Forsætisráðherra segist hafa fullan skilning á því að launahækkanir ráðamanna valdi uppnámi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 8. apríl 2020 20:00 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir laun æðstu embættismanna fylgja almennri launaþróun stöð 2 Forsætisráðherra segist hafa fullan skilning á því að lögbundnar launahækkanir ráðamanna valdi uppnámi á tímum kórónuveirunnar en bendir á að þær fylgi launaþróun almenna og opinbera markaðarins. Fram kom í fréttum í dag að þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar hafi fengið 70 til 130 þúsund króna launahækkun 1. janúar. Laun forseta Íslands hækkuðu um tæpar 190 þúsund krónur. Áður hafði komið fram að forsetinn hafi hafnað launahækkuninni en það er rangt, hann frestaði henni einungis eins og aðrir ráðamenn en hækkunin átti að taka gildi síðasta sumar. Laun ráðamanna hafa ekki hækkað frá 2016 en þá var sett í lög að laun séu ákvörðuð eftir mati Hagstofunnar á launabreytingum og kjararannsóknum. „Þannig að breytingin sem var gerð með lögum var að kjararáð var lagt niður og þessi hópur, æðstu embættismenn, myndu einfaldlega fylgja launaþróun á opinberum markaði sem aftur fylgir launaþróun á almennum markaði, hvort sem það er til hækkunar eða lækkunar“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Launabreytingar ráðamanna eru framkvæmdar 1. júlí hvert ár samkvæmt lögunum. Launahækkunin sem nú er til umræðu var frestað síðasta júlí vegna lífskjarasamninganna. Launahækkunin sem á að koma fram í júlí næstkomandi hefur einnig verið frestað vegna ástandsins í samfélaginu. En launahækkanir á tímum atvinnuleysis, skertra kjara og erfiðra aðstæða falla ekki í sérlega góðan farveg hjá mörgum og segist forsætisráðherra hafa fullan skilning á því. Er í skoðun að hafna þessari launahækkun? „Ég held að við séum öll meðvituð um það að allar forsendur ríkisfjármála eru að breytast núna og það getur haft áhrif á launaþróun allra í samfélaginu og það getur átt við um okkur eins og aðra.“ Forsætisráðherra ræddi launahækkanir jafnframt við Reykjavík síðdegis í dag. Alþingi Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Launahækkanir ráðamanna með ólíkindum á tímum verkfalla og kórónuveiru Formaður Eflingar segir launahækkanir ráðamanna sýna fram á fáránleika þeirrar beiðni stjórnvalda að allir standi saman átímum kórónuveiru. Hluti þjóðarinnar fái hækkun á ofurlaunum ámeðan meirihlutinn sjái fram áatvinnuleysi, launalækkanir og erfiðari aðstæður í starfi. 8. apríl 2020 12:14 Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun Laun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hækkaði um tæplega 130 þúsund krónur. 8. apríl 2020 08:00 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Forsætisráðherra segist hafa fullan skilning á því að lögbundnar launahækkanir ráðamanna valdi uppnámi á tímum kórónuveirunnar en bendir á að þær fylgi launaþróun almenna og opinbera markaðarins. Fram kom í fréttum í dag að þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar hafi fengið 70 til 130 þúsund króna launahækkun 1. janúar. Laun forseta Íslands hækkuðu um tæpar 190 þúsund krónur. Áður hafði komið fram að forsetinn hafi hafnað launahækkuninni en það er rangt, hann frestaði henni einungis eins og aðrir ráðamenn en hækkunin átti að taka gildi síðasta sumar. Laun ráðamanna hafa ekki hækkað frá 2016 en þá var sett í lög að laun séu ákvörðuð eftir mati Hagstofunnar á launabreytingum og kjararannsóknum. „Þannig að breytingin sem var gerð með lögum var að kjararáð var lagt niður og þessi hópur, æðstu embættismenn, myndu einfaldlega fylgja launaþróun á opinberum markaði sem aftur fylgir launaþróun á almennum markaði, hvort sem það er til hækkunar eða lækkunar“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Launabreytingar ráðamanna eru framkvæmdar 1. júlí hvert ár samkvæmt lögunum. Launahækkunin sem nú er til umræðu var frestað síðasta júlí vegna lífskjarasamninganna. Launahækkunin sem á að koma fram í júlí næstkomandi hefur einnig verið frestað vegna ástandsins í samfélaginu. En launahækkanir á tímum atvinnuleysis, skertra kjara og erfiðra aðstæða falla ekki í sérlega góðan farveg hjá mörgum og segist forsætisráðherra hafa fullan skilning á því. Er í skoðun að hafna þessari launahækkun? „Ég held að við séum öll meðvituð um það að allar forsendur ríkisfjármála eru að breytast núna og það getur haft áhrif á launaþróun allra í samfélaginu og það getur átt við um okkur eins og aðra.“ Forsætisráðherra ræddi launahækkanir jafnframt við Reykjavík síðdegis í dag.
Alþingi Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Launahækkanir ráðamanna með ólíkindum á tímum verkfalla og kórónuveiru Formaður Eflingar segir launahækkanir ráðamanna sýna fram á fáránleika þeirrar beiðni stjórnvalda að allir standi saman átímum kórónuveiru. Hluti þjóðarinnar fái hækkun á ofurlaunum ámeðan meirihlutinn sjái fram áatvinnuleysi, launalækkanir og erfiðari aðstæður í starfi. 8. apríl 2020 12:14 Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun Laun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hækkaði um tæplega 130 þúsund krónur. 8. apríl 2020 08:00 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Launahækkanir ráðamanna með ólíkindum á tímum verkfalla og kórónuveiru Formaður Eflingar segir launahækkanir ráðamanna sýna fram á fáránleika þeirrar beiðni stjórnvalda að allir standi saman átímum kórónuveiru. Hluti þjóðarinnar fái hækkun á ofurlaunum ámeðan meirihlutinn sjái fram áatvinnuleysi, launalækkanir og erfiðari aðstæður í starfi. 8. apríl 2020 12:14
Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun Laun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hækkaði um tæplega 130 þúsund krónur. 8. apríl 2020 08:00