Nýjar reglur sóttvarnalæknis minnka álagið um hátt í 40% Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. júlí 2020 13:36 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Baldur Um fjörutíu prósent færri þurfa að fara í skimun á landamærunum með nýjum reglum sóttvarnalæknis. Frá og með deginum í dag bætist Danmörk Noregur, Finnland og Þýskaland á lista yfir svokölluð „örugg lönd“ en ferðamenn sem koma þaðan eru undanþegnir skimunum. Vinnuálag heilbrigðisstarfsfólks sem sinnir sýnatöku við landamærin hefur verið mikið og eykst í fjarveru Íslenskrar erfðagreiningar. Nokkur breyting þar á verður þó með nýjum reglum Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. „Það mun örugglega létta töluvert á sýnatökuálaginu. Við vitum náttúrulega ekki nákvæmlega hvað það er mikið en það gæti orðið kannski í kringum 40% eins og staðan er núna en svo kann það að breytast á næstu dögum og vikum.“ Sú þekking og reynsla sem teymi sóttvarnalæknis hefur öðlast með skimum á landamærunum frá 15. júní sýnir, að sögn Þórólfs, að áhættan við að hætta skimun farþega frá umræddum löndum sé í lágmarki. „Við byggjum það á upplýsingum frá Sóttvarnastofnun Evrópusambandins. Þeim er að takast mjög vel til og ný smit eru í lágmarki, og nánast á pari við okkur hér, þannig að ég held að við séum ekki að taka neina stóra áhættu með því“. Reynslan sýni líka að mikil smithætta sé af Íslendingum vegna tengslanets og nándar. Svokölluð heimkomusmitgát sé því sennilega komin til að vera. „Vegna þess að þeir hafa mikið tengslanet og umgangast mjög marga og geta þannig smitað mjög marga ef þeir eru smitandi þannig að við erum að beina sjónum okkar sérstaklega að þeim Íslendingum sem eru að koma frá áhættulöndum. Við viljum setja þá í skimun og þessa svokölluðu heimkomusmitgát.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Sautján vélar til Keflavíkur í dag Nú frá klukkan átta er von á sautján farþegaflugum til Keflavíkurflugvallar. 16. júlí 2020 07:45 Farþegar frá fjórum löndum í viðbót sleppa við skimun Frá og með 16. júlí þurfa farþegar frá Noregi, Danmörku, Finnlandi og Þýskalandi ekki þurfa að sæta sóttkví eða skimun við komuna til Íslands. 14. júlí 2020 14:18 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Sjá meira
Um fjörutíu prósent færri þurfa að fara í skimun á landamærunum með nýjum reglum sóttvarnalæknis. Frá og með deginum í dag bætist Danmörk Noregur, Finnland og Þýskaland á lista yfir svokölluð „örugg lönd“ en ferðamenn sem koma þaðan eru undanþegnir skimunum. Vinnuálag heilbrigðisstarfsfólks sem sinnir sýnatöku við landamærin hefur verið mikið og eykst í fjarveru Íslenskrar erfðagreiningar. Nokkur breyting þar á verður þó með nýjum reglum Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. „Það mun örugglega létta töluvert á sýnatökuálaginu. Við vitum náttúrulega ekki nákvæmlega hvað það er mikið en það gæti orðið kannski í kringum 40% eins og staðan er núna en svo kann það að breytast á næstu dögum og vikum.“ Sú þekking og reynsla sem teymi sóttvarnalæknis hefur öðlast með skimum á landamærunum frá 15. júní sýnir, að sögn Þórólfs, að áhættan við að hætta skimun farþega frá umræddum löndum sé í lágmarki. „Við byggjum það á upplýsingum frá Sóttvarnastofnun Evrópusambandins. Þeim er að takast mjög vel til og ný smit eru í lágmarki, og nánast á pari við okkur hér, þannig að ég held að við séum ekki að taka neina stóra áhættu með því“. Reynslan sýni líka að mikil smithætta sé af Íslendingum vegna tengslanets og nándar. Svokölluð heimkomusmitgát sé því sennilega komin til að vera. „Vegna þess að þeir hafa mikið tengslanet og umgangast mjög marga og geta þannig smitað mjög marga ef þeir eru smitandi þannig að við erum að beina sjónum okkar sérstaklega að þeim Íslendingum sem eru að koma frá áhættulöndum. Við viljum setja þá í skimun og þessa svokölluðu heimkomusmitgát.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Sautján vélar til Keflavíkur í dag Nú frá klukkan átta er von á sautján farþegaflugum til Keflavíkurflugvallar. 16. júlí 2020 07:45 Farþegar frá fjórum löndum í viðbót sleppa við skimun Frá og með 16. júlí þurfa farþegar frá Noregi, Danmörku, Finnlandi og Þýskalandi ekki þurfa að sæta sóttkví eða skimun við komuna til Íslands. 14. júlí 2020 14:18 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Sjá meira
Sautján vélar til Keflavíkur í dag Nú frá klukkan átta er von á sautján farþegaflugum til Keflavíkurflugvallar. 16. júlí 2020 07:45
Farþegar frá fjórum löndum í viðbót sleppa við skimun Frá og með 16. júlí þurfa farþegar frá Noregi, Danmörku, Finnlandi og Þýskalandi ekki þurfa að sæta sóttkví eða skimun við komuna til Íslands. 14. júlí 2020 14:18