Þetta borskip er á leið til Íslands í dýran leiðangur Kristján Már Unnarsson skrifar 30. maí 2021 21:21 Rannsóknaskipið Joides Resolution. Borturn skipsins nálgast hæð Hallgrímskirkjuturns. IODP,/WILLIAM CRAWFORD Borskipið Joides Resolution er væntanlegt til Reykjavíkur um næstu helgi til að sinna rannsóknarborunum á Reykjaneshrygg. Háskóli Íslands kemur að alþjóðlegum vísindaleiðangri skipsins, sem áætlað er að standi í sextíu daga. Áformað er að bora allt að sjö rannsóknarholur á Reykjaneshrygg.KORT/IODP Rannsaka á bergfræði Reykjaneshryggs 30 milljón ár aftur í tímann, setlagamyndun og þróun jarðhita. Leiðangurinn er einhver sá dýrasti á sviði hafsbotnsrannsókna sem ráðist hefur verið í á hafsvæðum við Ísland. Hver dagur kostar á milli 25 og 40 milljónir króna. Leiðangurinn átti upphaflega að vera síðastliðið sumar en honum var þá frestað vegna covid-19 heimsfaraldursins. Venjulega eru um eða yfir eitthundrað manns um borð í skipinu í slíkum leiðöngrum, allt að 65 manns í áhöfn og allt að 50 vísinda- og tæknimenn. Vegna faraldursins verða mun færri á skipinu og engir vísindahópar. Leiðangursstjórinn, Leah LeVay, verður raunar eini vísindamaðurinn um borð. „Borun á Reykjaneshrygg verður framkvæmd af tækniáhöfn skipsins,“ segir Bryndís Brandsdóttir, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands, sem heldur utan um verkefnið fyrir Íslands hönd. Bryndís Brandsdóttir, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands, kemur að borverkefninu á Reykjaneshrygg fyrir Íslands hönd.Egill Aðalsteinsson Skipið var í dag við Azoreyjar eftir siglingu frá Höfðaborg í Suður-Afríku en þaðan liggur leið þess til Reykjavíkur. Samkvæmt vef Faxaflóahafna er gert ráð fyrir skipinu í höfn næstkomandi laugardag, 5. júní, og á það að leggjast að Skarfabakka í Sundahöfn klukkan 16. Brottför er síðan skráð þann 11. júní. Leiðangursstjórinn Leah LeVay áætlar þó að skipið komi til Reykjavíkur degi seinna, sunnudaginn 6. júní. Ráðgert er að skipið verði svo aftur í Reykjavík dagana 6. til 11. ágúst í lok leiðangursins. Joides Resolution var upphaflega smíðað árið 1978 til olíuborana en var sex árum síðar breytt í rannsóknarskip. Það er um 9.700 tonn að þyngd, 143 metra langt og borturninn ofan á því slagar upp í hæð Hallgrímskirkjuturns, nær upp í 62 metra hæð. Það getur borað allt að 2.100 metra djúpar holur í berggrunninn á allt að 5.800 metra hafsdýpi. Skipið þjónar fjölþjóðlegu vísindasamstarfi á sviði hafsbotnsrannsókna, The International Ocean Discovery Program, IODP, og er rekstur þess kostaður af 23 þátttökuþjóðum. Jarðvísindadeild Texas-háskóla heldur utan um rekstur skipsins. Rætt var við Bryndisi Brandsdóttur um leiðangurinn fyrir ári í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér: Vísindi Háskólar Eldgos og jarðhræringar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ísland fær mikið fyrir peninginn þegar borskipið kemur að bora Tveir alþjóðaleiðangrar á borskipi, sem nú eru í undirbúningi, gætu orðið einhverjir dýrustu vísindaleiðangrar í sögu rannsókna við Ísland. Til stóð að borskipið kæmi í næsta mánuði en núna er ljóst að kórónufaraldurinn raskar tímaáætlun skipsins. 22. maí 2020 09:38 Hyggst senda borskip á Jan Mayen-hrygginn Olíustofnun Noregs hefur leigt tvö skip til hljóðbylgjumælinga á Jan Mayen-hryggnum í sumar og hyggst í framhaldinu senda borskip þangað til rannsóknarborana þarnæsta sumar. 28. janúar 2012 18:58 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Áformað er að bora allt að sjö rannsóknarholur á Reykjaneshrygg.KORT/IODP Rannsaka á bergfræði Reykjaneshryggs 30 milljón ár aftur í tímann, setlagamyndun og þróun jarðhita. Leiðangurinn er einhver sá dýrasti á sviði hafsbotnsrannsókna sem ráðist hefur verið í á hafsvæðum við Ísland. Hver dagur kostar á milli 25 og 40 milljónir króna. Leiðangurinn átti upphaflega að vera síðastliðið sumar en honum var þá frestað vegna covid-19 heimsfaraldursins. Venjulega eru um eða yfir eitthundrað manns um borð í skipinu í slíkum leiðöngrum, allt að 65 manns í áhöfn og allt að 50 vísinda- og tæknimenn. Vegna faraldursins verða mun færri á skipinu og engir vísindahópar. Leiðangursstjórinn, Leah LeVay, verður raunar eini vísindamaðurinn um borð. „Borun á Reykjaneshrygg verður framkvæmd af tækniáhöfn skipsins,“ segir Bryndís Brandsdóttir, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands, sem heldur utan um verkefnið fyrir Íslands hönd. Bryndís Brandsdóttir, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands, kemur að borverkefninu á Reykjaneshrygg fyrir Íslands hönd.Egill Aðalsteinsson Skipið var í dag við Azoreyjar eftir siglingu frá Höfðaborg í Suður-Afríku en þaðan liggur leið þess til Reykjavíkur. Samkvæmt vef Faxaflóahafna er gert ráð fyrir skipinu í höfn næstkomandi laugardag, 5. júní, og á það að leggjast að Skarfabakka í Sundahöfn klukkan 16. Brottför er síðan skráð þann 11. júní. Leiðangursstjórinn Leah LeVay áætlar þó að skipið komi til Reykjavíkur degi seinna, sunnudaginn 6. júní. Ráðgert er að skipið verði svo aftur í Reykjavík dagana 6. til 11. ágúst í lok leiðangursins. Joides Resolution var upphaflega smíðað árið 1978 til olíuborana en var sex árum síðar breytt í rannsóknarskip. Það er um 9.700 tonn að þyngd, 143 metra langt og borturninn ofan á því slagar upp í hæð Hallgrímskirkjuturns, nær upp í 62 metra hæð. Það getur borað allt að 2.100 metra djúpar holur í berggrunninn á allt að 5.800 metra hafsdýpi. Skipið þjónar fjölþjóðlegu vísindasamstarfi á sviði hafsbotnsrannsókna, The International Ocean Discovery Program, IODP, og er rekstur þess kostaður af 23 þátttökuþjóðum. Jarðvísindadeild Texas-háskóla heldur utan um rekstur skipsins. Rætt var við Bryndisi Brandsdóttur um leiðangurinn fyrir ári í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér:
Vísindi Háskólar Eldgos og jarðhræringar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ísland fær mikið fyrir peninginn þegar borskipið kemur að bora Tveir alþjóðaleiðangrar á borskipi, sem nú eru í undirbúningi, gætu orðið einhverjir dýrustu vísindaleiðangrar í sögu rannsókna við Ísland. Til stóð að borskipið kæmi í næsta mánuði en núna er ljóst að kórónufaraldurinn raskar tímaáætlun skipsins. 22. maí 2020 09:38 Hyggst senda borskip á Jan Mayen-hrygginn Olíustofnun Noregs hefur leigt tvö skip til hljóðbylgjumælinga á Jan Mayen-hryggnum í sumar og hyggst í framhaldinu senda borskip þangað til rannsóknarborana þarnæsta sumar. 28. janúar 2012 18:58 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Ísland fær mikið fyrir peninginn þegar borskipið kemur að bora Tveir alþjóðaleiðangrar á borskipi, sem nú eru í undirbúningi, gætu orðið einhverjir dýrustu vísindaleiðangrar í sögu rannsókna við Ísland. Til stóð að borskipið kæmi í næsta mánuði en núna er ljóst að kórónufaraldurinn raskar tímaáætlun skipsins. 22. maí 2020 09:38
Hyggst senda borskip á Jan Mayen-hrygginn Olíustofnun Noregs hefur leigt tvö skip til hljóðbylgjumælinga á Jan Mayen-hryggnum í sumar og hyggst í framhaldinu senda borskip þangað til rannsóknarborana þarnæsta sumar. 28. janúar 2012 18:58