Áttar sig ekki á ákalli formanns VG Umverfis-, orku- og loftslagsráðherra segist ekki átta sig á ákalli formanns VG um að gengið verði lengra í stefnumörkun í vindorkumálum. Stefnumörkun í málaflokknum hafi verið í undirbúningi mjög lengi og nú sé kominn tími til að framkvæma. 15.8.2024 19:00
Fimm ákærðir í tengslum við andlát Perry Fimm hafa verið handteknir og ákærðir í tengslum við andlát leikarans Matthew Perry. Meðal þeirra eru þrír læknar en allir ákærðu eru sagðir hafa selt Perry ketamín og lagt sig fram um að leyna því hvað dró hann til dauða. 15.8.2024 18:07
Tryggja þurfi að vindorkan haldist í höndum þjóðarinnar Formaður Vinstri grænna kallar eftir því að umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra leggi fram stefnumörkun um vindorkumál á haustþingi. Hann telur að gera þurfi breytingar á tillögum sem lagðar voru fram á síðasta þingi. Tryggja þurfi að auðlindin haldist í höndum þjóðarinnar. 14.8.2024 19:00
Enginn vindmyllugarður án bættra vega Mikil innviðauppbygging þarf að fara fram ef áætlanir um uppbyggingu vindorkuvers í Dalabyggð eiga að ganga eftir. Verkið mun kosta minnst 40 milljarða og talið er að það muni taka minnst fimmtán ár fyrir verkið til að borga sig. 14.8.2024 13:01
Alvarleg gabbútköll, nýtt neyslurými og bongóblíða í bænum Við ræðum við forstjóra Landhelgisgæslunnar og framkvæmdastjóra Neyðarlínunnar um útkall í Kerlingarfjöllum í gær. Leitað var í nærri tuttugu tíma að tveimur ferðamönnum sem taldir voru fastir í helli en nú talið að tilkynningin hafi verið gabb. 7.8.2024 18:02
Segir líforkuver risastórt skref í átt að matvælaöryggi Matvælaráðherra segir uppbyggingu líforkuvers á Dysnesi í Eyjafirði stórt skref fyrir matvælaframleiðslu á Íslandi sem og í átt að betra hringrásarhagkerfi. Stefnt er að því að hefjast handa á næsta ári og taka á verið í notkun 2028. 7.8.2024 12:30
Skjálftavirkni meiri en landris hægara Skjálftavirkni á Reykjanesi hefur aukist en hægt á landrisi. Enn eru taldar líkur á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á svæðinu á næstu dögum. 6.8.2024 11:36
Dómsmálaráðherra brugðið og umferðin eftir Verslunarmannahelgi Dómsmálaráðherra var verulega brugðið að heyra af árás á fangaverði á föstudaginn. Hún vonar að bygging nýs fangelsis að Litla-Hrauni hefjist fljótlega á nýju ári. Rætt verður við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2. 5.8.2024 18:01
Fimm hundruð í Herjólfshöll í nótt og óöld í Bangladess Fimm hundruð leituðu skjóls í Herjólfshöll í nótt vegna veðurs. Hátíðarhöld hafa farið vel fram um helgina að sögn lögreglu. Í hádegisfréttum tökum við stöðuna á nokkrum stöðum á landinu, þar sem verslunarmannahelgi hefur verið haldin hátíðleg. 5.8.2024 12:05
Óveður um land allt og óeirðir í Bretlandi Gular viðvaranir eru í gildi á nær öllu landinu í kvöld og fram eftir morgundegi. Í kvöldfréttunum verður rætt við Karl Gauta Hjaltason, lögreglustjóra í Vestmannaeyjum, í beinni útsendingu en veðrið hefur leikið Þjóðhátíðargesti grátt. 4.8.2024 18:01
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent