Hundrað og einn búinn að kjósa í forsetakosningunum Hundrað og einn einstaklingur hafði greitt atkvæði í forsetakosningunum utan kjörfundar þegar fréttastofa náði tali af Bergþóru Sigmundsdóttur hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu nú síðdegis. 25.5.2020 16:32
Flugmenn samþykktu kjarasamning með yfirgnæfandi meirihluta Félagsmenn Félags íslenskra atvinnuflugmanna samþykktu kjarasamning með yfirgnæfandi meirihluta. Atkvæðagreiðslu lauk klukkan fjögur í dag. 22.5.2020 16:28
Meðvitaður um neyðarástand sem er uppi í nokkrum sveitarfélögum Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitarstjórnarráðherra, segist vera meðvitaður um það neyðarástand sem uppi er í nokkrum sveitarfélögum landsins vegna kórónuveirufaraldursins. 21.5.2020 13:28
Viðræður hjá hjúkrunarfræðingum á erfiðu stigi Samningafundi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk í hádeginu í dag. Staðan er sögð erfið og viðræðurnar á viðkvæmum stað. 20.5.2020 16:37
Fjöldi áhorfenda truflaði baráttuna við eldinn Slökkviliðið á Akureyri afhenti lögreglu brunavettvang til rannsóknar í morgun eftir að hafa vaktað íbúðarhús í alla nótt en það stóð í ljósum logum í gærkvöldi. Ekki er vitað hvernig eldurinn kviknaði en von er á rannsakendum frá Reykjavík nú síðdegis. 20.5.2020 12:54
„Þetta blasir við okkur eins og hamfarir“ Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir að efnahagsþrengingarnar vegna kórónuveirunnar blasi við íbúum á svæðinu líkt og hamfarir. Í venjulegu árferði ætti meginþorri tekna sveitarfélagsins, sem heldur því á floti allt árið, að koma inn á sumarmánuðum. Sveitarfélögin geti ekki beðið mikið lengur eftir stuðningi stjórnvalda. Neyðarástandið sé hér og nú. 19.5.2020 14:40
Umferðin að færast í sama horf og fyrir faraldur Í síðustu viku nálgaðist umferðin á höfuðborgarsvæðinu mjög þá umferð sem var á sama tíma fyrir ári. Tölur frá Vegagerðinni gefa þetta til kynna. 18.5.2020 17:08
Ísland á meðal þjóða sem vilja óháða og alþjóðlega rannsókn á uppruna veirunnar og viðbrögðum við henni Fleiri en hundrað ríki hafa lagt fram tillögu um að uppruni kórónuveirunnar verði rannsakaður, sem og viðbrögð ríkja heims við farsóttinni. 18.5.2020 12:24
„Það er ljós við enda ganganna“ Íslenska hagkerfið gæti dregist saman um 9,2% á þessu ári vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins en náð fyrri styrk eftir tvö ár. Í nýrri þjóðhagsspá greiningar Íslandsbanka er gert ráð fyrir hóflegri verðbólgu á komandi misserum og frekari lækkun vaxta. 14.5.2020 13:18
Landsframleiðsla gæti dregist saman um 13% vegna veirunnar Það kæmi Konráði S. Guðjónssyni, aðalhagfræðingi Viðskiptaráðs Íslands, á óvart ef Seðlabankinn lækkar ekki vexti í næstu viku þegar peningastefnunefnd tilkynnir um ákvörðun bankans. 13.5.2020 13:26