Tólf barðir og brenndir til dauða fyrir allra augum Minnst tólf meintir glæpamenn voru barðir og brenndir til dauða fyrir allra augum og um miðjan dag í Port-au-Prince, höfuðborg Haítí. Hálfgerð óöld og stjórnleysi ríkir í landinu og segja alþjóðastofnanir stutt í að mannúðarkrísa skapist. 25.4.2023 08:57
Backstreet kallarnir aldrei verið nánari og hlakka til að skoða Ísland Strákasveitin Backstreet Boys heldur tónleika í fyrsta sinn hér á landi á föstudag. Sveitin fagnaði þrjátíu ára afmæli 20. apríl. Einn meðlimur sveitarinnar segir þá aldrei hafa verið jafn góða vini og nú. 24.4.2023 07:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við afbrotafræðing, sem segir hugmyndafræði um að vopnaburður sé eðlilegur hafi náð fótfestu hjá hópum ungmenna hér á landi. Þörf sé á átaki til að bregðast við vandanum. 23.4.2023 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Fjöldi fólks sótti bænastund í Landakotskirkju í dag til stuðnings vinum og vandamönnum pólsks karlmanns á þrítugsaldri sem var stunginn til bana í Hafnarfirði á fimmtudagskvöld. Skipuleggjandi bænastundarinnar lýsti því í dag að fregnir af andláti mannsins hafi verið pólska samfélaginu á Íslandi mikið áfall. Við ræðum við Íslending af pólskum uppruna í kvöldfréttum Stöðvar 2. 22.4.2023 18:00
Hádegisfréttir Bylgjunnar Fjórir Íslendingar hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til fimmtudags eftir að hafa verið handteknir í tengslum við andlát pólsks manns á þrítugsaldri við verslunina Fjarðarkaup í Hafnarfirði í fyrradag. Boðað hefur verið til bænastundar í Landakotskirkju klukkan 13 í dag til stuðnings vinum hans og vandamönnum. 22.4.2023 11:43
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Karlmaður á þrítugsaldri var stunginn til bana á bílastæði við verslunina Fjarðarkaup í Hafnarfirði seint í gærkvöldi. Fjórir voru handteknir í tengslum við árásina og allir sagðir á menntaskólaaldri. Við ræðum við Grím Grímsson, yfirlögregluþjón hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu, í beinni í kvöldfréttum. 21.4.2023 18:01
Samfylkingin komin í 26 prósent Fylgi Samfylkingarinnar hefur aukist um tæp sextán prósentustig frá Alþingiskosningum í september 2021. Fylgi flokksins mælist nú 25,7 prósent, tæpum sjö prósentustigum meira en fylgi Sjálfstæðisflokksins. 21.4.2023 10:32
Fjárhagsáhyggjur stór þáttur í aukinni sókn í sjúkradagpeninga Sókn í sjúkrasjóð VR hefur aukist talsvert eftir að kórónuveirufaraldrinum lauk. Formaður VR segir þróunina svipaða hjá flestum stéttarfélögum og mega rekja til álags vegna fjárhagsáhyggja launþega. 18.4.2023 12:01
Handtekinn á heimili sínu og er til rannsóknar hjá héraðssaksóknara Fyrrverandi forstjóri Innheimtustofnunar sveitarfélaganna hefur stefnt stofnuninni vegna vangoldinna launa og fríðinda eftir að honum var sagt upp störfum. Hann hafnar því að bera ábyrgð á kynbundnum launamismun sem stofnunin var dæmd fyrir á dögunum. 11.4.2023 20:37
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Icelandair hyggst skipta úr Boeing yfir í Airbus-flugvélar á næstu árum. Um er að ræða tímamót í íslenskri flugsögu. Allt frá því Flugélag Íslands fékk fyrstu Boeing þotuna til landsins árið 1967 hafa Icelandair og forverar þess aldrei keypt nýjar þotur frá öðrum framleiðanda en Boeing. 7.4.2023 18:01