Grunar að palestínskur söngvari keppi í Söngvakeppninni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. janúar 2024 13:55 Tónlistarkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir segist vona að palestínskur tónlistarmaður keppi í Söngvakeppni sjónvarpsins. Hún og fleiri hafi þrýst á um það. Vísir/Vilhelm Tónlistarkonuna Ágústu Evu Erlendsdóttur grunar að palestínskur tónlistarmaður taki þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins í ár. Það sé ástæða þess að Ríkisútvarpið ætli ekki að taka ákvörðun um þátttöku í Eurovision fyrr en niðurstöður Söngvakeppninnar liggja fyrir. Palestínski tónlistarmaðurinn Bashar Murad hefur verið nefndur sem keppandi. Mikil umræða hefur skapast um ákvörðun RÚV, sem það kynnti í gær, um að taka ekki ákvörðun um þátttöku í Eurovision í Svíþjóð fyrr en að lokinni Söngvakeppni sjónvarpsins. Söngvakeppnin hefst, ef svo má segja, á laugardag þegar keppendur verða kynntir til leiks. RÚV hefur verið beitt miklum þrýstingi að taka ekki þátt í Eurovision vegna þátttöku Ísrael í keppninni, í ljósi stríðsins á Gasaströndinni. Margir hafa gagnrýnt og jafnvel gert grín að afstöðu RÚV um að bíða með að taka ákvörðun og einhverjir sagt galið að ákvörðunin sé sett á herðar sigurvegarans. Umræða um þetta skapaðist meðal annars undir innleggi Mána Péturssonar, þar sem hann gagnrýnir ákvörðun RÚV. Undir færsluna skrifar Ágústa Eva Erlendsdóttir listakona og fyrrverandi Eurovision keppandi í athugasemd að það gæti verið að palestínskur söngvari vinni Söngvakeppnina. „Þetta er hugmynd sem ég fékk fyrir svona tveimur mánuðum síðan og sendi á RÚV og nokkra aðra, nokkra aðila sem eru með lög. Maður verður að hugsa svolítið strategískt. Fjarvera er auðvitað bara fjarvera en hvað sendit sterk skilaboð. Hann minntist líka á þetta söngvarinn í Hatara, hann sagði að það væri rétt að Palestína fengi að vera með ef Ísrael má vera með,“ segir Ágústa Eva í samtali við fréttastofu. „Það væri kannski bara sniðugt múv að láta heiminn kjósa, hvað honum finnist. Það gæti verið sterkt, hvernig við kjósum að standa með mannréttindum. Þetta gæti verið sterk leið og þá gæti fólk sýnt það í verki og kosið með mannréttindum.“ „Ekki stríð, þetta eru fjöldaaftökur“ Hún segist finna vel fyrir því að vilji fólksins sé á skjön við vilja þeirra sem með valdið fara. Með þessu gæti íslenska þjóðin sýnt afstöðu sína til átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs án aðkomu yfirvalda. Ekkert má gefa upp væntanlega keppendur í Söngvakeppninni fyrr en á laugardag en Ágústa segist hafa sínar grunsemdir. „Ég hef mjög sterkar vonir um að þetta verði raunin, það væri sterkast fyrir alla. Ég er búin að heyra mjög jákvæðar raddir en er ekki búin að fá staðfest að þetta sé svona. Ég er samt búin að fá, það sem ég tel vera vísbendingar um að þetta verði, og þá skil ég þessa afstöðu RÚV,“ segir Ágústa og vísar til ákvörðunar RÚV um að taka ákvörðun um þátttöku í Malmö eftir Söngvakeppnina. Ágústa er ein 550 tónlistarmanna sem skrifaði undir lista til að þrýsta á RÚV að draga sig úr keppninni. Hún segist ekki endilega viss um að það sé sterkasta leiðin til að sýna afstöðu Íslands en fyrst og fremst verði afstaða almennings að koma fram. „Númer eitt, tvö og þrjú er að þrýsta á sjónvarpið að koma þessari afstöðu okkar á framfæri: Að við viljum ekki vera í partýi með einhverjum sem er í þessum töluðu orðum að fremja þjóðarmorð. Þetta er ekki stríð, þetta eru bara fjöldaaftökur. Þetta eru ekki tvær þjóðir sem eiga í einhverjum erjum.“ Góð leið til að sýna hvað við höfum fram að færa Sögusagnir hafa gengið um að Bashar Murad, palestínskur hinsegin tónlistarmaður sem gaf út lag með Hatara eftir Eurovision-ævintýri sveitarinnar í Tel Aviv, muni taka þátt í Söngvakeppninni. Til að mynda sást til hans á dögunum í Vesturbæjarlauginni þar sem Unnsteinn Manuel, einn kynna Söngvakeppninnar, var að taka við hann sjónvarpsviðtal. Bashar veitti fréttastofu viðtal árið 2019 í kjölfar útgáfu lags hans og Hatara, Klefi/Samed. Horfa má á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Ágústa segist ekki hafa heyrt Bashar nefndan sérstaklega en hún sé á þeim vagni að það væri mjög sterkt ef Ísland fengi palestínskan tónlistarmann til að flytja sitt framlag í Eurovision. „Og ef þetta er raunin skil ég af hverju RÚV vill halda keppnina og sýna hvað við getum fært á borðið á þessum alþjóðlega vettvangi, þegar allir eru að horfa. En ef það á að kasta Jóni Jónssyni fyrir lestina og hann á að ákveða hvort við förum í partýið er það fáránlegt. Ég vona að þetta sé raunin.“ Hún segist viss um að afstaða margra til keppninnar og RÚV myndi breytast ef palestínskur tónlistarmaður er í hópi keppenda. „Alveg pottþétt. Þetta er fyrst og fremst að við viljum standa með mannréttindum og hvernig við förum að því.“ Eurovision Ríkisútvarpið Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Viðbrögð við Júró-útspili RÚV: „Galið“ að leggja ákvörðunina á sigurvegarann Ákvörðun Ríkisútvarpsins um að bíða þar til eftir Söngvakeppni sjónvarpsins um að taka ákvörðun um þátttöku í Eurovision í Svíþjóð hefur fallið misvel í kramið hjá landsmönnum. Margir segja þetta útspil galið og vinsælla væri ef Söngvakeppnin væri haldin án möguleika á að fara til Svíþjóðar. 24. janúar 2024 11:12 Stjórnarmaður segir ábyrgðinni varpað yfir á listafólkið án aðkomu stjórnar Stjórnarmaður í Ríkisútvarpinu segir að stjórnendur stofnunarinnar hafi varpað allri ábyrgð á þátttöku Íslendinga í Eurovision yfir á listafólkið sem tekur þátt í Söngvakeppninni. Það hafi verið gert alfarið á aðkomu stjórnar hlutafélagsins opinbera. 23. janúar 2024 22:00 Ákveða sig eftir Söngvakeppnina Ríkisútvarpið ætlar ekki að taka neina ákvörðun um þátttöku sína í Eurovision í Svíþjóð fyrr en að lokinni Söngvakeppni sjónvarpsins. Að óbreyttu verður Ísland meðal þátttökuþjóða í Malmö í maí. 23. janúar 2024 17:10 Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Mikil umræða hefur skapast um ákvörðun RÚV, sem það kynnti í gær, um að taka ekki ákvörðun um þátttöku í Eurovision í Svíþjóð fyrr en að lokinni Söngvakeppni sjónvarpsins. Söngvakeppnin hefst, ef svo má segja, á laugardag þegar keppendur verða kynntir til leiks. RÚV hefur verið beitt miklum þrýstingi að taka ekki þátt í Eurovision vegna þátttöku Ísrael í keppninni, í ljósi stríðsins á Gasaströndinni. Margir hafa gagnrýnt og jafnvel gert grín að afstöðu RÚV um að bíða með að taka ákvörðun og einhverjir sagt galið að ákvörðunin sé sett á herðar sigurvegarans. Umræða um þetta skapaðist meðal annars undir innleggi Mána Péturssonar, þar sem hann gagnrýnir ákvörðun RÚV. Undir færsluna skrifar Ágústa Eva Erlendsdóttir listakona og fyrrverandi Eurovision keppandi í athugasemd að það gæti verið að palestínskur söngvari vinni Söngvakeppnina. „Þetta er hugmynd sem ég fékk fyrir svona tveimur mánuðum síðan og sendi á RÚV og nokkra aðra, nokkra aðila sem eru með lög. Maður verður að hugsa svolítið strategískt. Fjarvera er auðvitað bara fjarvera en hvað sendit sterk skilaboð. Hann minntist líka á þetta söngvarinn í Hatara, hann sagði að það væri rétt að Palestína fengi að vera með ef Ísrael má vera með,“ segir Ágústa Eva í samtali við fréttastofu. „Það væri kannski bara sniðugt múv að láta heiminn kjósa, hvað honum finnist. Það gæti verið sterkt, hvernig við kjósum að standa með mannréttindum. Þetta gæti verið sterk leið og þá gæti fólk sýnt það í verki og kosið með mannréttindum.“ „Ekki stríð, þetta eru fjöldaaftökur“ Hún segist finna vel fyrir því að vilji fólksins sé á skjön við vilja þeirra sem með valdið fara. Með þessu gæti íslenska þjóðin sýnt afstöðu sína til átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs án aðkomu yfirvalda. Ekkert má gefa upp væntanlega keppendur í Söngvakeppninni fyrr en á laugardag en Ágústa segist hafa sínar grunsemdir. „Ég hef mjög sterkar vonir um að þetta verði raunin, það væri sterkast fyrir alla. Ég er búin að heyra mjög jákvæðar raddir en er ekki búin að fá staðfest að þetta sé svona. Ég er samt búin að fá, það sem ég tel vera vísbendingar um að þetta verði, og þá skil ég þessa afstöðu RÚV,“ segir Ágústa og vísar til ákvörðunar RÚV um að taka ákvörðun um þátttöku í Malmö eftir Söngvakeppnina. Ágústa er ein 550 tónlistarmanna sem skrifaði undir lista til að þrýsta á RÚV að draga sig úr keppninni. Hún segist ekki endilega viss um að það sé sterkasta leiðin til að sýna afstöðu Íslands en fyrst og fremst verði afstaða almennings að koma fram. „Númer eitt, tvö og þrjú er að þrýsta á sjónvarpið að koma þessari afstöðu okkar á framfæri: Að við viljum ekki vera í partýi með einhverjum sem er í þessum töluðu orðum að fremja þjóðarmorð. Þetta er ekki stríð, þetta eru bara fjöldaaftökur. Þetta eru ekki tvær þjóðir sem eiga í einhverjum erjum.“ Góð leið til að sýna hvað við höfum fram að færa Sögusagnir hafa gengið um að Bashar Murad, palestínskur hinsegin tónlistarmaður sem gaf út lag með Hatara eftir Eurovision-ævintýri sveitarinnar í Tel Aviv, muni taka þátt í Söngvakeppninni. Til að mynda sást til hans á dögunum í Vesturbæjarlauginni þar sem Unnsteinn Manuel, einn kynna Söngvakeppninnar, var að taka við hann sjónvarpsviðtal. Bashar veitti fréttastofu viðtal árið 2019 í kjölfar útgáfu lags hans og Hatara, Klefi/Samed. Horfa má á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Ágústa segist ekki hafa heyrt Bashar nefndan sérstaklega en hún sé á þeim vagni að það væri mjög sterkt ef Ísland fengi palestínskan tónlistarmann til að flytja sitt framlag í Eurovision. „Og ef þetta er raunin skil ég af hverju RÚV vill halda keppnina og sýna hvað við getum fært á borðið á þessum alþjóðlega vettvangi, þegar allir eru að horfa. En ef það á að kasta Jóni Jónssyni fyrir lestina og hann á að ákveða hvort við förum í partýið er það fáránlegt. Ég vona að þetta sé raunin.“ Hún segist viss um að afstaða margra til keppninnar og RÚV myndi breytast ef palestínskur tónlistarmaður er í hópi keppenda. „Alveg pottþétt. Þetta er fyrst og fremst að við viljum standa með mannréttindum og hvernig við förum að því.“
Eurovision Ríkisútvarpið Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Viðbrögð við Júró-útspili RÚV: „Galið“ að leggja ákvörðunina á sigurvegarann Ákvörðun Ríkisútvarpsins um að bíða þar til eftir Söngvakeppni sjónvarpsins um að taka ákvörðun um þátttöku í Eurovision í Svíþjóð hefur fallið misvel í kramið hjá landsmönnum. Margir segja þetta útspil galið og vinsælla væri ef Söngvakeppnin væri haldin án möguleika á að fara til Svíþjóðar. 24. janúar 2024 11:12 Stjórnarmaður segir ábyrgðinni varpað yfir á listafólkið án aðkomu stjórnar Stjórnarmaður í Ríkisútvarpinu segir að stjórnendur stofnunarinnar hafi varpað allri ábyrgð á þátttöku Íslendinga í Eurovision yfir á listafólkið sem tekur þátt í Söngvakeppninni. Það hafi verið gert alfarið á aðkomu stjórnar hlutafélagsins opinbera. 23. janúar 2024 22:00 Ákveða sig eftir Söngvakeppnina Ríkisútvarpið ætlar ekki að taka neina ákvörðun um þátttöku sína í Eurovision í Svíþjóð fyrr en að lokinni Söngvakeppni sjónvarpsins. Að óbreyttu verður Ísland meðal þátttökuþjóða í Malmö í maí. 23. janúar 2024 17:10 Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Viðbrögð við Júró-útspili RÚV: „Galið“ að leggja ákvörðunina á sigurvegarann Ákvörðun Ríkisútvarpsins um að bíða þar til eftir Söngvakeppni sjónvarpsins um að taka ákvörðun um þátttöku í Eurovision í Svíþjóð hefur fallið misvel í kramið hjá landsmönnum. Margir segja þetta útspil galið og vinsælla væri ef Söngvakeppnin væri haldin án möguleika á að fara til Svíþjóðar. 24. janúar 2024 11:12
Stjórnarmaður segir ábyrgðinni varpað yfir á listafólkið án aðkomu stjórnar Stjórnarmaður í Ríkisútvarpinu segir að stjórnendur stofnunarinnar hafi varpað allri ábyrgð á þátttöku Íslendinga í Eurovision yfir á listafólkið sem tekur þátt í Söngvakeppninni. Það hafi verið gert alfarið á aðkomu stjórnar hlutafélagsins opinbera. 23. janúar 2024 22:00
Ákveða sig eftir Söngvakeppnina Ríkisútvarpið ætlar ekki að taka neina ákvörðun um þátttöku sína í Eurovision í Svíþjóð fyrr en að lokinni Söngvakeppni sjónvarpsins. Að óbreyttu verður Ísland meðal þátttökuþjóða í Malmö í maí. 23. janúar 2024 17:10