1. apríl 2021: Fríar þyrluferðir, lítið notuð kynlífstæki og óvænt bóluefni í boði Fólk og fyrirtæki keppast gjarnan við að reyna að láta fólk hlaupa apríl á fyrsta degi þessa herrans mánaðar sem er í dag. Þótt almenna reglan hafi í gegnum tíðina verið sú að reyna að fá fólk til að hlaupa apríl í orðsins fyllstu merkingu, það er í tíma og rúmi, þá hafa göbbin í ár líkt og í fyrra mörg einkennst af því að vera á rafrænu formi með einum eða örðum hætti í ljósi kórónuveirufaraldursins. 1.4.2021 18:04
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Bólusettur Íslendingur greindist smitaður af kórónuveirunni í dag. Við ræðum við sóttvarnalækni um málið og förum á sóttvarnahótel þar sem nú er tekið á móti ferðamönnum frá rauðum og gráum löndum. 1.4.2021 18:02
Meira en 40 börn hafa látist í átökunum í Mjanmar Minnst 43 börn hafa verið drepin af mjanmarska hernum frá 1. febrúar síðastliðnum, þegar herinn rændi völdum í landinu. Frá valdaráninu hafa stuðningsmenn lýðræðislega kjörinnar ríkisstjórnar landsins og herinn tekist á og hundruð dáið í átökunum. 1.4.2021 17:44
Rauðvín og klakar: Steindi og félagar spila inn í nóttina Þátturinn Rauðvín og klakar snýr aftur á Stöð 2 Esport klukkan 21 í kvöld en þar spilar Steinþór Hróar Steinþórsson tölvuleiki með vinum sínum og drekkur eina rauðvínsflösku með. 1.4.2021 17:40
„Ég hef grætt mikið á því að spila alls konar tónlist“ Kári Egilsson er ungur Reykvíkingur sem margir telja eina björtustu vonina í tónlistarlífi Íslendinga. Hann hélt um daginn stúdentsprófstónleika sína frá rytmískri deild Menntaskólans í tónlist þar sem flutningur Kára á eigin verkum í bland við þekkta djassslagara reyndist bæði fumlaus og heillandi. 29.3.2021 23:34
Maxwell ákærð fyrir mansal í fyrsta sinn Ghislaine Maxwell, samverkakona og fyrrverandi kærasta auðkýfingsins Jeffrey Epstein, var í dag ákærð fyrir að hafa selt ólögráða barn í mansal. Hún er sökuð um að hafa fengið fjórtán ára stúlku til þess að taka þátt í kynferðislegum athöfnum með Epstein og að hafa síðan greitt stúlkunni fyrir. 29.3.2021 21:58
Telur ótímabært að opna landamærin meira og efast um litakóðunarkerfið Landlæknir telur ekki tímabært að opna landamærin meira og segist hún efast um litakóðunarkerfið sem taka á upp á landamærunum 1. maí næstkomandi. Hann segir stöðuna á landamærunum forsendu þess hvernig ástand faraldursins sé innanlands. 29.3.2021 21:30
Venjulegir mannbroddar duga ekki á gosstöðvarnar Eigandi útivistarbúðarinnar GG sport segist aldrei hafa upplifað aðra eins aðsókn í búðina á þessum árstíma eins og núna. Fólk hafi undanfarna viku komið í stríðum straumum til að útbúa sig fyrir gönguna að gosstöðvunum í Geldingadölum sem hann segir mjög jákvætt. 29.3.2021 21:01
Einn lenti í snjóflóði í Hnífsdal í kvöld Einn varð undir í snjóflóði sem féll úr Traðargili við Búðarhyrnu í Hnífsdal í kvöld. Sjónarvottar sem sáu snjóflóðið hrífa aðilann niður hlíðina hringdu í viðbragðsaðila og var lögregla og annað hjálparlið kallað út. 29.3.2021 20:41
Heiðar Helguson setur húsið á sölu Fótboltakappinn Heiðar Helguson hefur sett glæsilegt einbýlishús sitt við Sporðagrunn 3 í Laugardalnum á sölu. Heiðar hefur búið þar með unnustu sinni Mariam Sif Vahabzadeh. 29.3.2021 19:16