Fréttamaður

Lovísa Arnardóttir

Lovísa er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ölvun og há­vaði í heima­húsi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti að vanda fjölbreyttum verkefnum í gær og í nótt. Í dagbók kemur fram að lögregla hafi haft afskipti af nokkrum fjölda vegna ölvunar og gruns um akstur undir áhrifum. Þá var í þó nokkrum tilfellum tilkynnt um hávaða í heimahúsi sem lögregla hafði einnig afskipti af með því að biðja húsráðanda að hætta.

Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur

Niðurstöður úr nýrri lestrarkönnun, meðal Íslendinga 18 ára og eldri, sýna að þjóðin ver að jafnaði um klukkustund á dag í að lesa og/eða hlusta á bækur. Heildartíminn sem fólk ver í lestur hefur minnkað síðustu ár. Fleiri segjast ekki verja neinum tíma í lestur en áður, fleiri karlar en konur.

Bregðast ekki við bíla­stæða­vanda við skíða­svæði í Reykja­vík

Formaður umhverfis- og skipulagsráðs segir ekki til fjármagn til að bregðast við óþægindum sem íbúar í Dalhúsum í Grafarvogi verða fyrir vegna mikillar aðsóknar að skíðasvæðinu í Húsahverfi. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins harma að tillaga þeirra um úrbætur á svæðinu hafi verið felld á fundi ráðsins. 

Fagnar fimm­tugs­af­mæli með fyrstu tón­leikum Am­pop í á­tján ár

Hljómsveitin Ampop ætlar að koma fram í fyrsta sinn í 18 ár á morgun í fimmtugsafmæli trommuleikarans Jóns Geirs Jóhannssonar. Auk Ampop koma fram Skálmöld, Bris, Urmull, Klamedía X og Atarna sem eru allt hljómsveitir sem hann hefur verið í eða spilað með. Allur ágóði af miðasölu rennur til Vonarbrúar en tónleikarnir, og afmælið, fara fram í Austurbæjarbíó.

ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna

Willum Þór Þórsson, forseti ÍSÍ, segir kostnað við íþróttir barna til skoðunar innan sambandsins. Litið verði til Noregs við þá skoðun en nýlega kom út skýrsla í Noregi um kostnað við íþróttir barna. Willum segir félagsgjöld og ferðakostnað stærsta útgjaldaliðinn. Ábyrgð sjálfboðaliða sé meiri en áður og meiri kröfur gerðar til fagmennsku þjálfara.

„Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“

Ingibjörg Einarsdóttir segist enn í spennufalli eftir að hún fékk loks að tala við son sinn í gær um mánuði eftir að hún fylgdi honum í meðferð í Suður-Afríku. Sonur hennar hafði verið á stöðugri ferð í gegnum meðferðarkerfið á Íslandi í um sjö mánuði, með engum árangri, áður en hún ákvað að fara með hann út á meðferðarheimilið Healing Wings. Þrír íslenskir drengir eru þar í meðferð eins og er. 

Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað

Ekið var á tvö níu ára gömul börn um klukkan 14 í dag á gatnamótum Kirkjuteigs og Reykjavegar. Annað var á reiðhjóli. Um mánuður er síðan ekið var á annað barn á sama stað, á sama tíma, um klukkan 14. 

Milljón króna sekt fyrir að reka gisti­heimili án leyfis

Atvinnuvegaráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu um að leggja um milljón króna stjórnarvaldssekt á rekstraraðila gistiheimilis vegna þess að gistiheimilið var opnað og rekið án tilskilinna leyfa. Umsókn um leyfi var fyrst send árið 2017 en svo hafnað 2020. Ráðuneytið biðst velvirðingar á því í úrskurðinum hversu langan tíma tók að afgreiða málið.

Small­vil­le-leik­kona opnar sig í fyrsta sinn um að­komu sína að kyn­lífssér­trúarsöfnuðinum

Allison Mack, sem dæmd var í þriggja ára fangelsi fyrir aðkomu hennar að kynlífs-sértrúarsöfnuðinum Nxivm, (borið fram Nexium) hefur nú tjáð sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að söfnuðinum, hvernig hún plataði aðrar konur til að taka þátt og dóm sinn. Í nýrri sjö þátta hlaðvarpsseríu segist Mack ekki álíta sjálfa sig saklausa. Hún hafi treyst Keith Raniere, leiðtoga söfnuðarins, fullkomlega. Hún var hluti af söfnuðinum í tólf ár.

Sjá meira