Verulega dregur úr stöðutöku fjárfesta með krónunni eftir mikla gengisstyrkingu Framvirk staða fjárfesta og fyrirtækja með krónunni hefur ekki verið minni frá því undir lok faraldursins eftir að hafa dregist verulega saman á allra síðustu mánuðum samhliða skarpri gengisstyrkingu, meðal annars vegna kaupa erlendra sjóða á íslenskum verðbréfum. Lífeyrissjóðirnir fóru á sama tíma að auka á ný við fjárfestingar sínar erlendis en útlit er fyrir að hrein gjaldeyriskaup sjóðanna á yfirstandandi ári verði sambærileg að umfangi og í fyrra. 23.12.2024 11:37
Samkaup ætlar að auka hlutafé sitt um einn milljarð eftir mikið tap á árinu Hluthafar Samkaupa, sem hefur núna boðað sameiningu við Heimkaup, hafa samþykkt að ráðast í hlutafjáraukningu upp á samtals liðlega einn milljarð króna eftir erfitt rekstrarár en útlit er fyrir að heildartap matvörukeðjunnar muni nema mörg hundruð milljónum. Þá hefur fjárfestingafélagið SKEL fengið Guðjón Kjartansson, sem starfaði um árabil meðal annars í fyrirtækjaráðgjöf Arion banka, sem fulltrúa sinn í stjórn Samkaupa. 20.12.2024 12:51
Engar forsendur fyrir því að raforkuverð til heimila „stökkbreytist“ næstu tvö árin Sölufyrirtæki með raforku hafa nú þegar keypt að stórum hluta allrar þeirrar orku sem þarf til að mæta eftirspurn almennra notenda til næstu tveggja ára og miðað við meðalverðið í þeim viðskiptum eru engar forsendur fyrir því, að mati Landsvirkjunar, að raforkuverð eigi eftir að „stökkbreytast“ á því tímabili. Sérfræðingar orkufyrirtækisins vekja athygli á því að rafmyntagröftur er á „hraðri útleið“ á Íslandi og vegna þessa hefur raforkunotkun gagnavera minnkað um meira en helming á skömmum tíma. 18.12.2024 13:35
Sala eigna og bjartari rekstraráætlun hækkar verðmatið á Heimum Þrátt fyrir mikla siglingu á hlutabréfaverði Heima í Kauphöllinni að undanförnu, meðal annars drifið áfram af endurkaupum, væntingum um frekari vaxtalækkanir og bættri rekstrarafkomu, þá er fasteignafélagið enn nokkuð undirverðlagt á markaði, að mati greinenda. Verðmatið á Heimum hefur verið hækkað en félagið gaf nýlega út jákvæða afkomuviðvörun og seldi frá sér eignir utan kjarnasvæða. 17.12.2024 14:35
Verðbólguvæntingar heimila og fyrirtækja nálgast sömu gildi og fyrir faraldur Ný könnun á verðbólguvæntingum fyrirtækja og heimila, bæði til skemmri og lengri tíma, sýnir að þær halda áfram að lækka skarpt og eru núna að nálgast sömu slóðir og fyrir farsóttina í upphafi ársins 2020. Nokkur samstaða er á meðal greinenda og hagfræðinga um verðbólguþróunina í desember og miðað við spár er útlit fyrir að hún muni haldast nánast óbreytt milli mánaða en verði síðan komin undir fjögur prósent snemma á nýju ári. 16.12.2024 15:37
Lífeyrissjóðir setja stefnuna á auknar fjárfestingar í erlendum hlutabréfum Þrír lífeyrissjóðir, sem eru samanlagt með um þúsund milljarða eignir í stýringu, setja allir stefnuna á að auka talsvert við vægi sitt í erlendum hlutabréfum á nýju ári á meðan minni áhersla verður á hlutabréfin hér heima. Fyrr á árinu færði Lífsverk stýringu á séreignarleiðum upp á tugi milljarða innanhús til sjóðsins samhliða því að setja stóraukna áherslu á fjárfestingar í erlendum hlutabréfum. 13.12.2024 12:46
Stjórnvöld þurfi að sýna að erlendir fjárfestar séu velkomnir á Íslandi Stjórnandi hjá franska sjóðastýringarfélaginu Ardian, stærsti erlendi innviðafjárfestirinn á Íslandi, segir að stjórnvöld þurfi að gefa út þau skilaboð að alþjóðlegir fjárfestar séu velkomnir hér á landi en þess í stað einkennist viðhorfið fremur af „varðstöðu“ þegar kemur að mögulegri aðkomu þeirra að innviðaverkefnum. Hún telur jafnframt að Samkeppniseftirlitið geti ekki komist að annarri niðurstöðu en að fella niður kvaðir á hendur Mílu, sem Ardian festi kaup á fyrir tveimur árum, á tilteknum mörkuðum enda sé fjarskiptainnviðafélagið ekki lengur með markaðsráðandi stöðu. 11.12.2024 15:04
Telur Kaldvík verulega vanmetið á markaði og útlit sé fyrir hraðan vöxt Ef rétt er haldið á spilunum eftir þá miklu uppbyggingu sem hefur verið í fiskeldi undanfarin áratug þá ætti Ísland, meðal annars vegna hægstæðs orkuverðs og aðgangs að nægu ferskvatni, að hafa samkeppnisforskot á helstu keppinauta í atvinnugreininni, að mati hlutabréfagreinenda, en hann verðmetur Kaldvík langt yfir núverandi markaðsgengi. Eftir miklar fjárfestingar hjá Kaldvík að undanförnu er útlit fyrir að framleitt magn á eldislaxi muni halda áfram að stóraukast á næsta ári sem eigi að skila sér í nærri tvöfalt meiri tekjum og verulega bættri rekstrarafkomu. 10.12.2024 14:30
Minni áhersla á innlend hlutabréf og vilja auka vægi erlendra skuldabréfa Tveir af allra stærstu lífeyrissjóðum landsins, langasamlega umsvifamestu fjárfestarnir á markaði, hafa sett sér þá stefnu fyrir komandi ár að draga heldur úr vægi innlendra hlutabréfa í eignasafni sínu á meðan áherslan verður meðal annars á að byggja upp stærri stöðu í erlendum skuldabréfum. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins segir að eftir erfið ár og verðlækkanir á íslenskum hlutabréfamarkaði þá megi samt vænta þess að tækifæri skapist fyrir langtímafjárfesta og meiri líkur séu á góðri ávöxtun til lengri tíma litið. 8.12.2024 13:31
Stærstu sjóðirnir fallast á tilboð JBT og telja sameinað félag álitlega fjárfestingu Tveir stærstu lífeyrissjóðir landsins, sem ráða sameiginlega yfir eignarhlut í Marel sem nemur vel á annan tug prósenta, staðfesta að þeir muni samþykkja yfirtökutilboðið frá John Bean Technologies. Framkvæmdastjóri LSR undirstrikar að það sé mat sjóðsins að sameinað félag muni áfram vera „álitlegur fjárfestingarkostur“ á íslenskum hlutabréfamarkaði. 7.12.2024 13:16