Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Bryan Kohberger hefur játað að hafa myrt fjóra herbergisfélaga í Idaho árið 2022. Það gerði hann til að komast hjá því að fá dauðarefsingu. Réttarhöld yfir Kohberger áttu að hefjast í ágúst. 2.7.2025 21:32
Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Algjör pattstaða ríkir á Alþingi. Viðræður um þinglok hafa ekki skilað árangri og á meðan halda maraþonumræður um veiðigjöld áfram. Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, segir umræður um þinglok mjakast áfram. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingkona Flokks fólksins, segir stjórnarandstöðuna setja ný viðmið sem ógni lýðræðinu. 2.7.2025 20:14
EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin EFTA-ríkin, Ísland, Noregur, Liechtenstein og Sviss, hafa náð samkomulagi við Mercosur-ríkin, sem samanstanda af Argentínu, Brasilíu, Paragvæ og Úrugvæ, um fríverslunarsamning. 2.7.2025 17:46
Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Mesta nýtingin á frístundakorti Reykjavíkur er meðal drengja á Kjalarnesi, 92 prósent, og sú versta meðal stúlkna á Kjalarnesi en aðeins rúmur helmingur stúlkna þar nýtir styrkinn. Þar á eftir er nýtingin verst í Efra-Breiðholti þar sem 67 prósent drengja nýta það og 63 prósent stúlkna. Nýtingin hefur aukist frá því að styrkurinn var fyrst gerður aðgengilegur 2012 úr um 75 prósent að meðaltali í um 80 prósent að meðaltali. 2.7.2025 06:32
Hommar mega enn ekki gefa blóð Samkynhneigðir karlmenn mega enn ekki gefa blóð á Íslandi. Fjallað var um það í fréttum í október á síðasta ári að búið væri að breyta reglugerð þannig að samkynhneigðir karlmenn mættu gefa blóð og að reglugerðin myndi taka gildi í dag, 1. júlí. 1.7.2025 23:17
Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Tjarnarbíó hefur komist að samkomulagi við Sindra Þór Sigríðarson um endurgreiðslu á fjármunum sem hann dró sér þegar hann sinnti starfi framkvæmdastjóra. Kæra sem lögð var fram vegna málsins í janúar hefur verið dregin til baka eftir að fyrstu greiðslur byrjuðu að berast. 1.7.2025 21:59
Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, slær á létta strengi á X síðdegis í dag og greinir frá því að hann hafi nú afhent fyrsta „Gyllta tappann“. Tappinn er tilvísun í ræðu sem hann flutti í febrúar um breytingar á lögum sem festu það í lög að tappar skyldu áfastir flöskum. 1.7.2025 21:48
Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Frá og með deginum í dag er þjónusta sérgreinalækna við börn án endurgjalds, óháð því hvort fyrir liggi tilvísun frá heilsugæslu eða ekki. Reglugerð Ölmu D. Möller heilbrigðisráðherra þessa efnis tók gildi í dag en tilkynnt var í maí um að tilvísanakerfið fyrir börn yrði afnumið. 1.7.2025 18:54
Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Hljómsveitin Of Monsters and Men gefur í dag út lagið Television Love. Fimm ár eru frá því að sveitin gaf síðast út lag. 1.7.2025 16:26
Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Heilbrigðisráðherra mun styrkja heilbrigðisþjónustu og bráðaviðbragð í Öræfum árið um kring. Starfshópur verður skipaður um verkefnið til að móta fyrirkomulag þess og á hann að skila tillögum til ráðherra í lok október. Frá þessu er greint í tilkynningu frá stjórnarráðinu. 1.7.2025 16:06