Myndi vilja leggja sig hjá kúnum í Nátthaga og láta hrauna yfir sig Kristján Már Unnarsson skrifar 27. maí 2021 23:13 Guðbergur Bergsson rithöfundur smalaði kúm í Nátthaga á æskuárum í Ísólfsskála. Núna sér hann hraunið fara yfir átthagana. Egill Aðalsteinsson Guðbergur Bergsson rithöfundur heimsótti æskuslóðir sínar á Ísólfsskála í dag þar sem fornleifafræðingar frá Minjastofnun vinna í kappi við hraunrennslið að kanna fornminjar. Sjálfur skoðaði Guðbergur nýja hraunið í Nátthaga þar sem hann var kúasmali á yngri árum. Jörðin Ísólfsskáli stendur við Suðurstrandarveg austan Grindavíkur.Egill Aðalsteinsson Jörðinni Ísólfsskála er núna ógnað af hraunrennsli en þar er Guðbergur fæddur. Á heimreiðinni hitti hann tvo frændur sína, þá Val Helgason og Ársæl Ármannsson, sem fögnuðu honum með faðmlagi, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. „Ég fæddist hér. Síðasti maðurinn sem fæðist hér, næstum fyrir níutíu árum,“ segir Guðbergur en hann er heiðursborgari Grindavíkur. Guðbergur með frændum sínum, þeim Ársæli Ármannssyni og Vali Helgasyni, á heimreiðinni að Ísólfsskála. Guðni Þorbjörnsson ljósmyndar hópinn.Egill Aðalsteinsson Að Ísólfsskála mættu einnig fjórir fornleifafræðingar frá Minjastofnun Íslands, að vinna í kappi við tímann. „Já, því miður. Það er svona hætta á því að hraunið komi hingað niður eftir, nema þeir finni einhverja aðra leið fyrir það. Þannig að við erum svona að reyna að vera með fyrirbyggjandi aðgerðir,“ segir Agnes Stefánsdóttir, deildarstjóri og fornleifafræðingur hjá Minjastofnun. Agnes Stefánsdóttir er fornleifafræðingur hjá Minjastofnun Íslands.Egill Aðalsteinsson Hún segir jörðina geyma fjölda merkra minja. Þær merkustu séu kannski þær sem tengjast sögu útræðis, eins og fiskbyrgin í hrauninu austan við bæinn, en þar séu einnig hlaðnir garðar. „Það er alveg ótrúlegt magn af hleðslum þarna á svæði sem er rosalega erfitt að fara yfir,“ segir Agnes. Guðbergur hafði mestan áhuga á að fara inn í Nátthaga að sjá nýja hraunið en þangað fór hann oft á æskuárum að sækja kýrnar. „Ég á minningar með kúnum. Því að þær komu hingað og áttu hér ból. Þær týndust oft og þá vissi maður nokkurn veginn að þær myndu fara upp í Nátthaga,“ rifjar Guðbergur upp. Guðbergur horfir á hraunið skríða niður í Nátthaga í dag.Egill Aðalsteinsson Í dag sá hann rauðglóandi hraunárnar steypast niður í Nátthaga. -Þetta hlýtur að vera skrítin tilfinning? „Ég vildi bara að kýrnar væru hérna og leggðu sig hjá hrauninu. Þá myndi ég leggja mig hjá kúnum og hrauninu. Og láta hrauna yfir mig,“ svarar Guðbergur, sposkur á svip. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landeigendur Hrauns við Grindavík hafa einnig mátt sjá á eftir fyrrum nytjalandi undir hraun, eins og fjallað var um í þessari frétt fyrir tveimur mánuðum: Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Náttúruhamfarir Fornminjar Landbúnaður Tengdar fréttir Kannski ætti fólkið líka að hafa tilverurétt, ekki bara náttúran Formaður Landeigendafélags Ísólfsskála óttast að umræða um náttúrurask verði til þess að yfirvöld heykist á því að verja jörðina með varnargörðum og segir mannfólkið einnig hafa tilverurétt. 26. maí 2021 20:10 Segir alveg skelfilegt að sjá hraunið stefna á Ísólfsskála Talsmaður landeigenda Ísólfsskála segir alveg skelfilegt að hraun stefni núna á bæjarstæðið og hvetur til þess að reynt verði bægja því frá með rásum. 25. maí 2021 22:44 Landeigandi segir jarðeldana hafa komið upp í haugi Ísólfs Einn af landeigendum Geldingadala segir eldgosið hafa komið upp á haugi Ísólfs landnámsmanns og því sé alveg eins gott að kenna eldstöðina við Ísólf. Verið er að bæta göngu- og akstursleiðir að svæðinu en veðurspá helgarinnar er hins vegar afleit. 25. mars 2021 22:01 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Jörðin Ísólfsskáli stendur við Suðurstrandarveg austan Grindavíkur.Egill Aðalsteinsson Jörðinni Ísólfsskála er núna ógnað af hraunrennsli en þar er Guðbergur fæddur. Á heimreiðinni hitti hann tvo frændur sína, þá Val Helgason og Ársæl Ármannsson, sem fögnuðu honum með faðmlagi, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. „Ég fæddist hér. Síðasti maðurinn sem fæðist hér, næstum fyrir níutíu árum,“ segir Guðbergur en hann er heiðursborgari Grindavíkur. Guðbergur með frændum sínum, þeim Ársæli Ármannssyni og Vali Helgasyni, á heimreiðinni að Ísólfsskála. Guðni Þorbjörnsson ljósmyndar hópinn.Egill Aðalsteinsson Að Ísólfsskála mættu einnig fjórir fornleifafræðingar frá Minjastofnun Íslands, að vinna í kappi við tímann. „Já, því miður. Það er svona hætta á því að hraunið komi hingað niður eftir, nema þeir finni einhverja aðra leið fyrir það. Þannig að við erum svona að reyna að vera með fyrirbyggjandi aðgerðir,“ segir Agnes Stefánsdóttir, deildarstjóri og fornleifafræðingur hjá Minjastofnun. Agnes Stefánsdóttir er fornleifafræðingur hjá Minjastofnun Íslands.Egill Aðalsteinsson Hún segir jörðina geyma fjölda merkra minja. Þær merkustu séu kannski þær sem tengjast sögu útræðis, eins og fiskbyrgin í hrauninu austan við bæinn, en þar séu einnig hlaðnir garðar. „Það er alveg ótrúlegt magn af hleðslum þarna á svæði sem er rosalega erfitt að fara yfir,“ segir Agnes. Guðbergur hafði mestan áhuga á að fara inn í Nátthaga að sjá nýja hraunið en þangað fór hann oft á æskuárum að sækja kýrnar. „Ég á minningar með kúnum. Því að þær komu hingað og áttu hér ból. Þær týndust oft og þá vissi maður nokkurn veginn að þær myndu fara upp í Nátthaga,“ rifjar Guðbergur upp. Guðbergur horfir á hraunið skríða niður í Nátthaga í dag.Egill Aðalsteinsson Í dag sá hann rauðglóandi hraunárnar steypast niður í Nátthaga. -Þetta hlýtur að vera skrítin tilfinning? „Ég vildi bara að kýrnar væru hérna og leggðu sig hjá hrauninu. Þá myndi ég leggja mig hjá kúnum og hrauninu. Og láta hrauna yfir mig,“ svarar Guðbergur, sposkur á svip. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landeigendur Hrauns við Grindavík hafa einnig mátt sjá á eftir fyrrum nytjalandi undir hraun, eins og fjallað var um í þessari frétt fyrir tveimur mánuðum:
Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Náttúruhamfarir Fornminjar Landbúnaður Tengdar fréttir Kannski ætti fólkið líka að hafa tilverurétt, ekki bara náttúran Formaður Landeigendafélags Ísólfsskála óttast að umræða um náttúrurask verði til þess að yfirvöld heykist á því að verja jörðina með varnargörðum og segir mannfólkið einnig hafa tilverurétt. 26. maí 2021 20:10 Segir alveg skelfilegt að sjá hraunið stefna á Ísólfsskála Talsmaður landeigenda Ísólfsskála segir alveg skelfilegt að hraun stefni núna á bæjarstæðið og hvetur til þess að reynt verði bægja því frá með rásum. 25. maí 2021 22:44 Landeigandi segir jarðeldana hafa komið upp í haugi Ísólfs Einn af landeigendum Geldingadala segir eldgosið hafa komið upp á haugi Ísólfs landnámsmanns og því sé alveg eins gott að kenna eldstöðina við Ísólf. Verið er að bæta göngu- og akstursleiðir að svæðinu en veðurspá helgarinnar er hins vegar afleit. 25. mars 2021 22:01 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Kannski ætti fólkið líka að hafa tilverurétt, ekki bara náttúran Formaður Landeigendafélags Ísólfsskála óttast að umræða um náttúrurask verði til þess að yfirvöld heykist á því að verja jörðina með varnargörðum og segir mannfólkið einnig hafa tilverurétt. 26. maí 2021 20:10
Segir alveg skelfilegt að sjá hraunið stefna á Ísólfsskála Talsmaður landeigenda Ísólfsskála segir alveg skelfilegt að hraun stefni núna á bæjarstæðið og hvetur til þess að reynt verði bægja því frá með rásum. 25. maí 2021 22:44
Landeigandi segir jarðeldana hafa komið upp í haugi Ísólfs Einn af landeigendum Geldingadala segir eldgosið hafa komið upp á haugi Ísólfs landnámsmanns og því sé alveg eins gott að kenna eldstöðina við Ísólf. Verið er að bæta göngu- og akstursleiðir að svæðinu en veðurspá helgarinnar er hins vegar afleit. 25. mars 2021 22:01