Nýjar reglur sóttvarnalæknis minnka álagið um hátt í 40% Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. júlí 2020 13:36 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Baldur Um fjörutíu prósent færri þurfa að fara í skimun á landamærunum með nýjum reglum sóttvarnalæknis. Frá og með deginum í dag bætist Danmörk Noregur, Finnland og Þýskaland á lista yfir svokölluð „örugg lönd“ en ferðamenn sem koma þaðan eru undanþegnir skimunum. Vinnuálag heilbrigðisstarfsfólks sem sinnir sýnatöku við landamærin hefur verið mikið og eykst í fjarveru Íslenskrar erfðagreiningar. Nokkur breyting þar á verður þó með nýjum reglum Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. „Það mun örugglega létta töluvert á sýnatökuálaginu. Við vitum náttúrulega ekki nákvæmlega hvað það er mikið en það gæti orðið kannski í kringum 40% eins og staðan er núna en svo kann það að breytast á næstu dögum og vikum.“ Sú þekking og reynsla sem teymi sóttvarnalæknis hefur öðlast með skimum á landamærunum frá 15. júní sýnir, að sögn Þórólfs, að áhættan við að hætta skimun farþega frá umræddum löndum sé í lágmarki. „Við byggjum það á upplýsingum frá Sóttvarnastofnun Evrópusambandins. Þeim er að takast mjög vel til og ný smit eru í lágmarki, og nánast á pari við okkur hér, þannig að ég held að við séum ekki að taka neina stóra áhættu með því“. Reynslan sýni líka að mikil smithætta sé af Íslendingum vegna tengslanets og nándar. Svokölluð heimkomusmitgát sé því sennilega komin til að vera. „Vegna þess að þeir hafa mikið tengslanet og umgangast mjög marga og geta þannig smitað mjög marga ef þeir eru smitandi þannig að við erum að beina sjónum okkar sérstaklega að þeim Íslendingum sem eru að koma frá áhættulöndum. Við viljum setja þá í skimun og þessa svokölluðu heimkomusmitgát.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Sautján vélar til Keflavíkur í dag Nú frá klukkan átta er von á sautján farþegaflugum til Keflavíkurflugvallar. 16. júlí 2020 07:45 Farþegar frá fjórum löndum í viðbót sleppa við skimun Frá og með 16. júlí þurfa farþegar frá Noregi, Danmörku, Finnlandi og Þýskalandi ekki þurfa að sæta sóttkví eða skimun við komuna til Íslands. 14. júlí 2020 14:18 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fleiri fréttir Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Sjá meira
Um fjörutíu prósent færri þurfa að fara í skimun á landamærunum með nýjum reglum sóttvarnalæknis. Frá og með deginum í dag bætist Danmörk Noregur, Finnland og Þýskaland á lista yfir svokölluð „örugg lönd“ en ferðamenn sem koma þaðan eru undanþegnir skimunum. Vinnuálag heilbrigðisstarfsfólks sem sinnir sýnatöku við landamærin hefur verið mikið og eykst í fjarveru Íslenskrar erfðagreiningar. Nokkur breyting þar á verður þó með nýjum reglum Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. „Það mun örugglega létta töluvert á sýnatökuálaginu. Við vitum náttúrulega ekki nákvæmlega hvað það er mikið en það gæti orðið kannski í kringum 40% eins og staðan er núna en svo kann það að breytast á næstu dögum og vikum.“ Sú þekking og reynsla sem teymi sóttvarnalæknis hefur öðlast með skimum á landamærunum frá 15. júní sýnir, að sögn Þórólfs, að áhættan við að hætta skimun farþega frá umræddum löndum sé í lágmarki. „Við byggjum það á upplýsingum frá Sóttvarnastofnun Evrópusambandins. Þeim er að takast mjög vel til og ný smit eru í lágmarki, og nánast á pari við okkur hér, þannig að ég held að við séum ekki að taka neina stóra áhættu með því“. Reynslan sýni líka að mikil smithætta sé af Íslendingum vegna tengslanets og nándar. Svokölluð heimkomusmitgát sé því sennilega komin til að vera. „Vegna þess að þeir hafa mikið tengslanet og umgangast mjög marga og geta þannig smitað mjög marga ef þeir eru smitandi þannig að við erum að beina sjónum okkar sérstaklega að þeim Íslendingum sem eru að koma frá áhættulöndum. Við viljum setja þá í skimun og þessa svokölluðu heimkomusmitgát.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Sautján vélar til Keflavíkur í dag Nú frá klukkan átta er von á sautján farþegaflugum til Keflavíkurflugvallar. 16. júlí 2020 07:45 Farþegar frá fjórum löndum í viðbót sleppa við skimun Frá og með 16. júlí þurfa farþegar frá Noregi, Danmörku, Finnlandi og Þýskalandi ekki þurfa að sæta sóttkví eða skimun við komuna til Íslands. 14. júlí 2020 14:18 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fleiri fréttir Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Sjá meira
Sautján vélar til Keflavíkur í dag Nú frá klukkan átta er von á sautján farþegaflugum til Keflavíkurflugvallar. 16. júlí 2020 07:45
Farþegar frá fjórum löndum í viðbót sleppa við skimun Frá og með 16. júlí þurfa farþegar frá Noregi, Danmörku, Finnlandi og Þýskalandi ekki þurfa að sæta sóttkví eða skimun við komuna til Íslands. 14. júlí 2020 14:18