Rekstrarhalli Landspítalans nemur rúmum átta hundruð milljónum króna Halli á rekstri Landspítalans á fyrstu þremur mánuðum ársins nemur rúmum átta hundruð milljónum króna. Mestu munar þar um aukinn launakostnað sem fer rúmum sex hundruð milljónum fram úr áætlun í janúar, febrúar og mars. 12.5.2020 13:14
Fundur ungverska ráðherrans muni ekki breyta afstöðu til mannréttinda Szijjártó vísar með ásökunum sínum í bréf sem norrænu ráðherrarnir sendu framkvæmdastjóra Evrópuráðsins þann 6. maí. Í skeytinu lýsa ráðherrarnir yfir áhyggjum af þróun mála í Ungverjalandi og lögðu áherslu á að í neyðarástandi verði að forgangsraða grundvallargildum réttarríkisins. 11.5.2020 13:44
„Ef vinnuveitandi misnotar þetta úrræði þá er það hans að endurgreiða“ Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, segir að gríðarlega mikilvægt sé að tryggja rétt launafólks ef í ljós kemur að vinnuveitandi þess og stjórnendur hafi lækkað starfshlutfall þess að ástæðulausu. 8.5.2020 14:10
„Þú ferð ekki á Esjuna á degi tvö þótt þú hafir gert það áður en þú veiktist“ Fjölmargir sem veikst hafa hastarlega af Covid-19 eru lengi að ná sér og glíma jafnvel við eftirköst sjúkdómsins. 7.5.2020 21:30
Atvinnuleysi 28% í Reykjanesbæ þar sem veiran bætir gráu ofan á svart Atvinnuleysi í Reykjanesbæ nam í apríl 28 prósentum, þar af er 16,1 prósent í hlutabótaleiðinni svokölluðu. Á Suðurnesjunum nam atvinnuleysi 25,2 prósentum. 7.5.2020 14:49
Dauðans angist og gjörgæslumartraðir eftir Covid-19 Reykjalundur hefur síðustu þrjár vikurnar sinnt fólki sem lá á gjörgæsludeild Landspítalans. Það hefur þurft á sálrænni aðstoð að halda eftir átakanlega lífsreynslu. 7.5.2020 13:38
Þriðji ráðherrann í ríkisstjórn Rússlands sýkist af Covid-19 Þriðji ráðherrann í ríkisstjórn Rússlands greindist í dag með Covid-19. Olga Lyubimova, menningarmálaráðherra landsins, greindi frá veikindum sínum í dag. 6.5.2020 18:42
Segja sýni úr konunni á hjúkrunarheimilinu Eir hafa sýnt fram á veiklaðar veirur Konan sem greindist með Covid-19 og var á endurhæfingardeild hjúkrunarheimilisins Eir var líklega komin yfir veikindin við komuna á Eir og því ekki smitandi. Í tilkynningu til aðstandenda kemur fram að sýni úr konunni hefði leitt í ljós veiklaðar veirur eða veirubrot þótt sýnið hafi sannarlega verið jákvætt. 6.5.2020 16:41
Fyrsta skóflustungan tekin að nýju „fyrirmyndarríki“ í Gufunesi Borgarstjóri tók í hádeginu fyrstu skóflustunguna að nýju hverfi í Gufunesi sem er sérhannað fyrir fyrstu kaupendur. Runólfur Ágústsson, verkefnastjóri Þorpsins vistfélags, segir að með nýstárlegri hönnun hverfisins sé verið að reyna að búa til vistvænt samfélag. 6.5.2020 14:38
Tæplega sjö þúsund eiga eftir að fá greitt Vinnumálastofnun gengur vel að vinna sig í gegnum holskeflu umsókna sem barst fyrir síðustu mánaðamót. Enn eiga þó tæplega sjö þúsund manns eftir að fá greitt. 6.5.2020 13:01