Bláa lónið vel sótt um helgina Bláa lónið var vel sótt um helgina að sögn framkvæmdastjóra Bláa lónsins. Lónið var opnað að nýju á laugardag eftir að hafa verið lokað í flýti sunnudaginn helgina áður þegar gaus í Grindavík. 22.1.2024 10:22
Vantrauststillagan um lögbrot ekki dýravelferð Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, leggur fram vantrauststillögu á hendur Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra á Alþingi í dag. Hún segir málið snúast um lögbrot en ekki dýravelferð. 22.1.2024 08:39
Óska eftir vitnum vegna banaslyss Lögreglan á Suðurlandi leitar eftir mögulegum vitnum að umferðarslysi sem átti sér stað á Suðurlandsvegi skammt vestan við afleggjarann að Skaftafelli á föstudaginn í síðustu viku. 18.1.2024 16:20
Hnúfubakur í Hafnarfjarðarhöfn Hnúfubakur hefur spókað sig um í Hafnarfjarðarhöfn í dag. Hvalurinn hefur vakið mikla athygli enda ekki á hverjum degi sem slíkur sést í höfninni. 18.1.2024 15:27
Ölvaður og undir áhrifum fíkniefna þegar hann lést Meginorsök banaslyss á gatnamótum Grettisgötu og Barónsstíg í miðborg Reykjavíkur þann 19. nóvember 2022 þar sem ökumaður rafhlaupahjóls lést í árekstri við rútu var sú að viðkomandi var ofurölvi og auk þess undir miklum áhrifum fíkniefna. 18.1.2024 14:46
Ekki hægt að hugsa lengra fram í tímann en klukkutíma í senn Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf, útgerðarfélags í Grindavík, segir ekki hægt að hugsa lengra fram í tímann en eina klukkustund í senn. Hann segir starfsmenn sína merkilega bratta miðað við aðstæður. 18.1.2024 14:04
Hafnfirðingar bíði rólegir eftir hættumati Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar, segist bíða róleg eftir hættumati Veðurstofu Íslands og almannavarna vegna mögulegrar goshættu í byggð. Það sé væntanlegt í vor og þá verði hægt að skoða vinnu við mögulega varnargarða. 18.1.2024 14:00
Ísrael verður ekki meinuð þátttaka í Eurovision Ísrael verður ekki meinuð þátttaka í Eurovision söngvakeppninni sem fram fer í Malmö í ár. Þetta er ákvörðun skipuleggjenda keppninnar í Samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU). 18.1.2024 11:43
Sendiherrann segist staðráðin í að verða góður nágranni Carrin Patman, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, segist staðráðin í því að verða góður nágranni Vesturbæinga á Sólvallagötu. Sendiherrabústaður að Sólvallagötu 14 eigi að verða vitnisburður um tengsl Bandaríkjanna og Íslands og birtir sendiráðið tölvuteiknaðar myndir af því hvernig hann mun koma til með að líta út í götunni. 18.1.2024 11:27
Samsung veðjar á gervigreind í nýjum Galaxy síma Suður-Kóreski tæknirisinn Samsung svipti í gær hulunni af nýjasta snjallsímanum sínum af gerðinni Galaxy S24. Fyrirtækið segir símann nýtast við byltingarkennda tækni sem muni breyta því hvernig fólk notar síma. 18.1.2024 10:28