Kemur ekki á óvart að fjárfestar horfi til stöðugra arðgreiðslufélaga vegna óvissu Frá áramótum hefur Úrvalsvísitalan ekki verið „að gera neitt fyrir neinn“ og er meginþorri félaga á markaði núna að jafnaði undirverðlagt um meira en tuttugu prósent miðað við verðmatsgengi. Hlutabréfagreinandi segir að það eigi ekki að koma á óvart að fjárfestar hafi að undanförnu helst horft til stöðugra arðgreiðslufélaga vegna óvissu og óróleika á markaði en þau hafa gefið hvað bestu ávöxtun síðustu tólf mánuði. 30.7.2025 12:30
Tekjur af sölu eldsneytis og rafmagns jukust þrátt fyrir mikla lækkun olíuverðs Rekstur allra rekstrareininga Festi hjá Festi batnaði á öðrum ársfjórðungi, umfram væntingar sumra greinenda, en á meðal þess kom á óvart var aukning í tekjum af sölu eldsneytis og rafmagns þrátt fyrir talsverða lækkun á olíuverði milli ára. 30.7.2025 09:14
Lækka verðmatið á Icelandair en félagið muni njóta góðs af minni samkeppni Með þeim áherslubreytingum sem hafa verið boðaðar i rekstri Play, meðal annars að hætta flugi yfir Atlantshafið, þá mun það hjálpa Icelandair að stýra betur leiðarakerfinu og félagið ætti að njóta góðs af minni samkeppni á þeim markaði, að mati greinanda. Uppgjör annars fjórðungs, sem litaðist af ytri áföllum og sterku gengi krónunnar, olli vonbrigðum og hefur verðmat á Icelandair lækkað. 29.7.2025 13:32
Landsvirkjun ætlar að byrja selja skammtímaorku á markaðstorgum Landsvirkjun hefur núna sett stefnuna á að hefja sölu á skammtímaorku á markaðstorgum, bæði hjá Vonarskarði og Elmu, en hingað til hefur fyrirtækið selt slíka orku aðeins í gegnum eigin viðskiptavef. 29.7.2025 11:03
LIVE byrjar að stækka stöðu sjóðsins í Símanum á nýjan leik Lífeyrissjóður verslunarmanna, sem hafði minnkað hlut sinn talsvert í Símanum allt frá haustmánuðum síðasta árs, hefur í þessum mánuði byrjað á nýjan leik að bæta nokkuð við eignarhlut sinn í félaginu. 29.7.2025 08:40
Mæla með kaupum og segja bréf Alvotech „á afslætti í samanburði við keppinauta“ Í tveimur nýjum erlendum greiningum er mælt sem fyrr með kaupum í Alvotech en væntingar eru um góða rekstrarniðurstöðu á seinni árshelmingi vegna áfangagreiðslna og sölutekna af nýjum hliðstæðum félagsins á markað. Sænski bankinn SEB gerir ráð fyrir að tekjur og rekstrarhagnaður á árinu verði við efri mörk útgefinnar afkomuspár og segir hlutabréf Alvotech núna á afslætti í samanburði við sambærileg líftæknilyfjafélög. 28.7.2025 13:21
Hlutabréfasjóðir enn í varnarbaráttu og ekkert bólar á innflæði Snarpur viðsnúningur í kringum síðustu áramót þegar fjárfestar fóru á nýjan leik að beina fjármagni í hlutabréfasjóði stóð stutt yfir en undanfarna mánuði hafa sjóðirnir fremur þurfa að horfa upp á útflæði samtímis erfiðum markaðsaðstæðum. 28.7.2025 10:54
Ný útlán til fyrirtækja skruppu saman um nærri þriðjung á fyrri árshelmingi Talsvert hefur hægt á lántöku fyrirtækja að undanförnu samtímis viðvarandi háu raunvaxtastigi en hrein ný útlán fjármálastofnana til atvinnulífsins drógust saman um nærri sextíu milljarða á fyrstu sex mánuðum ársins. Ólíkt þróuninni í fyrra sækjast fyrirtækin núna í óverðtryggða fjármögnun á meðan þau eru að greiða upp verðtryggð lán. 27.7.2025 13:03
Míla gerir aðra atlögu að því að kaupa ljósleiðarafélag í Vestmannaeyjum Stjórn Eyglóar, eignarhaldsfélag um ljósleiðaravæðingu í Vestmannaeyjum, hefur fallist á nýtt kauptilboð Mílu í fjarskiptainnviði fyrirtækisins en fyrr á árinu var samruni félaganna afturkallaðar vegna „mikillar mótspyrnu“ sem viðskiptin mættu í umsögnum til Samkeppniseftirlitsins, sérstaklega frá Ljósleiðaranum og Fjarskiptastofu. Ljósleiðarinn skilaði hins vegar ekki tilboði í innviði Eyglóar þegar þeir voru auglýstir til sölu fyrir skömmu. 26.7.2025 12:47
Skattahækkanir á útflutningsgreinar mun líklega grafa undan raungenginu Áform stjórnvalda um aukna skattlagningu á helstu útflutningsgreinar landsins, einkum sjávarútveginn, mun ólíklega skila tekjum í samræmi við væntingar enda munu umsvifin og samkeppnishæfni minnka á sama tíma, að sögn hlutabréfagreinanda og hagfræðings, sem furðar sig á lítilli umræðu í þjóðfélaginu um stöðu okkar mikilvægustu atvinnuvega. Þvert á yfirlýstan tilgang þá sé líklegast að skattahækkanir á útflutningsatvinnuvegina muni draga úr kaupmætti og velmegun þegar á öllu er á botninn hvolft. 26.7.2025 12:11