55 staðfest tilvik og þar af 10 innanlandssmit Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. mars 2020 13:54 Mikið álag hefur verið á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Vísir/vilhelm Sex ný smit hafa greinst af kórónuveiru frá því í gær. Þrjú þeirra eru innlend og hægt er að rekja þau öll til einstaklinga sem voru á skilgreindum hættusvæðum erlendis. Smitin eru því 55 talsins og þar af eru tíu innanlandssmit. Smit eru komin upp á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Þar eru fimm smitaðir hjúkrunarfræðingar og fimm í sóttkví. Búið er að aðskilja eina vakt á gjörgæslunni frá hinum og er hún í sóttkví. Það var gert með því að skipta deildinni upp með skilvegg. Að svo stöddu verða fjögur opin rúm á gjörgæslunni í Fossvogi en það mun þurfa að flytja sjúklinga á gjörgæsludeild á Hringbraut. Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarna og landlæknis klukkan 14 í dag. Þá er verið að skoða hvernig hægt sé að auka vinnufæra einstaklinga á spítölum. Búið er að ræða við stéttafélögin til að reyna að fá fólk sem er heilbrigðismenntað en er í öðrum störfum til að koma inn á Landspítalann. Þá hefur einnig verið skoðað að fá inn lækna og hjúkrunarfræðinga sem vinna í einkageiranum á Landspítalann og er talin almenn jákvæðni fyrir því. Einnig hefur heilbrigðisstarfsfólk sem komið er á eftirlaun, þá sérstaklega hjúkrunarfræðingar, verið skoðað sem mögulegt vinnuafl. Til eru 26 vel búnar öndunarvélar á Landspítalanum og stendur til boða að kaupa fleiri. Ekki hefur komið til þess að nota þurfi öndunarvélar, enda hafa allir þeir sem smitaðir eru verið með væg einkenni. Þá mun Íslensk erfðagreining hefja skimun á veirunni í næstu viku. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, átti fund fyrr í dag með landlækni þar sem komist var að þessari niðurstöðu. Skimað verður fyrir kórónuveirunni víða að úr samfélaginu til að kanna hvort hún sé útbreiddari en talið er. Ef kórónuveirusmit finnast hjá fólki sem ekki hefur verið í beinum samskiptum við einstaklinga sem verið hafa á skilgreindum hættusvæðum verður viðbragðsáætlun breytt. Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, segir að endurmeta þyrfti við þær aðstæður hvort sóttkví og einangrun séu það rétta í stöðunni. Ef ekki kemur upp smit í samfélaginu verður sóttkví og einangrun beitt áfram, enda skili það árangri. Upplýsingafundur almannavarna og landlæknis var í beinni útsendingu klukkan 14 í dag á Vísi og Stöð 3. Hægt verður að horfa á upplýsingafundinn á Vísi eftir örskamma stund. Fréttinni var breytt kl. 14:54. Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Sex ný smit hafa greinst af kórónuveiru frá því í gær. Þrjú þeirra eru innlend og hægt er að rekja þau öll til einstaklinga sem voru á skilgreindum hættusvæðum erlendis. Smitin eru því 55 talsins og þar af eru tíu innanlandssmit. Smit eru komin upp á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Þar eru fimm smitaðir hjúkrunarfræðingar og fimm í sóttkví. Búið er að aðskilja eina vakt á gjörgæslunni frá hinum og er hún í sóttkví. Það var gert með því að skipta deildinni upp með skilvegg. Að svo stöddu verða fjögur opin rúm á gjörgæslunni í Fossvogi en það mun þurfa að flytja sjúklinga á gjörgæsludeild á Hringbraut. Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarna og landlæknis klukkan 14 í dag. Þá er verið að skoða hvernig hægt sé að auka vinnufæra einstaklinga á spítölum. Búið er að ræða við stéttafélögin til að reyna að fá fólk sem er heilbrigðismenntað en er í öðrum störfum til að koma inn á Landspítalann. Þá hefur einnig verið skoðað að fá inn lækna og hjúkrunarfræðinga sem vinna í einkageiranum á Landspítalann og er talin almenn jákvæðni fyrir því. Einnig hefur heilbrigðisstarfsfólk sem komið er á eftirlaun, þá sérstaklega hjúkrunarfræðingar, verið skoðað sem mögulegt vinnuafl. Til eru 26 vel búnar öndunarvélar á Landspítalanum og stendur til boða að kaupa fleiri. Ekki hefur komið til þess að nota þurfi öndunarvélar, enda hafa allir þeir sem smitaðir eru verið með væg einkenni. Þá mun Íslensk erfðagreining hefja skimun á veirunni í næstu viku. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, átti fund fyrr í dag með landlækni þar sem komist var að þessari niðurstöðu. Skimað verður fyrir kórónuveirunni víða að úr samfélaginu til að kanna hvort hún sé útbreiddari en talið er. Ef kórónuveirusmit finnast hjá fólki sem ekki hefur verið í beinum samskiptum við einstaklinga sem verið hafa á skilgreindum hættusvæðum verður viðbragðsáætlun breytt. Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, segir að endurmeta þyrfti við þær aðstæður hvort sóttkví og einangrun séu það rétta í stöðunni. Ef ekki kemur upp smit í samfélaginu verður sóttkví og einangrun beitt áfram, enda skili það árangri. Upplýsingafundur almannavarna og landlæknis var í beinni útsendingu klukkan 14 í dag á Vísi og Stöð 3. Hægt verður að horfa á upplýsingafundinn á Vísi eftir örskamma stund. Fréttinni var breytt kl. 14:54.
Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira