fréttamaður

Kristján Már Unnarsson

Kristján Már er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Vestfirðingar vonast til að ná vopnum sínum

Opnunardagur Dýrafjarðarganga í haust var stór dagur á Vestfjörðum. Löng bílalestin við gangamunnann lýsti eftirvæntingunni. Um líkt leyti var vinna hafin við gerð nýs vegar yfir Dynjandisheiði og endurnýjun Vestfjarðavegar um Gufudalssveit.

Norskt flugfélag stefnir á rafknúið flug eftir fimm ár

Norska flugfélagið Widerøe, stærsta innanlandsflugfélag Skandinavíu, hefur tekið höndum saman við breska Rolls-Royce hreyflaframleiðandann og ítölsku flugvélaverksmiðjuna Tecnam um að koma rafknúinni flugvél í farþegaflug árið 2026. Verkefnið útvíkkar rannsóknaráætlun Rolls-Royce og Widerøe um sjálfbært flug og núverandi samstarf Rolls-Royce og Tecnam um P-Volt rafmagnsflugvélina.

Segir loðnuvertíðina stóran lottóvinning fyrir þjóðarbúið

Núna er áætlað að loðnuvertíðin skili yfir tuttugu milljarða króna útflutningsverðmætum. Þetta kom fram í viðtali við Gunnþór Ingvason, forstjóra Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, en þangað var Börkur NK í kvöld á leið með síðasta loðnufarm Austfjarða á þessari vertíð, 1.900 tonna farm. Þá virðist einungis Ísfélag Vestmannaeyja eiga eftir um þúsund tonn óveidd af sínum kvóta.

Á þessum bæ átti rekaviður stóran þátt í lífsafkomunni

Gamlar eyðijarðar geyma merkilegar minjar um horfna búskaparhætti, sem afkomendur síðustu bænda hlúa að. Þannig má víða á strandjörðum norðaustanlands vel sjá hvað nýting rekaviðar átti stóran þátt í lífsafkomu fólksins.

Sumargleðin hjá Ragga Bjarna reyndist örlagarík

Í vinalegum víkum í Svalbarðshreppi sunnan Raufarhafnar stunda bændur sauðfjárrækt og hlunnindabúskap og saga enn niður rekavið. Eyðijarðir eru nýttar af afkomendum síðustu bænda til orlofsdvalar yfir sumartímann.

Botnar í Meðallandi urðu eyja í Eldhrauni

Jörðin Botnar í Meðallandi hlaut einna sérkennlegust örlög í átta mánaða hamförum Skaftárelda á árunum 1783 til 1784 þegar hraunið frá Lakagígum flæddi ofan af hálendinu, um farvegi Skaftár og Hverfisfljóts, og yfir láglendissveitir. Botnar eru í dag nánast eins og eyja umgirt úfnum hraunum á alla kanta.

Sjá meira