Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. október 2025 14:32 Ketillaugarfjall er fjölskylduvænt fjall að sögn fjallgöngugarpanna þriggja sem klifu það í Okkar eigin Íslandi. Garpur fór með Sigurði Karlssyni og Leifi Runólfssyni upp á Ketillaugarfjall í Nesjum í Hornafirði. Fjallið er fjölskylduvænt og litríkt en á leiðinni upp rákust þeir á hreindýrahjörð. „Það er alltaf verið að rukka mig um sjónvarpsþætti um fjöll sem allir geta farið, þetta er þannig fjall,“ segir Garpur í nýjasta Okkar eigin Íslands. „Þetta er fullkomið fjölskyldufjall,“ bætti Sigurður við um Ketillaugarfjall en slóðin upp 668 metra fjallið er ansi góður. Nafnið dregur fjallið af þjóðsögu um konu að nafni Ketillaug sem gekk í fjallið og hafði með sér ketil, fullan af gulli. „Ég var einmitt að þefa af þessu“ Garpur vissi að fjallið væri þekkt fyrir fegurð sína en hún kom honum samt í opna skjöld þegar þeir voru komnir upp að fjallinu. „Einhvers konar mini-Landmannalaugar, alls konar litir og alls konar berg,“ sagði hann um Ketillaugarfjall. Ekki nóg með að hafa fengið að dást að fjallinu heldur birtist þeim glæsileg hreindýrahjörð í fjarska. „Ég sá svolítið af hreindýraskít áðan,“ sagði Sigurður þegar þeir ráku loks augun í hreindýrin. „Ég var einmitt af þefa af þessu líka og mig grunaði að þetta væri hreindýr,“ bætti Garpur við. Hreindýrin sem strákarnir sáu. Skömmu síðar glötuðu þeir einum þriðjungi tríósins. „Við grínuðumst smá um það á leiðinni að Leifur væri smá eins og barnið okkar. Núna erum við hálfnaðir upp fjallið og við höfum ekki hugmynd hvar Leifur er, hann er týndur,“ segir Garpur á einum tímapunkti í þættinum. Leifur lét þó á endanum sjá sig og hittust þeir á toppnum, dáðust að stórbrotnu útsýninu og sötruðu ropvatn. Þeir trítluðu síðan niður fjallið og fengu sér humarsúpu í Höfn. Sjón er sögu ríkari. Fjallið er fagurt. Magnað útsýni. Mountain Dew á toppnum. Okkar eigið Ísland Fjallamennska Ferðalög Sveitarfélagið Hornafjörður Tengdar fréttir „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Ég er mættur í eiginlega algjöra óvissuferð, sem hófst í morgun þegar ég sótti móður mína í Hveragerði og skutlaði henni í Selsund sem er bóndabær undir Heklu. Ég ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist á bílnum að Krakatind.“ 3. október 2025 14:32 Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýramaðurinn Garpur klifraði með vini sínum Bergi upp á Skessuhorn sem er eitt besta útsýnisfjall Borgarfjarðar. Útsýnið stóð sannarlega undir nafni en aðstæðurnar voru líka krefjandi. 18. september 2025 09:31 Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Garpur Elísabetarson fór ásamt Þorsteini Mássyni, skipstjóra og framkvæmdastjóra, til Aðalvíkur á Hornströndum þar sem þeir gengu upp á fjöllin Darra, sem geymir rústir breskrar ratsjárstöðvar og Rit, einn fáfarnasta stað Hornstranda. 4. september 2025 07:02 Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
„Það er alltaf verið að rukka mig um sjónvarpsþætti um fjöll sem allir geta farið, þetta er þannig fjall,“ segir Garpur í nýjasta Okkar eigin Íslands. „Þetta er fullkomið fjölskyldufjall,“ bætti Sigurður við um Ketillaugarfjall en slóðin upp 668 metra fjallið er ansi góður. Nafnið dregur fjallið af þjóðsögu um konu að nafni Ketillaug sem gekk í fjallið og hafði með sér ketil, fullan af gulli. „Ég var einmitt að þefa af þessu“ Garpur vissi að fjallið væri þekkt fyrir fegurð sína en hún kom honum samt í opna skjöld þegar þeir voru komnir upp að fjallinu. „Einhvers konar mini-Landmannalaugar, alls konar litir og alls konar berg,“ sagði hann um Ketillaugarfjall. Ekki nóg með að hafa fengið að dást að fjallinu heldur birtist þeim glæsileg hreindýrahjörð í fjarska. „Ég sá svolítið af hreindýraskít áðan,“ sagði Sigurður þegar þeir ráku loks augun í hreindýrin. „Ég var einmitt af þefa af þessu líka og mig grunaði að þetta væri hreindýr,“ bætti Garpur við. Hreindýrin sem strákarnir sáu. Skömmu síðar glötuðu þeir einum þriðjungi tríósins. „Við grínuðumst smá um það á leiðinni að Leifur væri smá eins og barnið okkar. Núna erum við hálfnaðir upp fjallið og við höfum ekki hugmynd hvar Leifur er, hann er týndur,“ segir Garpur á einum tímapunkti í þættinum. Leifur lét þó á endanum sjá sig og hittust þeir á toppnum, dáðust að stórbrotnu útsýninu og sötruðu ropvatn. Þeir trítluðu síðan niður fjallið og fengu sér humarsúpu í Höfn. Sjón er sögu ríkari. Fjallið er fagurt. Magnað útsýni. Mountain Dew á toppnum.
Okkar eigið Ísland Fjallamennska Ferðalög Sveitarfélagið Hornafjörður Tengdar fréttir „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Ég er mættur í eiginlega algjöra óvissuferð, sem hófst í morgun þegar ég sótti móður mína í Hveragerði og skutlaði henni í Selsund sem er bóndabær undir Heklu. Ég ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist á bílnum að Krakatind.“ 3. október 2025 14:32 Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýramaðurinn Garpur klifraði með vini sínum Bergi upp á Skessuhorn sem er eitt besta útsýnisfjall Borgarfjarðar. Útsýnið stóð sannarlega undir nafni en aðstæðurnar voru líka krefjandi. 18. september 2025 09:31 Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Garpur Elísabetarson fór ásamt Þorsteini Mássyni, skipstjóra og framkvæmdastjóra, til Aðalvíkur á Hornströndum þar sem þeir gengu upp á fjöllin Darra, sem geymir rústir breskrar ratsjárstöðvar og Rit, einn fáfarnasta stað Hornstranda. 4. september 2025 07:02 Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
„Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Ég er mættur í eiginlega algjöra óvissuferð, sem hófst í morgun þegar ég sótti móður mína í Hveragerði og skutlaði henni í Selsund sem er bóndabær undir Heklu. Ég ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist á bílnum að Krakatind.“ 3. október 2025 14:32
Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýramaðurinn Garpur klifraði með vini sínum Bergi upp á Skessuhorn sem er eitt besta útsýnisfjall Borgarfjarðar. Útsýnið stóð sannarlega undir nafni en aðstæðurnar voru líka krefjandi. 18. september 2025 09:31
Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Garpur Elísabetarson fór ásamt Þorsteini Mássyni, skipstjóra og framkvæmdastjóra, til Aðalvíkur á Hornströndum þar sem þeir gengu upp á fjöllin Darra, sem geymir rústir breskrar ratsjárstöðvar og Rit, einn fáfarnasta stað Hornstranda. 4. september 2025 07:02
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“