„Þetta tíðkast víðar en við höldum“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. september 2022 12:36 Innviðaráðuneytið óskar eftir umsögn frá sveitarfélaginu vegna málsins fyrir 3. október næstkomandi. Nýr sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps mun taka til skoðunar kvörtun frá sumarbúastaðareiganda sem segir ákvörðun sveitarfélagsins um að láta aðkomufólk borga hærra gjald en heimamenn fyrir íþróttir og sund brjóta í bága við jafnræðisákvæði stjórnarskrár. Sveitarstjórinn segir fyrirkomulagið ekki ólíkt Loftbrúnni svokölluðu og frístundastyrkjum. Innviðaráðuneytið hefur óskað eftir umsögn Grímsnes-og Grafningshrepps vegna ákvörðunar sveitarfélagsins að láta þá sem ekki eru með lögheimili í sveitarfélaginu greiða hærra gjald fyrir árskort í sund og líkamsrækt á Borg í Grímsnesi. Almennt verð fyrir árskort í sund og þreksal er 35 þúsund krónur en það kostar fólk sem hefur lögheimili í sveitarfélaginu 12 þúsund krónur. Sjá nánar: Gjaldskrá sundlaugar standist ekki ákvæði stjórnarskrár Björgvin Njáll Ingólfsson, sem sendi kvörtun til ráðuneytisins, segir augljóst að fyrirkomulagið brjóti í bága við jafnræðisákvæði stjórnarskrárinnar. Nýjum sveitarstjóra Iðu Marsibil Jónsdóttur, hefur verið falið að svara erindinu í samráði við lögmann sveitarfélagsins. Fréttastofa bar þessa gagnrýni undir Iðu í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Ég er náttúrulega, eins og þú komst inn á áðan, tiltölulega nýtekin við þannig að ég var ekki þegar umræðan sem slík átti sér stað og ákvörðun um þessa gjaldtöku var tekin. Ég veit þó að sveitarstjórnarfólki gengur gott eitt til þegar svona er gert og þetta tíðkast kannski víðar en við höldum. Þá er þetta kannski bara sett upp með öðrum hætti; til dæmis í formi frístundastyrks sem íbúar fá og þá lækka útgjöldin fyrir þessi kort sem samsvarar því,“ segir Iða sveitarstjóri. Þannig snúist málið meira um útfærslu en nokkuð annað. Víða um land séu til dæmis frístundastyrkir og „loftbrú“ sem hafi sama tilgang. Engu að síður muni sveitarstjórnin taka gagnrýnina til skoðunar. „Við munum bara vanda til verka við þessi svör sem við munum senda innviðaráðuneytinu og sjá bara hvað kemur út úr því en við munum að sjálfsögðu skoða þetta. Nú er að fara af stað fjárhagsáætlun og ný gjaldskrá verður sett upp. Það er aldrei að vita nema þetta breytist í haust en ég vil ekki fullyrða um neitt. Við munum bara skoða þetta og ræða.“ Grímsnes- og Grafningshreppur Sundlaugar Neytendur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Gjaldskrá sundlaugarinnar í Grímsnesi standist ekki ákvæði stjórnarskrár Innviðaráðuneytið hefur óskað eftir umsögn sveitarfélagsins Grímsnes- og Grafningshrepps vegna þess fyrirkomulags sveitarfélagsins að láta þá sem ekki eru með lögheimili í sveitarfélaginu greiða margfalt hærra verð fyrir árskort í sund og líkamsrækt á Borg í Grímsnesi, samanborið við þá sem eru skráðir með lögheimili í sveitarfélaginu. 29. september 2022 08:00 Sex atkvæða munur í Grímsnes- og Grafningshreppi Hársbreidd munaði á atkvæðafjölda E-listans og G-listans í Grímsnes- og Grafningshreppi í sveitarstjórnarkosningunum á laugardag en E-listinn bar naumlega sigur úr bítum með sex atkvæða mun. 17. maí 2022 15:30 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira
Innviðaráðuneytið hefur óskað eftir umsögn Grímsnes-og Grafningshrepps vegna ákvörðunar sveitarfélagsins að láta þá sem ekki eru með lögheimili í sveitarfélaginu greiða hærra gjald fyrir árskort í sund og líkamsrækt á Borg í Grímsnesi. Almennt verð fyrir árskort í sund og þreksal er 35 þúsund krónur en það kostar fólk sem hefur lögheimili í sveitarfélaginu 12 þúsund krónur. Sjá nánar: Gjaldskrá sundlaugar standist ekki ákvæði stjórnarskrár Björgvin Njáll Ingólfsson, sem sendi kvörtun til ráðuneytisins, segir augljóst að fyrirkomulagið brjóti í bága við jafnræðisákvæði stjórnarskrárinnar. Nýjum sveitarstjóra Iðu Marsibil Jónsdóttur, hefur verið falið að svara erindinu í samráði við lögmann sveitarfélagsins. Fréttastofa bar þessa gagnrýni undir Iðu í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Ég er náttúrulega, eins og þú komst inn á áðan, tiltölulega nýtekin við þannig að ég var ekki þegar umræðan sem slík átti sér stað og ákvörðun um þessa gjaldtöku var tekin. Ég veit þó að sveitarstjórnarfólki gengur gott eitt til þegar svona er gert og þetta tíðkast kannski víðar en við höldum. Þá er þetta kannski bara sett upp með öðrum hætti; til dæmis í formi frístundastyrks sem íbúar fá og þá lækka útgjöldin fyrir þessi kort sem samsvarar því,“ segir Iða sveitarstjóri. Þannig snúist málið meira um útfærslu en nokkuð annað. Víða um land séu til dæmis frístundastyrkir og „loftbrú“ sem hafi sama tilgang. Engu að síður muni sveitarstjórnin taka gagnrýnina til skoðunar. „Við munum bara vanda til verka við þessi svör sem við munum senda innviðaráðuneytinu og sjá bara hvað kemur út úr því en við munum að sjálfsögðu skoða þetta. Nú er að fara af stað fjárhagsáætlun og ný gjaldskrá verður sett upp. Það er aldrei að vita nema þetta breytist í haust en ég vil ekki fullyrða um neitt. Við munum bara skoða þetta og ræða.“
Grímsnes- og Grafningshreppur Sundlaugar Neytendur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Gjaldskrá sundlaugarinnar í Grímsnesi standist ekki ákvæði stjórnarskrár Innviðaráðuneytið hefur óskað eftir umsögn sveitarfélagsins Grímsnes- og Grafningshrepps vegna þess fyrirkomulags sveitarfélagsins að láta þá sem ekki eru með lögheimili í sveitarfélaginu greiða margfalt hærra verð fyrir árskort í sund og líkamsrækt á Borg í Grímsnesi, samanborið við þá sem eru skráðir með lögheimili í sveitarfélaginu. 29. september 2022 08:00 Sex atkvæða munur í Grímsnes- og Grafningshreppi Hársbreidd munaði á atkvæðafjölda E-listans og G-listans í Grímsnes- og Grafningshreppi í sveitarstjórnarkosningunum á laugardag en E-listinn bar naumlega sigur úr bítum með sex atkvæða mun. 17. maí 2022 15:30 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira
Gjaldskrá sundlaugarinnar í Grímsnesi standist ekki ákvæði stjórnarskrár Innviðaráðuneytið hefur óskað eftir umsögn sveitarfélagsins Grímsnes- og Grafningshrepps vegna þess fyrirkomulags sveitarfélagsins að láta þá sem ekki eru með lögheimili í sveitarfélaginu greiða margfalt hærra verð fyrir árskort í sund og líkamsrækt á Borg í Grímsnesi, samanborið við þá sem eru skráðir með lögheimili í sveitarfélaginu. 29. september 2022 08:00
Sex atkvæða munur í Grímsnes- og Grafningshreppi Hársbreidd munaði á atkvæðafjölda E-listans og G-listans í Grímsnes- og Grafningshreppi í sveitarstjórnarkosningunum á laugardag en E-listinn bar naumlega sigur úr bítum með sex atkvæða mun. 17. maí 2022 15:30