar ekki látinn vita af því af fjölskyldunni minni og fékk ekki að fara í jarðaförina hans. Á móti kemur að margt annað gott hefur svo sem gerst líka. Ég til dæmis kynntist óvænt fullorðinni frænku sem ég vissi ekki að ég ætti,“ segir Sævar Þór Jónsson lögmaður í samtali þar sem við veltum aðeins fyrir okkur spurningunni Hvað svo? 18.6.2023 08:01
„Mætti halda að ég væri að fara til útlanda á hverjum morgni“ Sigþrúður Ármann, Culture & Communication Manager hjá Controlant, stjórnarformaður Exedra og stjórnarformaður Von harðfiskverkunar, segist vakna svo snemma að það mætti halda að hún væri að fara til útlanda á hverjum morgni. 17.6.2023 10:01