Funda um ríkisábyrgð og Icelandair í Hörpu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. ágúst 2020 14:53 Fjármálaráðherra, formenn stjórnarandstöðuflokkanna og nefndarmenn fjárlaganefndar þingsins halda til fundar síðdegis til að ræða um fjáraukalagafrumfarp fjármálaráðherra sem fjallar um heimild til að veita Icelandair Group sjálfskuldarábyrgð frá ríkissjóði. Vísir/Vilhelm Frumvarp til fjáraukalaga verður rætt á Alþingi á föstudag en Alþingi kemur saman á ný á morgun vegna hins svokallaða „þingstubbs“ sem samið var um í vor. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna, nefndarmenn fjárlaganefndar þingsins og fjármálaráðherra halda síðdegis á fund til að ræða um efni frumvarpsins sem er heimild til handa ráðherra til að veita Icelandair Group sjálfskuldarábyrgð frá ríkissjóði á lánalínum vegna þess mikla tekjufalls sem fyrirtækið hefur orðið fyrir vegna heimsfaraldursins. Heildarskuldbinding ríkissjóðs gæti numið allt að fimmtán milljörðum íslenskra króna. Umrætt frumvarp til fjáraukalaga er það fjórða í röðinni á þessu ári en ætla má að hið fimmta verði lagt fram á haustþingi. Í frumvarpinu kemur fram að aðkoma ríkisins, um að veita félaginu ábyrgð, sé háð nokkrum forsendum. Almannafé og áhætta ríkisins verði takmörkuð við það sem þjóni opinberum hagsmunum, en hafi ekki að markmiði að verja hag hluthafa eða lánardrottna. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sagði frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar hvernig líklegt væri að dagskrá þingfundarins á morgun liti út. Starfsfólk skrifstofu Alþingis hefur staðið í ströngu við undirbúning þingfunda með tilliti til sóttvarna en Alþingi kemur saman á morgun.Vísir/Vilhelm „Við hefjum leikinn á morgun með munnlegri skýrslu forsætisráðherra um stöðuna í faraldrinum; aðgerðir og ráðstafanir sem hafa verið gerðar. Það fer fram fyrir hádegið en eftir hádegi mælir fjármálaráðherra fyrir breyttri fjármálastefnu og við stefnum að því að ljúka fyrri umræðu um þá tillögu og koma henni til nefndar á morgun og síðan verður þingfundur aftur á föstudag, að minnsta kosti hluta dagsins, og þá verða mál fjármálaráðherra, fjáraukalagafrumvarp og breyting á ríkisábyrgðarlögum og mögulega mál frá félagsmálaráðherra.“ Útlit er fyrir að nefndardagur verði á mánudag en þingfundir dagana 1.-3. september. „Við leggjum þetta upp þannig að okkur dugi um það bil vika í þennan stubb og ég heyri ekki annað en að allir séu jákvæðir gagnvart því að halda sig við þann ramma sem ræddur var um í vor.“ Starfsfólk skrifstofu þingsins hefur undanfarna daga verið í óða önn að undirbúa Alþingi fyrir þingfundi með tilliti til sóttvarna. „Við höfum fengið sóttvarnarlækni og almannavarnir í heimsókn og fáum staðgengil sóttvarnarlæknis aftur í heimsókn til að taka út þær ráðstafanir sem við höfum verið að gera, eins og til dæmis að stækka þingfundarsvæðið og búa til eins mikinn aðskilnað á milli manna og mögulegt er þannig að það hefur verið mikill undirbúningur hér af hálfu skrifstofu þingsins undanfarna daga og er áfram í gangi.“ Nú hefur ýmislegt breyst frá því samið var um dagskrá þingstubbsins í vor, til dæmis í atvinnumálum. Verður eitthvað svigrúm gefið fyrir önnur mál sem þarfnast afgreiðslu? „Við byrjum á því að skapa rými fyrir almennar umræður um ástandið á grundvelli munnlegrar skýrslu sem forsætisráðherra flytur. Síðan auðvitað gefst mönnum kostur á að ræða þessar ráðstafanir að því marki sem þær verða á dagskrá núna. Að sjálfsögðu reynum við að mæta því ef eftirspurn verður eftir því að ræða aðra hluti. Reynslan hefur nú kennt okkur að það þýðir lítið að reyna að sjá allt fyrir í svona ástandi þannig að við bara tökumst á við það sem upp kann að koma.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Icelandair Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Frumvarp til fjáraukalaga verður rætt á Alþingi á föstudag en Alþingi kemur saman á ný á morgun vegna hins svokallaða „þingstubbs“ sem samið var um í vor. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna, nefndarmenn fjárlaganefndar þingsins og fjármálaráðherra halda síðdegis á fund til að ræða um efni frumvarpsins sem er heimild til handa ráðherra til að veita Icelandair Group sjálfskuldarábyrgð frá ríkissjóði á lánalínum vegna þess mikla tekjufalls sem fyrirtækið hefur orðið fyrir vegna heimsfaraldursins. Heildarskuldbinding ríkissjóðs gæti numið allt að fimmtán milljörðum íslenskra króna. Umrætt frumvarp til fjáraukalaga er það fjórða í röðinni á þessu ári en ætla má að hið fimmta verði lagt fram á haustþingi. Í frumvarpinu kemur fram að aðkoma ríkisins, um að veita félaginu ábyrgð, sé háð nokkrum forsendum. Almannafé og áhætta ríkisins verði takmörkuð við það sem þjóni opinberum hagsmunum, en hafi ekki að markmiði að verja hag hluthafa eða lánardrottna. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sagði frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar hvernig líklegt væri að dagskrá þingfundarins á morgun liti út. Starfsfólk skrifstofu Alþingis hefur staðið í ströngu við undirbúning þingfunda með tilliti til sóttvarna en Alþingi kemur saman á morgun.Vísir/Vilhelm „Við hefjum leikinn á morgun með munnlegri skýrslu forsætisráðherra um stöðuna í faraldrinum; aðgerðir og ráðstafanir sem hafa verið gerðar. Það fer fram fyrir hádegið en eftir hádegi mælir fjármálaráðherra fyrir breyttri fjármálastefnu og við stefnum að því að ljúka fyrri umræðu um þá tillögu og koma henni til nefndar á morgun og síðan verður þingfundur aftur á föstudag, að minnsta kosti hluta dagsins, og þá verða mál fjármálaráðherra, fjáraukalagafrumvarp og breyting á ríkisábyrgðarlögum og mögulega mál frá félagsmálaráðherra.“ Útlit er fyrir að nefndardagur verði á mánudag en þingfundir dagana 1.-3. september. „Við leggjum þetta upp þannig að okkur dugi um það bil vika í þennan stubb og ég heyri ekki annað en að allir séu jákvæðir gagnvart því að halda sig við þann ramma sem ræddur var um í vor.“ Starfsfólk skrifstofu þingsins hefur undanfarna daga verið í óða önn að undirbúa Alþingi fyrir þingfundi með tilliti til sóttvarna. „Við höfum fengið sóttvarnarlækni og almannavarnir í heimsókn og fáum staðgengil sóttvarnarlæknis aftur í heimsókn til að taka út þær ráðstafanir sem við höfum verið að gera, eins og til dæmis að stækka þingfundarsvæðið og búa til eins mikinn aðskilnað á milli manna og mögulegt er þannig að það hefur verið mikill undirbúningur hér af hálfu skrifstofu þingsins undanfarna daga og er áfram í gangi.“ Nú hefur ýmislegt breyst frá því samið var um dagskrá þingstubbsins í vor, til dæmis í atvinnumálum. Verður eitthvað svigrúm gefið fyrir önnur mál sem þarfnast afgreiðslu? „Við byrjum á því að skapa rými fyrir almennar umræður um ástandið á grundvelli munnlegrar skýrslu sem forsætisráðherra flytur. Síðan auðvitað gefst mönnum kostur á að ræða þessar ráðstafanir að því marki sem þær verða á dagskrá núna. Að sjálfsögðu reynum við að mæta því ef eftirspurn verður eftir því að ræða aðra hluti. Reynslan hefur nú kennt okkur að það þýðir lítið að reyna að sjá allt fyrir í svona ástandi þannig að við bara tökumst á við það sem upp kann að koma.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Icelandair Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira