Ekki ólíklegt að þingið fari nokkra daga fram yfir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. júní 2025 12:31 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra á von á að þingstörf klárist ekki á tilsettum tíma. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra býst við að þingið fari nokkra daga fram yfir áætluð þinglok. Fjölmörg mál bíða afgreiðslu en stefnt er á að koma nokkrum stórum málum í gegn. Tólf frumvörpu hafa verið samþykkt frá áramótum og fimmtíu mál eru í nefndum. Samkvæmt starfsáætlun þingsins eru alls sex þingfundir eftir og verður fundað daglega í vikunni. Þingi á að ljúka í næstu viku. „Mér finnst ekkert ólíklegt að við förum svolítið fram yfir en það þurfa ekki endilega að vera svo margir dagar. Það fer allt eftir því hvernig staðan í þinginu þróast á næstu dögum. Samtöl þurfa auðvitað að eiga sér stað á milli þingflokksformanna og í einhverjum tilfellum formanna um hvernig við semjum um þinglok,“ segir Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra. Nokkur stór og umdeild mál bíða afgreiðslu - þar á meðal veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra, leigubílafrumvarp innviðaráðherra, frumvarp dómsmálaráðherra um sameiningu sýslumannsembætta og frumvarp um kílómetragjald á bensínbíla. „Við ætlum að klára veiðigjaldafrumvarpið, já, og við ætlum að klára mörg önnur stór mál þannig að við ætlum okkur stóra hluti í þessum þinglokum. Við erum til umræðu varðandi ýmislegt og við tökum það til okkar ef það eru sum mál sem þarf að vinna betur. Við erum bara opin í viðræðum við stjórnarandsdtöðuna en við erum með okkar forgangsröðun á hreinu og hún verður tekin til umræðu á næstu dögum.“ Kristrún segir að meirihlutinn vilji auðvitað sjá þau mál sem lögð hafa verið fram fara í gegn. Bókun 35 sé ofarlega á lista, skammtímaleiga, veiðigjöldin og svo fram vegis. „Þetta snýst allt um að við náum ákveðnum samningum á lokametrunum, oftast byggir það á því. Það þarf að vera gagnkvæmur skilningur og virðing fyrir því að það sé vilji til að klára ákveðin mál. Nú þarf bara samtalið að eiga sér stað,“ sagði Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Bendir ríkisstjórn á „byrjendanámskeið í verkefnastjórnun“ Fjöldi mála bíður nú þegar lokaspretturinn er hafinn á Alþingi. Fundað verður daglega í vikunni og alls eru sjö þingfundir eftir samkvæmt starfsáætlun. Þingflokksformaður Viðreisnar reiknar með að þinglokum seinki um nokkra daga en þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sakar ríkisstjórn um vanvirðingu við þingið og þingsköp. 2. júní 2025 21:17 Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Alþingi kemur aftur saman í dag eftir páskafrí en síðasta þingfundur fór fram 10. apríl síðastliðinn. Samkvæmt dagskrá hefst þingfundur klukkan 15 og eru óundirbúnar fyrirspurnir fyrsta mál á dagskrá. 28. apríl 2025 06:36 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fleiri fréttir Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Verndartollar marki vatnaskil í samskiptum við ESB Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Sjá meira
Tólf frumvörpu hafa verið samþykkt frá áramótum og fimmtíu mál eru í nefndum. Samkvæmt starfsáætlun þingsins eru alls sex þingfundir eftir og verður fundað daglega í vikunni. Þingi á að ljúka í næstu viku. „Mér finnst ekkert ólíklegt að við förum svolítið fram yfir en það þurfa ekki endilega að vera svo margir dagar. Það fer allt eftir því hvernig staðan í þinginu þróast á næstu dögum. Samtöl þurfa auðvitað að eiga sér stað á milli þingflokksformanna og í einhverjum tilfellum formanna um hvernig við semjum um þinglok,“ segir Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra. Nokkur stór og umdeild mál bíða afgreiðslu - þar á meðal veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra, leigubílafrumvarp innviðaráðherra, frumvarp dómsmálaráðherra um sameiningu sýslumannsembætta og frumvarp um kílómetragjald á bensínbíla. „Við ætlum að klára veiðigjaldafrumvarpið, já, og við ætlum að klára mörg önnur stór mál þannig að við ætlum okkur stóra hluti í þessum þinglokum. Við erum til umræðu varðandi ýmislegt og við tökum það til okkar ef það eru sum mál sem þarf að vinna betur. Við erum bara opin í viðræðum við stjórnarandsdtöðuna en við erum með okkar forgangsröðun á hreinu og hún verður tekin til umræðu á næstu dögum.“ Kristrún segir að meirihlutinn vilji auðvitað sjá þau mál sem lögð hafa verið fram fara í gegn. Bókun 35 sé ofarlega á lista, skammtímaleiga, veiðigjöldin og svo fram vegis. „Þetta snýst allt um að við náum ákveðnum samningum á lokametrunum, oftast byggir það á því. Það þarf að vera gagnkvæmur skilningur og virðing fyrir því að það sé vilji til að klára ákveðin mál. Nú þarf bara samtalið að eiga sér stað,“ sagði Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Bendir ríkisstjórn á „byrjendanámskeið í verkefnastjórnun“ Fjöldi mála bíður nú þegar lokaspretturinn er hafinn á Alþingi. Fundað verður daglega í vikunni og alls eru sjö þingfundir eftir samkvæmt starfsáætlun. Þingflokksformaður Viðreisnar reiknar með að þinglokum seinki um nokkra daga en þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sakar ríkisstjórn um vanvirðingu við þingið og þingsköp. 2. júní 2025 21:17 Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Alþingi kemur aftur saman í dag eftir páskafrí en síðasta þingfundur fór fram 10. apríl síðastliðinn. Samkvæmt dagskrá hefst þingfundur klukkan 15 og eru óundirbúnar fyrirspurnir fyrsta mál á dagskrá. 28. apríl 2025 06:36 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fleiri fréttir Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Verndartollar marki vatnaskil í samskiptum við ESB Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Sjá meira
Bendir ríkisstjórn á „byrjendanámskeið í verkefnastjórnun“ Fjöldi mála bíður nú þegar lokaspretturinn er hafinn á Alþingi. Fundað verður daglega í vikunni og alls eru sjö þingfundir eftir samkvæmt starfsáætlun. Þingflokksformaður Viðreisnar reiknar með að þinglokum seinki um nokkra daga en þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sakar ríkisstjórn um vanvirðingu við þingið og þingsköp. 2. júní 2025 21:17
Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Alþingi kemur aftur saman í dag eftir páskafrí en síðasta þingfundur fór fram 10. apríl síðastliðinn. Samkvæmt dagskrá hefst þingfundur klukkan 15 og eru óundirbúnar fyrirspurnir fyrsta mál á dagskrá. 28. apríl 2025 06:36
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent