Fyrstu rúturnar að eldgosinu voru vel nýttar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. apríl 2021 19:37 Rútur sem fóru úr Reykjavík að Geldingadölum voru vel nýttar, sérstaklega síðdegis í dag. Vísir/Egill Stríður straumur fólks barst að gosstöðvunum í Geldingadölum í dag. Fjöldi var þegar mættur áður en svæðið var opnað af viðbragðsaðilum klukkan sex og segir aðalvarðstjóri lögreglunnar í Grindavík að vel hafi gengið á svæðinu í dag. „Þetta gekk bara mjög vel í dag. Það kom margt fólk á svæðið en umferðin varð aldrei þung þrátt fyrir það og bílastæðin höfðu undan,“ segir Sigurður Bergmann, aðalvarðstjóri í Grindavík, í samtali við fréttastofu. Hraunið sem runnið hefur undanfarnar tæpar tværi vikur er orðið nokkuð víðfemt.Vísir/Egill Hann segir ómögulegt að segja til um hversu margir hafi sótt gosstöðvarnar heim í dag. Fólk hafi hins vegar komið að þeim í allan dag og enn fleiri síðdegis en fyrr um daginn. Þá nýtti fjöldi fólks sér að koma að svæðinu með hópferðarrútum, sem komu að stöðvunum í fyrsta sinn í dag. „Fólk hefur greinilega áttað sig á því þegar leið á daginn að rútuferðirnar stæðu til boða. Fólki fór að fjölga með hverri ferðinni,“ segir Sigurður. Hægt var að leggja bílum sínum í Grindavík og taka þaðan rútu eftir Suðurstrandarvegi. Egill Aðalsteinsson, myndatökumaður fréttastofu, var á svæðinu í dag og tók hann myndir af gestum og gangandi við gosstöðvarnar. Sigurður segir ómögulegt að áætla hversu margir hafi farið í Geldingadali í dag.Vísir/Egill Enn er mikið líf í hrauninu.Vísir/Egill Búið er að útbúa bílastæði til þess að taka á móti þeim sem skoða eldgosið.Vísir/Egill Rúturnar stoppa við björgunarsveitarskýlin þar sem gönguleiðin hefst. Þeir sem taka rútu sleppa því við gönguna frá bílastæðinu að upphafsstað gönguleiðarinnar.Vísir/Egill Vísir/Egill Fjöldi fólks sótti gosstöðvarnar heim í dag.Vísir/Egill Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Tengdar fréttir Festu heitin í stein við eldgosið Par sem staðfesti trúlofunarheit sín við eldgosið í Geldingadölum í morgun segir það hafa verið einstaka stund. Prestur sem átti leið hjá þar sem þau voru uppábúinn bauðst til að gefa þau saman. Þau voru ekki alveg til í það en fengu blessun. 1. apríl 2021 18:17 Ferðamennska framtíðarinnar Íslensk náttúra hefur heldur betur gert vart við sig á síðustu dögum. Eftir tæplega 800 ára svefn rennur nú funheitt hraun í eldgosi á Reykjanesi. 1. apríl 2021 11:00 „Það kann enginn að bregðast við eldgosi“ Eldgos virðist vera heitasta umræðuefnið hér á landi þessa dagana. En hvernig er best að bregðast við eldgosi? 1. apríl 2021 09:00 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
„Þetta gekk bara mjög vel í dag. Það kom margt fólk á svæðið en umferðin varð aldrei þung þrátt fyrir það og bílastæðin höfðu undan,“ segir Sigurður Bergmann, aðalvarðstjóri í Grindavík, í samtali við fréttastofu. Hraunið sem runnið hefur undanfarnar tæpar tværi vikur er orðið nokkuð víðfemt.Vísir/Egill Hann segir ómögulegt að segja til um hversu margir hafi sótt gosstöðvarnar heim í dag. Fólk hafi hins vegar komið að þeim í allan dag og enn fleiri síðdegis en fyrr um daginn. Þá nýtti fjöldi fólks sér að koma að svæðinu með hópferðarrútum, sem komu að stöðvunum í fyrsta sinn í dag. „Fólk hefur greinilega áttað sig á því þegar leið á daginn að rútuferðirnar stæðu til boða. Fólki fór að fjölga með hverri ferðinni,“ segir Sigurður. Hægt var að leggja bílum sínum í Grindavík og taka þaðan rútu eftir Suðurstrandarvegi. Egill Aðalsteinsson, myndatökumaður fréttastofu, var á svæðinu í dag og tók hann myndir af gestum og gangandi við gosstöðvarnar. Sigurður segir ómögulegt að áætla hversu margir hafi farið í Geldingadali í dag.Vísir/Egill Enn er mikið líf í hrauninu.Vísir/Egill Búið er að útbúa bílastæði til þess að taka á móti þeim sem skoða eldgosið.Vísir/Egill Rúturnar stoppa við björgunarsveitarskýlin þar sem gönguleiðin hefst. Þeir sem taka rútu sleppa því við gönguna frá bílastæðinu að upphafsstað gönguleiðarinnar.Vísir/Egill Vísir/Egill Fjöldi fólks sótti gosstöðvarnar heim í dag.Vísir/Egill
Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Tengdar fréttir Festu heitin í stein við eldgosið Par sem staðfesti trúlofunarheit sín við eldgosið í Geldingadölum í morgun segir það hafa verið einstaka stund. Prestur sem átti leið hjá þar sem þau voru uppábúinn bauðst til að gefa þau saman. Þau voru ekki alveg til í það en fengu blessun. 1. apríl 2021 18:17 Ferðamennska framtíðarinnar Íslensk náttúra hefur heldur betur gert vart við sig á síðustu dögum. Eftir tæplega 800 ára svefn rennur nú funheitt hraun í eldgosi á Reykjanesi. 1. apríl 2021 11:00 „Það kann enginn að bregðast við eldgosi“ Eldgos virðist vera heitasta umræðuefnið hér á landi þessa dagana. En hvernig er best að bregðast við eldgosi? 1. apríl 2021 09:00 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Festu heitin í stein við eldgosið Par sem staðfesti trúlofunarheit sín við eldgosið í Geldingadölum í morgun segir það hafa verið einstaka stund. Prestur sem átti leið hjá þar sem þau voru uppábúinn bauðst til að gefa þau saman. Þau voru ekki alveg til í það en fengu blessun. 1. apríl 2021 18:17
Ferðamennska framtíðarinnar Íslensk náttúra hefur heldur betur gert vart við sig á síðustu dögum. Eftir tæplega 800 ára svefn rennur nú funheitt hraun í eldgosi á Reykjanesi. 1. apríl 2021 11:00
„Það kann enginn að bregðast við eldgosi“ Eldgos virðist vera heitasta umræðuefnið hér á landi þessa dagana. En hvernig er best að bregðast við eldgosi? 1. apríl 2021 09:00