Fréttamaður

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir

Hallgerður Kolbrún er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Gular við­varanir um Páska­helgi

Gul veðurviðvörun verður í gildi á nær öllu landinu á morgun og sunnudag og verður fólk sem er á ferðinni í tilefni Páska því að fara varlega á ferðalögum sínum um landið. Viðvörunin gildir á Faxaflóa, Ströndum og Norðvesturlandi, Norðausturlandi, Austurlandi, Austfjörðum og Suðausturlandi.

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Heilbrigðisráðherra verður kallaður fyrir fund velferðarnefndar Alþingis um páskana vegna efasemda þingmanna um að það standist lög að skylda farþega til þess að dvelja á sóttkvíarhóteli. Formaður velferðarnefndar segir að um sé að ræða frelsissviptingu og vill að brugðist verði hratt við.

Banda­rískar her­sveitir í Evrópu í við­bragðs­stöðu vegna Rússa

Rússar hafa varað NATO við því að senda hersveitir til hjálpar Úkraínu en fregnir hafa nú borist af því að hersveitir Rússa safnist nú saman við landamærin að Úkraínu. Talsmaður Kreml sagði í dag að Rússland myndi grípa til frekari ráðstafana sendi NATO hersveitir til þess að mæta Rússum.

Þinghúsi Bandaríkjanna lokað vegna árásar

Þinghúsi Bandaríkjanna og aðliggjandi svæði í Washington DC hefur verið lokað eftir að bifreið var ekið á tvo lögreglumenn við öryggistálma fyrir utan þinghúsið. Hinn grunaði var skotinn af lögreglumönnum eftir að hann steig út úr bifreiðinni með kuta á lofti.

Floyd var dáinn þegar bráðaliðar komu á staðinn

Tveir bráðaliðar, sem fóru á vettvang þegar lögreglumaðurinn Derek Chauvin banaði George Floyd, sögðu í vitnastúku í Minneapolis í dag að hvorki hafi fundist púls né andardráttur hjá Floyd þegar þeir mættu á vettvang.

Tæp sextíu prósent and­víg nú­verandi kvóta­kerfi

Tæp 60 prósent Íslendinga eru andvíg núverandi kvótakerfi í sjávarútvegi. Afstaða almennings virðist ekki breytast mikið milli aldurshópa en töluverður munur er á afstöðu kvenna og karla til kvótakerfisins.

Fyrstu rúturnar að eld­gosinu voru vel nýttar

Stríður straumur fólks barst að gosstöðvunum í Geldingadölum í dag. Fjöldi var þegar mættur áður en svæðið var opnað af viðbragðsaðilum klukkan sex og segir aðalvarðstjóri lögreglunnar í Grindavík að vel hafi gengið á svæðinu í dag.

Fangi lést á Litla-Hrauni í nótt

Vistmaður á Litla-Hrauni fannst látinn í klefa sínum í morgun. Þetta staðfestir Páll Winkel forstjóri fangelsismálastofnunar í samtali við fréttastofu. Ekki leikur grunur á að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Búið er að virkja viðbragðsáætlun sem á við í tilfellum sem þessum að sögn Páls.

Sjá meira