Innlent

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Heilbrigðisráðherra verður kallaður fyrir fund velferðarnefndar Alþingis um páskana vegna efasemda þingmanna um að það standist lög að skylda farþega til þess að dvelja á sóttkvíarhóteli. Formaður velferðarnefndar segir að um sé að ræða frelsissviptingu og vill að brugðist verði hratt við.

Við höldum áfram að fylgjast með þessu máli í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Þá verða aðstæður í Geldingadölum skoðaðar og segjum frá alvarlegu lestarslysi þar sem fjöldi fólks lést í Taívan í gær.

Enn eru konur afar ósáttar vegna dráttar sem hefur orðið á því að fá út úr leghálssýnum við ræðum við nokkrar þeirra í kvöld. Þá heimsækjum við jarðaberjabændur sem selja loksins íslensk jarðaber á ný í verslunum.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan 18:30.

Kvöldfréttirnar eru í lokaðri dagskrá en áskrifendur geta horft á þær hér á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×