Sjá fram á meiri arðsemi af nýjum verkefnum Reita og mæla með kaupum Nýjar fjárfestingar eru að skila Reitum auknum tekjum og útlit er fyrir meiri framtíðarvöxt á næstu árum en áður var ráðgert, samkvæmt nýrri greiningu, og fjárfestum er ráðlagt að bæta við sig í fasteignafélaginu. 14.9.2025 12:32
„Íslandsbanki þarf að ná fram frekara kostnaðarhagræði á næstum árum“ Á næstu árum þarf Íslandsbanki að ná fram meira kostnaðarhagræði í rekstrinum en hækkun á verðbólgu á öðrum fjórðungi hafði umtalsverð jákvæð áhrif á afkomu bankans. Samkvæmt nýrri greiningu er verðlagning Íslandsbanka í „lægri kanti“ á markaði. 13.9.2025 12:50
„Allt í boði“ með einföldun regluverks sem minnkar verulega þróunarkostnað Áform eftirlitsstofnana beggja vegna Atlantshafsins um að einfalda regluverk og kröfur þegar kemur að klínískum rannsóknum á líftæknilyfjum mun minnka verulega þróunarkostnað og leiða til þess að það verður arðbærara að fara í þróun á mun fleiri hliðstæðum en áður, að sögn forstjóra Alvotech. Hann er afar gagnrýninn á einkaleyfakerfið í Bandaríkjunum, sem búi til hindranir fyrir innkomu líftæknilyfjafélaga, og þá skaði það mjög samkeppnisumhverfið hvernig framleiðendur frumlyfja fái að „læsa markaðinum“ í aðdraganda þess að einkaleyfi þeirra rennur út. 12.9.2025 12:09
Samkeppniseftirlitið aðhefst ekkert vegna kvörtunar í garð Nasdaq Samkeppniseftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekki séu forsendur fyrir því að beita íhlutun vegna kvörtunar frá Verðbréfamiðstöð Íslands gagnvart háttsemi Nasdaq CSD er tengist skilyrðum sem það setur fyrir flutningi verðbréfa. 11.9.2025 15:39
Fyrrverandi forstjóri Icelandair fer fyrir samninganefnd félagsins við flugmenn Fyrrverandi forstjóri Icelandair til margra á ára hefur nýlega tekið við formennsku í samninganefnd Icelandair við flugmenn en kjarasamningar allra flugstétta félagsins eru að renna út núna á næstunni. 11.9.2025 15:11
Vilja að ráðherra fái heimild til að hefja sölu á hlutum ríkisins í Landsbankanum Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp um að fjármála- og efnahagsráðherra fái heimild til að selja eignarhluti ríkissjóðs í Landsbankanum í gegnum almennt markaðssett útboð, sambærilegt því og var gert í nýafstaðinni sölu á Íslandsbanka. Greinendur hafa áætlað að virði alls eignarhlutar ríkisins í Landsbankanum gæti verið yfir 350 milljarðar. 11.9.2025 09:58
„Mikil vonbrigði“ að bankarnir í eigendahópi VBM nýti sér ekki þjónustu félagsins Á hluthafafundi Verðbréfamiðstöðvar Íslands í sumar, sem hefur á undanförnum árum reynt að ná markaðshlutdeild af Nasdaq hér á landi án árangurs, var meðal annars lýst yfir „miklum vonbrigðum“ að stóru bankarnir sem eru í eigendahópnum væru ekki að beina viðskiptum sínum til félagsins. 10.9.2025 17:19
Miklar launahækkanir hafa haldið innlendum hluta verðbólgunnar „lifandi“ Að undanförnu hefur munurinn á milli innlendrar og innfluttrar vöruverðbólgu farið töluvert vaxandi en þar eru greinileg áhrif mikilla launahækkana sem hafa haldið innlendum hluta verðbólgunnar „lifandi“ og unnið þannig gegn hjöðnun hennar, að sögn varaseðlaseðlabankastjóra peningastefnu. Löskuð kjölfesta verðbólguvæntinga hefur kallað á harðari viðbrögð Seðlabankans en í flestum öðrum iðnríkjum og áhrifin af beitingu peningastefnunnar á verðbólgu taki lengri tíma að koma fram. 10.9.2025 11:29
Aron tekur við sem forstöðumaður fjárfestinga hjá Eik Aron Þórður Albertsson, sem starfaði síðast í fyrirtækjaráðgjöf Arion banka, hefur tekið við nýrri stöðu hjá fasteignafélaginu Eik sem forstöðumaður fjárfestinga. 9.9.2025 16:12
Kæmi „verulega á óvart“ ef fjármögnunin hjá Play væri ekki sú síðasta í langan tíma Play er ekki að fara draga saman seglin frekar en það sem kynnt hefur verið samhliða umbreytingu á viðskiptalíkani félagsins, að sögn forstjórans, sem telur að „mikill“ afkomubati sé í kortunum og það kæmi honum því „verulega á óvart“ ef nýafstaðin fjármögnun væri ekki sú síðasta í langan tíma. Hann viðurkennir að það hefðu verið margir kostir við að afskrá flugfélagið úr Kauphöllinni, eins og meðal annars færri ástæður til að skrifa fréttir um fyrirtækið oft byggðar á „litlum og jafnvel úreltum“ upplýsingum, en hins vegar var skýr krafa meðal lykilfjárfesta að Play yrði áfram á markaði. 9.9.2025 14:09