Lýðræðisbaráttukona leyst úr fangelsi Lýðræðisbaráttukonan Agnes Chow losnaði úr fangelsi í Hong Kong í dag, laugardag, eftir sjö mánuði á bak við lás og slá. Chow var handtekin eftir að hún tók þátt í skipulagningu ósamþykktra mótmæla í borginni árið 2019. 12.6.2021 08:08
Unglingsstúlkan sem tók upp morðið á Floyd fær Pulitzer-verðlaun Unglingsstúlkan sem tók morðið á George Floyd upp á myndband hefur hlotið sérstök blaðamannaverðlaun frá stjórn hinna virtu Pulitzer verðlauna. Darnella Frazier, sem nú er átján ára gömul, hlaut verðlaunin vegna hugrekkisins sem hún sýndi að sögn Pulitzer-nefndarinnar. 12.6.2021 07:38
Sextán ára drengur handtekinn fyrir vopnalagabrot Sextán ára gamall drengur var handtekinn á öðrum tímanum í nótt í Breiðholti grunaður um hótanir, brot á vopnalögum og brot gegn opinberum starfsmanni. Hann er sagður hafa verið að hóta fólki með eggvopni og er málið nú unnið með aðkomu föður drengsins og fulltrúa Barnaverndar. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. 12.6.2021 07:10
Dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir líkamsárás og hótanir Karlmaður var í dag sakfelldur í Landsrétti fyrir að hafa tvívegis veist að fyrrverandi kærustu sinni og að hafa ítrekað sent annarri fyrrverandi kærustu sinni og barnsmóður hótanir í gegn um samskiptaforrit. Hann var dæmdur í átján mánaða fangelsi og honum gert að greiða konunum miskabætur. 11.6.2021 17:01
Dæmdur í 14 ára fangelsi fyrir að bana eiginkonu sinni Karlmaður var í dag sakfelldur í Landsrétti fyrir að hafa banað eiginkonu sinni í Sandgerði og dæmdur í fjórtán ára fangelsi. Maðurinn er sagður hafa þrengt að hálsi hennar með þeim afleiðingum að hún lést af völdum köfnunar. Landsréttur segir að um stórhættulega atlögu hafi verið að ræða og að maðurinn hafi hlotið að vera ljóst að langlíklegast væri að bani hlytist af henni. 11.6.2021 16:06
Boðar uppbyggingu múrs á landamærum Texas Ríkisstjóri Texas hefur heitið því að reisa múr við landamæri Texas að Mexíkó. Hann hefur sett milljarð Bandaríkjadala, eða um 122 milljörðum íslenskra króna, í verkefnið. 11.6.2021 15:50
„Mikil eineltismenning hefur ríkt í Ráðhúsinu“ „Mikil eineltismenning hefur ríkt í Ráðhúsinu allt frá árinu 2010 og spannar því þrjú kjörtímabil. Sá slæmi andi sem einkennt hefur störf borgarráðs og borgarstjórnar kom ekki í Ráðhúsið með þeim aðilum sem sitja í minnihluta nú.“ 11.6.2021 14:31
Bólusetning talin hafa valdið alvarlegri aukaverkun í einu tilfelli Ekki er talið líklegt að bólusetningar hafi leitt til andláts í fjórum af fimm tilfellum sem óháðir sérfræðingar höfðu til skoðunar. Í nær öllum tilvikum hafi verið hægt að rekja andlát eða blóðtappa til undirliggjandi sjúkdóma eða annarra áhættuþátta. 11.6.2021 13:36
Akureyrarbær hafði betur gegn áminntum hjúkrunarfræðingi Akureyrarbær var í dag sýknaður af kröfu hjúkrunarfræðings, sem vann fyrir bæinn, um að áminning, sem henni var veitt fyrir brot í starfi, yrði felld úr gildi og að Akureyrarbær skyldi greiða henni 5 milljónir króna í miskabætur. 11.6.2021 13:03
Einn greindist smitaður af Covid-19 Einn greindist smitaður af kórónuveirunni innanlands í gær. Þetta kemur fram í nýjum tölum á covid.is 11.6.2021 10:45