„Nú er kominn tími til að hafa aftur gaman“ Snjóbretta-og tónlistarhátíðin AK Extreme er snúin aftur eftir margra ára fjarveru. Hátíðin fer af stað með miklum látum en í dag verður brunkeppni og grillveisla í Hlíðarfjalli og er öllum boðið. 1.4.2022 12:43
Telur að pólitísk einangrun Rússa muni vara í langan tíma Friðrik Jónsson, sérfræðingur í öryggis-og varnamálum telur að jafnvel þótt komi til vopnahlés eða friðarsamninga muni pólitísk einangrun Rússa vara í langan tíma. 31.3.2022 17:16
Fjárfestahátíð á Siglufirði kemur Norðurlandi á „nýsköpunarkortið“ Í dag verður haldin fjárfestahátíð á Siglufirði þar sem frumkvöðlar geta kynnt verkefni sín fyrir fjárfestum. Hugmyndin er að skapa vettvang á Norðurlandi til að leiða saman þessa hópa, sýna gróskuna og öll tækifærin á Norðurlandi. 31.3.2022 14:41
Gefa út viðvörun og biðja Þjóðverja um að fara sparlega með gasið Yfirvöld í Þýskalandi hafa gefið út snemmbúna viðvörun vegna mögulegrar skerðingar á afhendingu gass vegna deilu við rússnesk yfirvöld sem vilja fá greitt í rúblum vegna refsiaðgerða Vesturlanda. 30.3.2022 15:47
Ekkert í raforkulögum sem tryggi að orkan fari í orkuskipti Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að það sé ekkert í umgjörð raforkumála hér á landi sem geri stjórnvöldum kleift að ráðstafa roforku til orkuskipta því ekki sé búið að innleiða þriðja orkupakkann að fullu. Þar til það sé frágengið sé allt tal um fleiri virkjanir fyrir orkuskipti innantóm slagorð. 30.3.2022 13:01
Segja verkefnastjórn og yfirsýn hafa brugðist við tilfærslu skimunar Yfirsýn og verkefnastjórn hjá heilbrigðisráðuneytinu brást þegar framkvæmd leghálsskimunar var færð úr höndum Krabbameinsfélags Íslands og til nýrrar Samhæfingarmiðstöðvar krabbameina á vegum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. 29.3.2022 17:09
Ekkert fundarboð vegna „mikilmennskuæðis“ stjórnarflokkanna Í morgun var fjármálaáætlun til næstu fimm ára kynnt en það fórst fyrir að bjóða tveimur áheyrnarfulltrúum stjórnarandstöðunnar í fjárlaganefnd á kynninguna. Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar, sagði á Alþingi í dag undir liðnum störf þingsins að hann hefði fylgst með tölvupóstinum sínum til miðnættis í von um fundarboð en það barst aldrei. 29.3.2022 14:42
Gera ráð fyrir 40% hærra olíuverði árið 2022 Í fjármálaáætlun fyrir árin 2023 til 2027 kemur fram að samkvæmt grunnspá sé gert ráð fyrir að olíuverð í ár verði að meðaltali um 40% hærra en í fyrra. 29.3.2022 11:45
Man ekki eftir verra ástandi í tvo áratugi Vegagerðin á mikið verk fyrir höndum eftir leysingaflóðin um helgina. Mestar skemmdir urðu á veginum um Geldingardraga og í uppsveitum Borgarfjarðar. Í gær mældist þá mesta rennsli í Ölfusá í níu ár. 28.3.2022 14:00
Nýr formaður SGS segir átökin í hreyfingunni nauðsynleg Vilhjálmur Birgisson, nýkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins, segir umboð sitt sem formaður ótvírætt. Mikilvægt sé að verkalýðssamtökin takist á um mál. En þegar stefnan liggi ljós fyrir þurfi allir að leggjast á eitt. Það sé samfélaginu til ævarandi skammar að lágmarkslaun dugi ekki fyrir nauðsynjum. 25.3.2022 11:53