Dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir líkamsárás og hótanir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. júní 2021 17:01 Maðurinn var dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir ofbeldi gegn tveimur konum. Vísir/Hanna Karlmaður var í dag sakfelldur í Landsrétti fyrir að hafa tvívegis veist að fyrrverandi kærustu sinni og að hafa ítrekað sent annarri fyrrverandi kærustu sinni og barnsmóður hótanir í gegn um samskiptaforrit. Hann var dæmdur í átján mánaða fangelsi og honum gert að greiða konunum miskabætur. Landsréttur þyngdi dóm mannsins úr tólf mánuðum í átján mánuði en dómur Héraðsdóms Reykjavíkur um miskabætur stóð. Maðurinn var gert að greiða annarri konunni, A, 1,7 milljónir í miskabætur og hinni, B, 200 þúsund krónur. Málin má rekja aftur til ársins 2019 þegar maðurinn veittist að fyrrverandi kærustu sinni á Miðbakka við Reykjavíkurhöfn með ofbeldi. Atvikið gerðist aðfaranótt 19. október 2019 þar sem maðurinn veitti konunni, A, ítrekuð högg og spörk sem sérstaklega beindust að höfði hennar en einnig að búk. Maðurinn reif í hár hennar, tók hana hálstaki og þrengdi að öndunarvegi hennar sem til þess var falið að setja hana í lífshættu samkvæmt dómnum. Konan hlaut augntóftargólfsbrot báðum megin, nefbeinsbrot, opið sár á höfði, mar og marga yfirborðsáverka á höfuð, mar á háls, slímhúðar og punktalaga blæðingar í munnslímhúð, yfirborðssár í hársvörð, yfirborðsáverka og maráverka víðs vegar um líkamann. Þá veittist hann einnig að konunni aðfaranótt 8. september sama ár í Keflavík þar sem hann sló hana í andlitið með þeim afleiðingum að hún hlaut áverka á andlit. Töldust þessi brot einnig brot á barnaverndarlögum þar sem hún var ekki orðin 18 ára gömul. Þá var maðurinn sakaður um að hafa þann 24. júlí 2019 veist með ofbeldi að fyrrverandi kærustu sinni og barnsmóður, B, í bifreið sem maðurinn ók áleiðis í Heiðmörk, slegið og gripið í hana og eftir að hann stöðvaði bifreiðina tekið farsíma hennar og sparkað honum út fyrir veg þannig að síminn eyðilagðist. Hann var ekki sakfelldur fyrir þennan ákærulið. Hann var þó sakfelldur fyrir að hafa ítrekað sent barnsmóður sinni hótanir í gegn um samskiptaforritið Snapchat, sem voru til þess fallnar að valda henni ótta um líf sitt, heilbrigði og velferð. Hann sendi henni: „Ég lem þig í stöppu“; „Ég tek þig og lem þig í klessu og nauðga þér þegar ég kem“; og „Þú gerir sjalfri þer bara illt verra með þessu, Ekki gera mig reiðan, Afþvi ég verð reipur [reiður] þangað til ég sé ig og þa sleppi ég henni ut á þig“. Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira
Landsréttur þyngdi dóm mannsins úr tólf mánuðum í átján mánuði en dómur Héraðsdóms Reykjavíkur um miskabætur stóð. Maðurinn var gert að greiða annarri konunni, A, 1,7 milljónir í miskabætur og hinni, B, 200 þúsund krónur. Málin má rekja aftur til ársins 2019 þegar maðurinn veittist að fyrrverandi kærustu sinni á Miðbakka við Reykjavíkurhöfn með ofbeldi. Atvikið gerðist aðfaranótt 19. október 2019 þar sem maðurinn veitti konunni, A, ítrekuð högg og spörk sem sérstaklega beindust að höfði hennar en einnig að búk. Maðurinn reif í hár hennar, tók hana hálstaki og þrengdi að öndunarvegi hennar sem til þess var falið að setja hana í lífshættu samkvæmt dómnum. Konan hlaut augntóftargólfsbrot báðum megin, nefbeinsbrot, opið sár á höfði, mar og marga yfirborðsáverka á höfuð, mar á háls, slímhúðar og punktalaga blæðingar í munnslímhúð, yfirborðssár í hársvörð, yfirborðsáverka og maráverka víðs vegar um líkamann. Þá veittist hann einnig að konunni aðfaranótt 8. september sama ár í Keflavík þar sem hann sló hana í andlitið með þeim afleiðingum að hún hlaut áverka á andlit. Töldust þessi brot einnig brot á barnaverndarlögum þar sem hún var ekki orðin 18 ára gömul. Þá var maðurinn sakaður um að hafa þann 24. júlí 2019 veist með ofbeldi að fyrrverandi kærustu sinni og barnsmóður, B, í bifreið sem maðurinn ók áleiðis í Heiðmörk, slegið og gripið í hana og eftir að hann stöðvaði bifreiðina tekið farsíma hennar og sparkað honum út fyrir veg þannig að síminn eyðilagðist. Hann var ekki sakfelldur fyrir þennan ákærulið. Hann var þó sakfelldur fyrir að hafa ítrekað sent barnsmóður sinni hótanir í gegn um samskiptaforritið Snapchat, sem voru til þess fallnar að valda henni ótta um líf sitt, heilbrigði og velferð. Hann sendi henni: „Ég lem þig í stöppu“; „Ég tek þig og lem þig í klessu og nauðga þér þegar ég kem“; og „Þú gerir sjalfri þer bara illt verra með þessu, Ekki gera mig reiðan, Afþvi ég verð reipur [reiður] þangað til ég sé ig og þa sleppi ég henni ut á þig“.
Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira