Byrjaði að hlaupa til að sýna fyrrverandi í tvo heimana Ofurhlaupakonan Mari Järsk tók þátt í sínu fyrsta langhlaupi eftir að fyrrverandi kærastinn hennar tjáði henni að hann ætlaði að taka þátt í Esju Ultra hlaupinu. Hún skráði sig til leiks án þess að hafa nokkra reynslu og endaði í þriðja sæti. 9.5.2024 13:00
Ellefu slasaðir eftir að flugtak Boeing 737 mistókst Ellefu slösuðust, þar af fjórir alvarlega, þegar Boeing 737-300 flugvél hrapaði við flugtak á Blaise Diagne flugvellinum í Dakar í Senegal. Öll starfsemi á flugvellinum hefur verið stöðvuð vegna slyssins. 9.5.2024 11:56
Rannsókn vegna meints manndráps í Kiðjabergi miðar vel Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi vegna meints manndráps í sumarhúsi í Kiðjabregi 20. apríl miðar vel að sögn yfirlögregluþjóns. Gæsluvarðhald yfir tveimur litháískum karlmönnum rennur út á morgun og verður tekin ákvörðun síðar í dag hvort farið verði fram á að það verði framlengt. 9.5.2024 10:56
Samanburður við lóðamál olíufélaganna eins „fjarri sannleikanum og hægt er“ Forsvarsmenn bílaumboðsins Heklu segja samanburð lóðamála olíufélaganna við svokallaðan Heklureit við Laugaveg, í Kastljósþætti sem sýndur var á RÚV á mánudag, eins fjarri sannleikanum og hægt er að fara. Reiturinn hafi með ósanngjörnum hætti verið tengdur við málið í þættinum. 9.5.2024 10:19
Lífshættuleg meðhöndlun barna á vöggustofum og þrír eftir í bakgarðshlaupi Samningafundur í deilu Sameykis og Félags flugmálastarfsmanna stendur nú yfir í Karphúsinu. Náist ekki samkomulag hefst ótímabundið yfirvinnu- og þjálfunarbann klukkan á fimmtudag. Við förum yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 5.5.2024 18:00
Orku- og samgöngumál efst á lista nýs sveitarfélags Listi Nýrrar sýnar hlaut meirihluta bæjarstjórnarsæta í kosningum í sameinuðu sveitarfélagi Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps í gær. Oddviti listans segir mörg stór verkefni bíða nýrrar sveitarstjórnar, mikil orkuþörf sé á svæðinu og byggja þurfi nýjan skóla á Bíldudal. 5.5.2024 13:38
Tíðindi í kjaradeilu flugvallarstarfsmanna og bein útsending úr Bakgarðshlaupinu Ríkissáttasemjari hefur boðað samningsnefndir Sameykis, Félags flugmálastarfsmanna ríkisins og Samtaka atvinnunefndir til fundar í Karphúsinu á hádegi. Formaður Sameykis er bjartsýnn á að sátt náist í deilunni. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. 5.5.2024 11:30
Landsmenn ánægðir með frammistöðu Höllu Tómasdóttur í kappræðunum Utankjörfundarkosning til embættis forseta Íslands er hafin. Búist er við að allt að 55 þúsund manns muni kjósa utan kjörfundar. Í kvöldfréttunum á Stöð 2 heyrum við hljóðið í landsmönnum eftir forsetakappræður gærkvöldsins. 4.5.2024 18:09
Rýnt í forsetakappræður og fylgst með Bakgarðshlaupi Samkvæmt nýrri Maskínukönnun líst yfir 40 prósent landsmanna illa á Katrínu Jakobsdóttur sem forsetaefni. Almannatengill segir niðurstöðurnar staðfesta að það sé engin óskastaða að vera stjórnmálamaður í framboði. Þá telur hann Höllu Hrund Logadóttur eiga langt í land með að tryggja sér forsetaembættið. 4.5.2024 11:29
Nýjustu skoðanakannanir, verkfallsaðgerðir á flugvellinum og týndur gaffall Í kvöldfréttunum förum við yfir Pallborð dagsins, þar sem Baldur Þórhallsson, Halla Hrund Logadóttir og Katrín Jakobsdóttir mættust og ræddu meðal annars málskotsréttinn, móðurmálið og niðurstöður nýjustu skoðanakannana. Heimir Már Pétursson fréttamaður rýnir svo í fylgiskannanir og greinir stöðuna. 3.5.2024 18:00
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent