„Þetta er bara mjög óheppilegt“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. desember 2022 15:01 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. Vísir/vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir afgreiðslu meirihluta fjárlaganefndar á viðbótarstyrkjum, sem ætlaðir voru sjónvarpsframleiðslu á landsbyggðinni, óheppilega. Tillögu meirihluta fjárlaganefndar um hundrað milljón króna stuðning við rekstur fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigin efni fyrir sjónvarpsstöð var mætt með verulegri gagnrýni þegar upplýst var í gær að hún var lögð fram í kjölfar beiðnar framkvæmdastjóra norðlenska fjölmiðlafyrirtækisins N4. Framkvæmdastjórinn, María Björk Ingvadóttir, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hún hefði sent erindið á nefndina að sérstakri beiðni Ingibjargar Isaksen, þingmanns Framsóknar í norðausturkjördæmi. Sigurður Ingi setur fyrirvara við skýringar Maríu. „Ég held að þetta sé nú oftúlkun,“ segir ráðherrann. Það komi oft fyrir að þingmenn beini því til fólks í samfélaginu að leita stuðnings í ráðuneytum eða á þinginu. „Það er fullkomlega eðlilegt og ég held að það geri það nánast allir kjörnir fulltrúar á hverjum degi. [...] Ef einhver kemur að máli við þig og spyr: Hvar get ég leitað eftir stuðningi? Þá reynir þú eðlilega sem kjörinn fulltrúi að beina því þangað sem þú heldur að viðkomandi geti fengið einhvern stuðning.“ En hvaða mat leggur Sigurður Ingi á málið í heild sinni? „Þetta er bara mjög óheppilegt og ég held á margan hátt vanhugsað. Ég skil vel áherslur fjárlaganefndar meirihlutans á að staða fjölmiðla almennt sé slæm, og sérstaklega slæm á landsbyggðinni. Og það hafi verið hugmyndin.. Og mér sýnist þau bara að árétta það í þessu framhaldsnefndaráliti.“ Fjölmiðlar Framsóknarflokkurinn Styrkbeiðni N4 Fjárlagafrumvarp 2023 Alþingi Tengdar fréttir Hundrað milljónirnar fara í almenna styrki til fjölmiðla Menningar- og viðskiptaráðherra segir að hundrað milljónir króna sem meirihluti fjárlaganefndar lagði upphaflega til að rynni til fjölmiðla á landsbyggðinni fari í almennt styrkjakerfi fyrir fjölmiðla. Styrkirnir hækki þannig úr tæpum 400 milljónum í tæpar 500 milljónir á næsta ári. 15. desember 2022 19:06 Bréfið sem leiddi til hundrað milljóna króna styrks birtist ekki fyrir mistök María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri N4, lagði til í bréfi sínu til fjárlaganefndar Alþingis að starfsemi RÚV utan höfuðborgarsvæðisins yrði lögð niður. Starfsmenn þeirra stöðva yrðu færðir undir nýja sjónvarpsstöð sem yrði stofnuð á grunni N4. Þetta kemur fram í bréfinu sem loks hefur verið birt á vef Alþingis. 15. desember 2022 13:01 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Sjá meira
Tillögu meirihluta fjárlaganefndar um hundrað milljón króna stuðning við rekstur fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigin efni fyrir sjónvarpsstöð var mætt með verulegri gagnrýni þegar upplýst var í gær að hún var lögð fram í kjölfar beiðnar framkvæmdastjóra norðlenska fjölmiðlafyrirtækisins N4. Framkvæmdastjórinn, María Björk Ingvadóttir, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hún hefði sent erindið á nefndina að sérstakri beiðni Ingibjargar Isaksen, þingmanns Framsóknar í norðausturkjördæmi. Sigurður Ingi setur fyrirvara við skýringar Maríu. „Ég held að þetta sé nú oftúlkun,“ segir ráðherrann. Það komi oft fyrir að þingmenn beini því til fólks í samfélaginu að leita stuðnings í ráðuneytum eða á þinginu. „Það er fullkomlega eðlilegt og ég held að það geri það nánast allir kjörnir fulltrúar á hverjum degi. [...] Ef einhver kemur að máli við þig og spyr: Hvar get ég leitað eftir stuðningi? Þá reynir þú eðlilega sem kjörinn fulltrúi að beina því þangað sem þú heldur að viðkomandi geti fengið einhvern stuðning.“ En hvaða mat leggur Sigurður Ingi á málið í heild sinni? „Þetta er bara mjög óheppilegt og ég held á margan hátt vanhugsað. Ég skil vel áherslur fjárlaganefndar meirihlutans á að staða fjölmiðla almennt sé slæm, og sérstaklega slæm á landsbyggðinni. Og það hafi verið hugmyndin.. Og mér sýnist þau bara að árétta það í þessu framhaldsnefndaráliti.“
Fjölmiðlar Framsóknarflokkurinn Styrkbeiðni N4 Fjárlagafrumvarp 2023 Alþingi Tengdar fréttir Hundrað milljónirnar fara í almenna styrki til fjölmiðla Menningar- og viðskiptaráðherra segir að hundrað milljónir króna sem meirihluti fjárlaganefndar lagði upphaflega til að rynni til fjölmiðla á landsbyggðinni fari í almennt styrkjakerfi fyrir fjölmiðla. Styrkirnir hækki þannig úr tæpum 400 milljónum í tæpar 500 milljónir á næsta ári. 15. desember 2022 19:06 Bréfið sem leiddi til hundrað milljóna króna styrks birtist ekki fyrir mistök María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri N4, lagði til í bréfi sínu til fjárlaganefndar Alþingis að starfsemi RÚV utan höfuðborgarsvæðisins yrði lögð niður. Starfsmenn þeirra stöðva yrðu færðir undir nýja sjónvarpsstöð sem yrði stofnuð á grunni N4. Þetta kemur fram í bréfinu sem loks hefur verið birt á vef Alþingis. 15. desember 2022 13:01 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Sjá meira
Hundrað milljónirnar fara í almenna styrki til fjölmiðla Menningar- og viðskiptaráðherra segir að hundrað milljónir króna sem meirihluti fjárlaganefndar lagði upphaflega til að rynni til fjölmiðla á landsbyggðinni fari í almennt styrkjakerfi fyrir fjölmiðla. Styrkirnir hækki þannig úr tæpum 400 milljónum í tæpar 500 milljónir á næsta ári. 15. desember 2022 19:06
Bréfið sem leiddi til hundrað milljóna króna styrks birtist ekki fyrir mistök María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri N4, lagði til í bréfi sínu til fjárlaganefndar Alþingis að starfsemi RÚV utan höfuðborgarsvæðisins yrði lögð niður. Starfsmenn þeirra stöðva yrðu færðir undir nýja sjónvarpsstöð sem yrði stofnuð á grunni N4. Þetta kemur fram í bréfinu sem loks hefur verið birt á vef Alþingis. 15. desember 2022 13:01