Innlent

Ó­vin­sældir eftir þing­lok og meint leyndar­mál frönsku for­seta­hjónanna

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttirnar á Sýn í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttirnar á Sýn í kvöld.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur sjaldan verið jafn lítið en fylgi Samfylkingarinnar eykst samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Stuðningur bæði við Sjálfstæðisflokk og Miðflokk minnkaði eftir þinglok. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði rýnir í könnunina í fréttatímanum.

Fatlaðir lenda ítrekað í því að fá sektir fyrir að greiða ekki í bílastæði, þrátt fyrir að þeir eigi ekki að þurfa að borga. Formaður aðgengishóps ÖBÍ segir þetta ólíðandi.

Frönsku forsetahjónin hafa höfðað mál gegn bandarískum þáttastjórnanda, sem fullyrðir að forsetafrúin sé trans kona.

Gylfi Ægisson, einn ástsælasti tónsmiður landsins, er látinn. Í fréttatímanum verður farið yfir ferilinn og spilaðir bútar úr gömlum viðtölum við hann.

Við verðum í beinni útsendingu frá Hveravík á Ströndum, þar sem úrval leikara stígur á svið í kvöld og heldur tónleika.

Þórdís Elva knattspyrnukona heillaðist af liðsheildinni hjá Þrótti og segir nánast allt hafa gengið upp síðan hún samdi við félagið. Hún hlakkar til seinni hluta tímabilsins.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á Sýn, Bylgjunni og Vísi klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×