Engar séríslenskar stökkbreytingar á kórónuveirunni Búið er að raðgreina erfðaefnið úr kórónuveirunni úr um hundrað sýnum sem tekin voru úr smituðum einstaklingum hér á landi. Ekki hafa fundist neinar séríslenskar stökkbreytingar í sýnunum. 17.3.2020 20:31
Land rís á ný undir Þorbirni Síðustu daga hefur þensla hafist á ný undir Þorbirni á Reykjanesi, á sömu slóðum og landrisið sem hófst í janúar. 17.3.2020 17:42
Sundlaugar verða áfram opnar þrátt fyrir samkomubann Kennsludögum verður fækkað hjá nemendum í grunn- og leikskólum á öllu landinu næstu vikur vegna kórónuveirunnar. Þá var talið inn í verslanir í dag þegar samkomubann tók gildi á miðnætti. 16.3.2020 21:35
Björgunarsveitir á leið til slasaðrar konu á Bjarnarfelli Kona slasaðist á göngu á Bjarnarfelli nálægt Geysi rétt eftir klukkan þrjú í dag. Björgunarsveitum í Árnessýslu barst útkall klukkan 15:30 í dag. 8.3.2020 16:52
Kórónuveiran í brennidepli í Víglínunni Kórónuveirufaraldurinn er þegar farin að hafa þónokkur áhrif á samfélagið og raunar heimsbyggðina alla. Í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag verður rætt við Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um aðgerðir stjórnvalda vegna veirunnar og þær áskoranir sem blasa við. 8.3.2020 16:00
Segir algjöra óvissu ríkja um stöðu ferðaþjónustunnar vegna kórónuveirunnar Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir algjöra óvissu ríkja um stöðu ferðaþjónustunnar vegna kórónuveirunnar. Hún er sammála aðalhagfræðingi Kviku banka um að hið opinbera og fjármálafyrirtæki geti þurft að gefa fyrirtækjum í greininni aukinn slaka. 8.3.2020 15:15
55 staðfest tilvik og þar af 10 innanlandssmit Sex ný smit hafa greinst af kórónuveiru frá því í gær. Þrjú þeirra eru innlend og hægt er að rekja þau öll til einstaklinga sem voru á skilgreindum hættusvæðum erlendis. 8.3.2020 13:54
Íslensk erfðagreining mun skima fyrir kórónuveirunni í næstu viku Íslensk erfðagreining mun hefja skimun fyrir kórónuveirunni í næstu viku. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, átti fund með landlækni fyrr í dag um málið þar sem komist var að þessari niðurstöðu. 8.3.2020 13:51
Framlag Dana í Eurovision ákveðið fyrir tómum sal Danir völdu framlag sitt í Eurovision þetta árið í gærkvöldi en keppt var fyrir tómum sal þar sem ríkisstjórn landsins setti samkomubann á dögunum á samkomur þar sem fleiri en þúsund koma saman. 8.3.2020 10:06
Kórónuveirusmit orðin fimmtíu talsins hér á landi Í dag hafa greinst fimm ný smit af kórónuveirunni. Þrjú þeirra eru innlend og má rekja þau til einstaklinga sem voru á hættusvæðum erlendis. Hinir tveir sýktust erlendis. 7.3.2020 15:59