WestJet flýgur líka til Winnipeg og Edmonton Kanadíska flugfélagið WestJet hefur bætt við tveimur nýjum kanadískum áfangastöðum við áætlun sína til Keflavíkurflugvallar sumarið 2026. Flogið verður einu sinni í viku frá Edmonton og Winnipeg frá 28. júní. 18.11.2025 18:46
Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Ung Framsókn í Reykjavík skorar á Lilju Dögg Alfreðsdóttur að bjóða sig fram sem formann Framsóknarflokksins. 18.11.2025 18:01
Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, bæjarfulltrúi Vinstri grænna á Akureyri, vill leiða lista Vinstri grænna á Akureyri í sveitarstjórnarkosningum næsta vor. Jana Salóme leiddi lista flokksins í síðustu kosningum og er eini bæjarfulltrúi flokksins. 18.11.2025 17:40
Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Almannarómur safnar nú gögnum frá fyrirtækjum til að efla tungutak tengt ákveðnum atvinnugreinum. Halldór Benjamín Þorbergsson, stjórnarformaður Almannaróms, og Lilja Dögg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms, segja ekki sjálfsagt að þau tól sem við notum og tæknin tali íslensku en það sé mikilvægt að svo sé. 16.11.2025 14:20
Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Dröfn Vilhjálmsdóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur og umsjónarmaður Bókasafns Seljaskóla, er handhafi verðlauna Jónasar Hallgrímssonar í ár. Verðlaunin hlýtur hún fyrir óeigingjart starf sitt við að auka áhuga barna á íslensku menningarumhverfi og stuðla að auknum lestri þeirra á íslensku. Samtökin ‘78 hljóta einnig sérstaka viðurkenningu fyrir nýyrðasmíð og baráttu samtakanna fyrir tilvistarrétti hinsegin fólks innan tungumálsins. 16.11.2025 14:15
Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Yfir helmingur þeirra sem lést innanbæjar í bifreið á síðustu tuttugu árum var beltislaus. Árlegur alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa er nú haldinn í dag í fimmtánda sinn. Í ár er kastljósinu sérstaklega beint að bílbeltanotkun, sérstaklega meðal ungs fólk. 16.11.2025 11:09
Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Búist er við að Shabana Mahmood, innanríkisráðherra Bretlands, tilkynni breytingar á hæliskerfi Bretlands á mánudag til að róa vaxandi ótta vegna innflytjendamála í landinu. Samkvæmt breskum miðlum er búist við því að breytingar verði gerðar á félagslegum stuðningi við hælisleitendur og lengdur sá tími sem þeir þurfa að vera búsettir áður en þeir geta fengið varanlega búsetu. 16.11.2025 10:38
Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Vaxtamálið og áhrif á lánakjör, Evrópumál, lögfesting sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og baráttan fyrir íslenskunni í stafrænum heimi. Allt þetta og fleira til verður til umfjöllunar á Sprengisandi í dag. 16.11.2025 09:47
Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Að minnsta kosti 120 manns, flestir lögreglumenn, slösuðust þegar þúsundir gengu fylktu liði um Mexíkóborg í gær til að mótmæla ríkisstjórn Claudiu Sheinbaum, forseta Mexíkó, og ofbeldisfullum glæpum. Tuttugu voru handtekin á mótmælunum fyrir rán og líkamsárás samkvæmt frétt BBC. 16.11.2025 09:15
Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Marjorie Taylor Greene, sem var lengi einn helsti bandamaður og stuðningsmaður Donald Trump og MAGA-hreyfingarinnar, sagði í gær að einkarekið öryggisfyrirtæki hefði haft samband við sig „með viðvörunum um öryggi hennar“ eftir að Trump tilkynnti á föstudag að hann drægi til baka stuðning sinn við þingkonuna frá Georgíu. 16.11.2025 08:14