Kvöldfréttir Stöðvar 2 Áhrif vandræða flugfélagsins Niceair á ferðaþjónustufyrirtæki á Norðurlandi eru ennþá óljós segir framkvæmdastjóri Skógarbaðanna í Eyjafirði. Flugið hafi verið lyftistöng fyrir samfélagið og brotthvarf þess séu mikil vonbrigði. 6.4.2023 18:00
Leigusalar nýti sér slæma stöðu fólks til að græða Ekki er leyfi fyrir búsetu í leiguherbergjum við Funahöfða í Reykjavík, þar sem eldur kom upp í gær. Borgarfulltrúi segir að verið sé að nýta slæma stöðu leigjenda til að græða á þeim. Áratugur er síðan fjallað var um slæman aðbúnað í húsnæðinu. 5.4.2023 20:01
Húsnæðið ósamþykkt og slökkvilið gert athugasemdir við brunavarnir Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur haft augu með íbúðarhúsnæði í atvinnuhúsnæði við Funahöfða, þar sem eldur kom upp í gær. Íbúðarhúsnæðið er ósamþykkt og sextíu skráðir þar til húsa, þrátt fyrir að um þrjátíu leiguherbergi séu í húsinu. 5.4.2023 12:31
Framtíð Sönnu Marin í embætti ræðst í kvöld Finnar gengu til kosninga í dag en samkvæmt fyrstu tölum leiðir Sambandsflokkurinn kapphlaupið með einu prósentustigi. Verði niðurstaða kosninga í takt við þetta mun Sanna Marin forsætisráðherra þurfa að láta af embætti. 2.4.2023 19:18
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Talsmaður leigubílstjóra segir að ný löggjöf um leigubíla muni auðvelda skipulagðri glæpastarfsemi að ná fótfestu á markaðnum. Hopp tilkynnti í gær að fyrirtækið hyggðist hefja innreið á markaðinn og að fyrstu Hopp leigubílarnir hefji keyrslu síðar í vor. Við skoðum málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 2.4.2023 18:14
Minnst 21 látinn í suður- og miðvesturríkjum Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Arkansas í Bandaríkjunum vegna mannskæðs óveðurs sem reið yfir þar og í fleiri ríkjum í gærkvöldi og í nótt. Tugir hvirfilbylja fylgdu veðrinu. 1.4.2023 21:14
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Framkvæmdastjóri Hopp, sem stefnir nú á samkeppni á leigubílamarkaði, vonast eftir enn frekari rýmkun á leigubílalöggjöf. Ekkert komi í veg fyrir að Uber hasli sér völl hér á landi. Við fáum að kíkja á nýju leigubílana í kvöldfréttum Stöðvar 2. 1.4.2023 18:00
Hopp fer í leigubílarekstur Rafskútu- og deilibílaleigan Hopp hefur ákveðið að hefja leigubílarekstur. Ný lög um leigubílarekstur tóku gildi í dag og hefur stöðvarskylda verið afnumin, sem gerir leigubílstjórum kleift að keyra fyrir fleiri en eina stöð. 1.4.2023 13:01
Hádegisfréttir Bylgjunnar Engar tilkynningar hafa borist um flóð á Austurlandi síðan síðdegis í gær. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarna segir veðurspá hagstæða, en stytta á upp eftir hádegi. Víðir greinir frá stöðu mála á Austurlandi í hádegisfréttum Bylgjunnar. 1.4.2023 11:46
Grunur beinist að göngumönnum í Hnappadal Slökkvistarfi er að ljúka eftir að gróðureldur kviknaði við Eldborg í Hnappadal. Verið er að senda björgunarsveitir sem kallaðar voru til til baka. 28.3.2023 15:25