Margir óttaslegnir vegna kórónuveirunnar Vel á annað þúsund manns hafði samband við heilsugæsluna í mars því það hafði áhyggjur, var með kvíða eða óttaslegið. Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir einkum aukningu meðal barna. Þó hafi ekki orðið aukning í útgáfu róandi lyfja. 12.4.2020 10:33
Algjört tekjufall hjá leiðsögumönnum og takmarkaðar bætur Leiðsögumenn lenda milli skips og bryggju þegar kemur að atvinnuleysisbótum eftir að öll verkefni þeirra þurrkuðust út af borðinu upp úr miðjum mars. 10.4.2020 15:19
Höfuðborgarbúar hlýða Víði Höfuðborgarbúar virðast að mestu hlýða Víði þessa páskana og ferðast innanhúss. 9.4.2020 21:30
Forsætisráðherra segist hafa fullan skilning á því að launahækkanir ráðamanna valdi uppnámi Katrín Jakobsdóttir bendir á að laun ráðmanna fylgi launaþróun almenna og opinbera markaðarins, geti hækkað og lækkað. 8.4.2020 20:04
Launahækkanir ráðamanna með ólíkindum á tímum verkfalla og kórónuveiru Formaður Eflingar segir launahækkanir ráðamanna sýna fram á fáránleika þeirrar beiðni stjórnvalda að allir standi saman átímum kórónuveiru. Hluti þjóðarinnar fái hækkun á ofurlaunum ámeðan meirihlutinn sjái fram áatvinnuleysi, launalækkanir og erfiðari aðstæður í starfi. 8.4.2020 12:14
Aðstandendur þurfa að velja hverjir fá að vera viðstaddir útför Prestar leita lausna til að útfæra jarðarfarir í samkomubanni. Sóknarprestur í Árbæjarkirkju segir aðstandendur í erfiðri stöðu þegar þeir þurfa að taka ákvörðun um hverjir fái að vera viðstaddir útförina og hverjir ekki. 25.3.2020 19:19
Aðeins lítill hluti astmasjúklinga í áhættuhópi Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir á ónæmisfræðideild, segir eingöngu þá sem eru með meðalslæman eða slæman astma tilheyra áhættuhópi. 24.3.2020 20:02
Þau sem eru í verndarsóttkví hafa ekki tryggð réttindi Fólk í viðkvæmum hópum með alvarlega sjúkdóma er beðið um að fara í verndarsóttkví. 24.3.2020 19:50
Fjöldi fyrirtækja skellti í lás í dag Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir fjölda fyrirtækja skella í lás í dag á fyrsta degi herts samkomubanns. 24.3.2020 16:30
Segir móður sína sem lést hafa verið með alvarlegan astma Liðlega sjötug kona sem hafði glímt við alvarlegan og krónískan astma lést í gær af völdum Covid-19 sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Hún hafði verið greind með veiruna í um viku. 24.3.2020 12:00
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent