Unglingsstúlkan sem tók upp morðið á Floyd fær Pulitzer-verðlaun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. júní 2021 07:38 Darnella Frazier, sem er hér með símann á lofti, hefur fengið sérstök Pulitzer-verðlaun fyrir myndbandsupptökuna af dauða George Floyd. Vísir Unglingsstúlkan sem tók morðið á George Floyd upp á myndband hefur hlotið sérstök blaðamannaverðlaun frá stjórn hinna virtu Pulitzer verðlauna. Darnella Frazier, sem nú er átján ára gömul, hlaut verðlaunin vegna hugrekkisins sem hún sýndi að sögn Pulitzer-nefndarinnar. Eins og er kannski orðið víðþekkt þá varð það myndbandið sem Frazier tók upp sem vakti helst athyglina á dauða Floyd, en hann var myrtur af hvítum lögreglumanni fyrir rúmu ári síðan í Minneapolis í Bandaríkjunum. Á myndbandinu má heyra Floyd biðja fyrir lífi sínu og kalla á lögreglumennina að hann geti ekki andað. Þá sést lögreglan krjúpa á hálsi Floyds þar til hann hættir að hreyfa sig. Myndbandsupptakan fór eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla og vakti mikla reiði. Í kjölfarið fór af stað mótmælaalda, vegna kynþáttabundins misréttis og ofbeldis, um allan heim. Þá var myndbandsupptakan helsta sönnunargagnið í dómsmálinu sem varð til þess að Derek Chauvin, lögreglumaðurinn sem kraup lengst á hálsi Floyds, var sakfelldur fyrir morð. Dauði George Floyd leiddi til mótmælaöldu um allan heim vegna lögregluofbeldis og kynþáttabundnu misrétti.Getty/Scott Olson Pulitzer-verðlaunin eru virtustu blaðamannaverðlaun Bandaríkjanna. Að sögn Pulitzer-nefndarinnar ákvað hún að veita Frazier þessi sérstöku verðlaun vegna „hugrekkisins sem það tók til að mynda morðið á George Floyd, myndband sem varð kveikjan að mótmælum gegn ofbeldi af hendi lögreglu um allan heim.“ Þá hafi hún einmitt sýnt hvað „almennir borgarar spila mikilvæg hlutverk í leit blaðamanna að sannleika og réttlæti.“ Frazier varð vitni að morðinu á Floyd þegar hún var á göngu með frændsystkini sínu i Minneapolis þann 25. maí í fyrra. Hún bar vitni fyrir dómi fyrr á þessu ári og sagðist hún hafa hafið upptökuna á símanum sínum vegna þess að: „Ég sá mann sem var dauðhræddur og bað fyrir lífi sínu.“ „Ég heyrði hann segja „ég get ekki andað.“ Hann var dauðhræddur, hann kallaði á móður sína.“ Í dómsmálinu gegn Chauvin greindi hún frá því að atvikið hafi breytt lífi hennar. „Þegar ég horfi á George Floyd horfi ég á pabba minn, ég horfi á bróður minn, frændur mína – vegna þess að þeir eru allir svartir,“ sagði hún og grét. „Og ég hugsa um það hvernig þetta hefði getað verið einn þeirra.“ Bandaríkin Kynþáttafordómar Dauði George Floyd Tengdar fréttir Krefst þrjátíu ára fangelsisdóms yfir Chauvin Saksóknari í Bandaríkjunum hefur krafist þess að Derek Chauvin, lögreglumaðurinn fyrrverandi sem sakfelldur var fyrir að hafa orðið hinum 46 ára George Floyd að bana í Minneapolis í maí á síðasta ári, verði dæmdur í þrjátíu ára fangelsi. 3. júní 2021 07:35 Fjórir lögreglumenn ákærðir vegna dauða Floyd Alríkisákærudómstóll í Bandaríkjunum hefur gefið út ákæru á hendur fjórum fyrrverandi lögreglumönnum vegna dauða Georges Floyd í Minneapolis í fyrra. Fjórmenningarnir eru sakaðir um að hafa vísvitandi brotið á borgararéttindum Floyd þegar þeir handtóku hann. 7. maí 2021 15:28 Þurfa að brjóta upp rótgróið kerfi mismununar Derek Chauvin, fyrrverandi lögregluþjónn, var sakfelldur fyrir morðið á Bandaríkjamanninum George Floyd í gærkvöldi. Kviðdómurinn ákvað að sakfella Chauvin fyrir alla ákæruliði en hámarksrefsing fyrir brotin er fjörutíu ára fangelsi. 21. apríl 2021 23:30 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira
Eins og er kannski orðið víðþekkt þá varð það myndbandið sem Frazier tók upp sem vakti helst athyglina á dauða Floyd, en hann var myrtur af hvítum lögreglumanni fyrir rúmu ári síðan í Minneapolis í Bandaríkjunum. Á myndbandinu má heyra Floyd biðja fyrir lífi sínu og kalla á lögreglumennina að hann geti ekki andað. Þá sést lögreglan krjúpa á hálsi Floyds þar til hann hættir að hreyfa sig. Myndbandsupptakan fór eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla og vakti mikla reiði. Í kjölfarið fór af stað mótmælaalda, vegna kynþáttabundins misréttis og ofbeldis, um allan heim. Þá var myndbandsupptakan helsta sönnunargagnið í dómsmálinu sem varð til þess að Derek Chauvin, lögreglumaðurinn sem kraup lengst á hálsi Floyds, var sakfelldur fyrir morð. Dauði George Floyd leiddi til mótmælaöldu um allan heim vegna lögregluofbeldis og kynþáttabundnu misrétti.Getty/Scott Olson Pulitzer-verðlaunin eru virtustu blaðamannaverðlaun Bandaríkjanna. Að sögn Pulitzer-nefndarinnar ákvað hún að veita Frazier þessi sérstöku verðlaun vegna „hugrekkisins sem það tók til að mynda morðið á George Floyd, myndband sem varð kveikjan að mótmælum gegn ofbeldi af hendi lögreglu um allan heim.“ Þá hafi hún einmitt sýnt hvað „almennir borgarar spila mikilvæg hlutverk í leit blaðamanna að sannleika og réttlæti.“ Frazier varð vitni að morðinu á Floyd þegar hún var á göngu með frændsystkini sínu i Minneapolis þann 25. maí í fyrra. Hún bar vitni fyrir dómi fyrr á þessu ári og sagðist hún hafa hafið upptökuna á símanum sínum vegna þess að: „Ég sá mann sem var dauðhræddur og bað fyrir lífi sínu.“ „Ég heyrði hann segja „ég get ekki andað.“ Hann var dauðhræddur, hann kallaði á móður sína.“ Í dómsmálinu gegn Chauvin greindi hún frá því að atvikið hafi breytt lífi hennar. „Þegar ég horfi á George Floyd horfi ég á pabba minn, ég horfi á bróður minn, frændur mína – vegna þess að þeir eru allir svartir,“ sagði hún og grét. „Og ég hugsa um það hvernig þetta hefði getað verið einn þeirra.“
Bandaríkin Kynþáttafordómar Dauði George Floyd Tengdar fréttir Krefst þrjátíu ára fangelsisdóms yfir Chauvin Saksóknari í Bandaríkjunum hefur krafist þess að Derek Chauvin, lögreglumaðurinn fyrrverandi sem sakfelldur var fyrir að hafa orðið hinum 46 ára George Floyd að bana í Minneapolis í maí á síðasta ári, verði dæmdur í þrjátíu ára fangelsi. 3. júní 2021 07:35 Fjórir lögreglumenn ákærðir vegna dauða Floyd Alríkisákærudómstóll í Bandaríkjunum hefur gefið út ákæru á hendur fjórum fyrrverandi lögreglumönnum vegna dauða Georges Floyd í Minneapolis í fyrra. Fjórmenningarnir eru sakaðir um að hafa vísvitandi brotið á borgararéttindum Floyd þegar þeir handtóku hann. 7. maí 2021 15:28 Þurfa að brjóta upp rótgróið kerfi mismununar Derek Chauvin, fyrrverandi lögregluþjónn, var sakfelldur fyrir morðið á Bandaríkjamanninum George Floyd í gærkvöldi. Kviðdómurinn ákvað að sakfella Chauvin fyrir alla ákæruliði en hámarksrefsing fyrir brotin er fjörutíu ára fangelsi. 21. apríl 2021 23:30 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira
Krefst þrjátíu ára fangelsisdóms yfir Chauvin Saksóknari í Bandaríkjunum hefur krafist þess að Derek Chauvin, lögreglumaðurinn fyrrverandi sem sakfelldur var fyrir að hafa orðið hinum 46 ára George Floyd að bana í Minneapolis í maí á síðasta ári, verði dæmdur í þrjátíu ára fangelsi. 3. júní 2021 07:35
Fjórir lögreglumenn ákærðir vegna dauða Floyd Alríkisákærudómstóll í Bandaríkjunum hefur gefið út ákæru á hendur fjórum fyrrverandi lögreglumönnum vegna dauða Georges Floyd í Minneapolis í fyrra. Fjórmenningarnir eru sakaðir um að hafa vísvitandi brotið á borgararéttindum Floyd þegar þeir handtóku hann. 7. maí 2021 15:28
Þurfa að brjóta upp rótgróið kerfi mismununar Derek Chauvin, fyrrverandi lögregluþjónn, var sakfelldur fyrir morðið á Bandaríkjamanninum George Floyd í gærkvöldi. Kviðdómurinn ákvað að sakfella Chauvin fyrir alla ákæruliði en hámarksrefsing fyrir brotin er fjörutíu ára fangelsi. 21. apríl 2021 23:30