Fréttamaður

Magnús Jochum Pálsson

Magnús er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ætlar upp á drottninguna á árinu

Formenn þingflokkanna fóru yfir áramótaheit sín fyrir árið 2024 í Kryddsíld á gamlársdag. Þar kenndi ýmissa grasa, loforð um sumarfrí, minna álag og nýjan hund. Áætlanir um að verða öflugri en nokkru sinni fyrr og loforð um minna mas. Utanríkisráðherra ætlar að hætta að grána, hitta vini og klífa drottningu íslenskra fjalla, Herðubreið.

Fauk í Guð­laug Þór á þinginu: „Nei, nei, við segjum nei!“

Umhverfisráðherra byrsti sig í óundirbúnum fyrirspurnartíma um orkumál á Alþingi í dag. Stjórnarandstaðan hafði kynt undir ráðherra með gagnrýni á aðgerðir ríkisstjórnarinnar í orkumálum áður en fyrirspurn þingmanns Pírata um rafmagnsreiðhjól fyllti mælinn. 

Öku­maður ók út af veginum á Kjalar­nesi

Ökumaður ók bíl út af veginum á nýja kafla Vesturlandsvegar um Kjalarnes. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild til skoðunar en áverkar hans voru ekki alvarlegir og var hann með meðvitund.

Loð­vík löngu­tangar­laus á jóla­korti konungs­fjöl­skyldunnar

Hjónin Vilhjálmur og Katrín, krónprins og prinsessa af Wales, hafa sent frá sér árlegt jólakort fjölskyldunnar. Það sem hefur vakið sérstaka athygli er að það vantar löngutöng á Loðvík prins. Kenningar eru uppi um að hún hafi verið klippt af í myndvinnslunni.

„Það er ekki heimilt að ganga í gámana hjá okkur“

Færst hefur í aukana að fólk geri sér ferð á eina af endurvinnslustöðvum Sorpu til að stela úr gámum. Samskiptastjóri Sorpu segir slíkar uppákomur nokkrum sinnum hafa endað með átökum og dæmi um að lögregla hafi verið kölluð til.

Dag­skrá í­búa­fundar fyrir Grind­víkinga

Íbúafundur verður haldinn fyrir Grindvíkinga á morgun klukkan 17 í anddyrinu á nýju Laugardalshöllinni. Tilgangur fundarins er að miðla upplýsingum vegna jarðhræringa í og við Grindavík og mun íbúum gefast tækifæri til að bera fram spurningar á fundinum.

Sjá meira