Snjómokstur og ekkert annað í Grindavík Vinna liggur að mestu leyti niðri í Grindavík í augnablikinu. Þó er unnið að því að hreinsa götur bæjarins af snjó, enda töluverður snjór í bænum. 18.1.2024 10:01
Ekki grundvallarbreytingar á búvörusamningum Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra og Þórdís Kolbrún Gylfadóttir fjármála- og efnahagsráðaherra undirrituðu í gær fyrir hönd stjórnvalda samkomulag um endurskoðun búvörusamninga við Bændasamtök Íslands. Gunnar Þorgeirsson formaður BÍ undirritaði fyrir hönd samtakanna. 18.1.2024 09:45
Hatari skorar á skipuleggjendur Eurovision Hljómsveitarmeðlimir í Hatara skora á skipuleggjendur Eurovision söngvakeppninnar að meina Ísraelsmönnum um þátttöku í keppninni í ár. 17.1.2024 22:50
Víða verður blint í snjókomu sunnan-og vestanlands Erfið akstursskilyrði verða og víða blint í snjókomu og skafrenningi sunnan-og vestanlands í nótt og í fyrramálið. Líklega verður þungfært vestast á Reykjanesi. Gul viðvörun er í gildi í nótt. 17.1.2024 21:47
Rauði krossinn á Íslandi notar ekki lengur Rapyd Rauði krossinn á Íslandi nýtir sér ekki lengur þjónustu ísraelsku greiðslumiðlunarinnar Rapyd. Framkvæmdastýra samtakanna segir ákvörðunina hafa verið tekna í nóvember. 17.1.2024 21:34
Sameiginlegir sjóðir til þess að nýta í slíkum aðstæðum Fjármála-og efnahagsráðherra segir stöðuna í Grindavík kalla á stærri ákvarðanir. Sameiginlegir sjóðir séu til þess að nýta í slíkum aðstæðum en hún segir að um sé að ræða flókið verkefni. Staðan kalli klárlega á sérlög. 17.1.2024 20:32
Segja SA hafna sinni nálgun um þjóðarsátt Breiðfylking stærstu stéttarfélaga og landssambanda á almennum vinnumarkaði segir Samtök atvinnulífsins hafna nálgun fylkingarinnar um þjóðarsátt. Hún hvetur SA til að rýna betur tillögur hennar og endurgjalda auðsýndan samningsvilja. 17.1.2024 18:47
NTÍ geti ekki keypt upp eignir í Grindavík Forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) segir stofnunina ekki geta keypt upp eignir Grindvíkinga. Núverandi regluverk grípi einungis hluta Grindvíkinga vegna þess tjóns sem náttúruhamfarir á Reykjanesskaga hafa valdið. Hún treystir stjórnvöldum til að bæta regluverkið. 17.1.2024 18:13
„Ég vona að þessir strákar fái extra knús“ Söngkonan María Ólafsdóttir segir það stinga sig að horfa upp á algjör niðurbrot á samfélagsmiðlum á stundum líkt og í kvöld, þar sem karlalandslið Íslands í handbolta tapaði örugglega gegn liði Ungverjalands á EM í handbolta. 16.1.2024 23:12
Samkomulag í höfn um aukna mannúðaraðstoð á Gasa Ísrael og Hamas hafa náð samkomulagi um aukið innflæði hjálpargagna til Gasa. Þetta segja katörsk yfirvöld sem hýst hafa viðræðurnar auk Frakka. 16.1.2024 22:38