Papa's Pizza, verkföll flugvallarstarfsmanna og óvæntur forsetaframbjóðandi Papa's Pizza í Grindavík opnaði dyr sínar að nýju eftir að hafa verið lokaður í meira en hálft ár. Einn eigendanna segir tíma til kominn að hægt verði að líta björtum augum til Grindavíkur. Við heimsækjum Papa's Pizza í kvöldfréttum Stöðvar 2. 2.5.2024 18:00
Biðlistinn á Stígamótum styttist í fyrsta sinn í þrjú ár Rúmlega ellefu þúsund hafa leitað til Stígamóta frá upphafi starfsemi þeirra fyrir 34 árum. Körlum sem leituðu til Stígamóta fjölgaði milli ára en biðlisti eftir fyrsta viðtali styttist í fyrsta sinn í þrjú ár. Talskona Stígamóta segir mikið ánægjuefni. 2.5.2024 13:21
Tryggja þurfi tímabundin afnot náttúruauðlinda í stjórnarskrá Þingmaður Viðreisnar segir ekki nóg að gera rekstrarleyfi til fiskeldis tímabundin til þess að sátt skapist um frumvarp matvælaráðherra um lagareldi. Málið sé skýrt dæmi um að gera þurfi breytingar á stjórnarskrá. 2.5.2024 12:31
Jarðhræringar á Reykjanesi, flug til Færeyja og verkalýðsdagurinn Enn mælist landris við Svartsengi þrátt fyrir að vísbendingar séu um að hægt hafi á því síðustu daga. Gögn benda til þess að þrýstingur sé að aukast í kvikuhólfinu undir Svartsengi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við Magnús Tuma Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði um stöðuna við Svartsengi. 1.5.2024 18:00
Einkamálefni forsetaframbjóðanda, verkalýðsdagurinn og háskólamótmæli Formaður Samtakanna '78 segir ekki slæmt að kynhneigð forsetaframbjóðenda sé til umræðu. Það sé hins vegar ekki gott að gerð sé tilraun til að gera frambjóðendur tortyggilega vegna samkynhneigðar. Rætt verður við formann Samtakanna í hádegisfréttum á Bylgjunni. 1.5.2024 11:43
Minni lyfjanotkun og meiri vellíðan í sérstöku heilabilunarþorpi Minni lyfjanotkun, meiri vellíðan og rólegra andrúmsloft er meðal þess sem starfsmenn heilabilunarþorps í Bærum í Noregi hafa orðið varir við í þorpinu. Það er hannað með mannlega nálgun og inngildingu að leiðarljósi. Einn arkítektanna segir tækifæri til að ná slíkum árangri hér á landi. 27.4.2024 23:03
Vill rjúfa framkvæmdastopp í orkumálum Samfylkingin segist staðráðin í því að rjúfa það sem hún kallar framkvæmdastopp í valdatíð núverandi ríkisstjórnar í orkumálum. Mikilvægt sé til dæmis að Hvammsvirkjun verði að veruleika. 24.4.2024 18:26
Ofbeldisbrotum fjölgar á sama tíma og lögreglumönnum fækkar Tilkynningum um alvarleg ofbeldisbrot til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað um áttatíu og fimm prósent á síðustu tíu árum á sama tíma og lögreglumönnum hefur fækkað um fjörutíu. Lögreglustjóri kallar eftir breytingum. 23.4.2024 23:44
„Það er ástæða fyrir því að farið er í að rannsaka þetta andlát“ Tæknideild lögreglu hefur að mestu lokið vettvangsrannsókn vegna manndráps í fjölbýlishúsi á Akureyri í gær. Karlmaður var síðdegis úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um að hafa banað konu. Tæknideild er enn að störfum vegna manndráps í Kiðjabergi um helgina. 23.4.2024 11:30
Mikilvægt skref en megi gera betur Öryrkjar munu hafa meira svigrúm til að afla sér tekna án þess að lífeyrir verði skertur nái frumvarp félagsmálaráðherra fram að ganga. Varaformaður ÖBÍ segir þetta mikilvægt skref en að gera megi betur. 22.4.2024 20:00