Fréttamaður

Kristín Ólafsdóttir

Kristín er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sögurnar of margar til að rengja þær

Þrjár sendingar af svokölluðum byrlunarvökva hafa verið stöðvaðar í tollinum það sem af er ári. Byrlunarlyf hafa aldrei greinst við blóðprufu en verkefnastjóri neyðarmóttöku segir þó ljóst að konum sé byrlað ólyfjan úti í samfélaginu. Frásagnirnar séu hreinlega of margar til að ástæða sé til að rengja þær.

For­eldrar ekki að missa móðinn

Í dag komu foreldrar barna, sem ekki fá pláss á leikskólum Reykjavíkurborgar, með börn sín á palla ráðhússins og mótmæltu ástandinu í leikskólamálum. Öllu færri mættu í dag en á fyrri tvö mótmælin sem haldin hafa verið. Foreldrar þvertaka þó fyrir að þeir séu að missa móðinn.

Á­fall þegar hún sá myndir af hryssunum sínum í fjöl­miðlum

Fyrrverandi eigandi þriggja hrossa úr stóði, sem sagt er hafa sætt illri meðferð núverandi eigenda, segir það hafa verið gríðarlegt áfall að sjá myndir af hrossunum í fjölmiðlum í gær. Hún leitar nú leiða til að fá hrossin aftur til sín.

Lögreglumenn fóru að bænum í gærkvöldi

Lögregla á Vesturlandi segir enga kæru hafa borist vegna máls hrossaræktenda, sem sakaðir hafa verið um illa meðferð á skepnum sínum, í nágrenni Borgarnes. Málið hafi hins vegar verið tilkynnt til lögreglu í ágúst og í gærkvöldi hafi lögreglumenn sinnt útkalli að bænum. 

Sorglegt að ekki hafi tekist að hemja faraldur andláta

Sorglegt er að ekki hafi tekist að koma böndum á faraldur lyfjatengdra andláta þrátt fyrir viðamiklar aðgerðir, segir yfirlæknir á bráðamóttöku. Aldrei hafa fleiri látist vegna lyfjaeitrunar en á síðasta ári.

Virðist sem lausu plássin hafi ekki hentað foreldrum

Borgin segir ekki standa til að loka leikskólanum Bakka í Grafarvogi heldur sé verið að leita leiða til að nýta húsnæðið sem best. Formaður skóla- og frístundaráðs segir að laus pláss hafi verið kynnt foreldrum en þau virðist ekki hafa hentað. Foreldri segir megna óánægju með fyrirkomulagið meðal foreldra.

Gosinu lík­lega lokið en langt frá því að vera styst eða minnst

Allt bendir til þess að eldgosinu sem hófst í Meradölum þriðja ágúst sé lokið, að sögn eldfjallafræðings. Vika er í dag síðan virkni lagðist niður. Þetta sé ekki sambærilegt goshléum sem urðu í eldgosinu í fyrra en þá stöðvaðist virknin stundum snögglega áður en næsta hrina hófst. Nú hafi aðdragandinn hins vegar verið langur og virkni dvínað jafnt og þétt.

Sjá meira