Ísland í stóru hlutverki í heimildarmynd um Ischgl Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 26. apríl 2020 10:45 Christof Lang var hér á landi í vikunni að taka viðtöl fyrir heimildarmyndina. Næsti viðkomustaður er skíðabærinn Ischgl. vísir/sigurjón Þýskur fréttamaður hefur verið á Íslandi síðustu daga vegna heimildamyndargerðar um kórónuveirusmitin á skíðasvæðinu í Ischgl í Austurríki. Christof Lang, fréttamaður hjá Infonetwork RTL í Þýskalandi, tók viðtöl í vikunni við sóttvarnalækni, Kára Stefánsson og Íslending sem greindist með kórónuveiruna eftir að hafa verið á skíðum í Ischgl. Fyrstu viðvaranir um smit í bænum komu frá íslenskum heilbrigðisyfirvöldum eftir að veiran uppgötvaðist í Íslendingum sem höfðu verið í fríi í bænum. Þannig var Ísland fyrst til að skilgreina bæinn sem áhættusvæði. Ísland gerði allt rétt „Ísland gerði allt rétt,“ segir Christof. „Viðvaranir komu tímanlega en það sem er áhugavert við þetta er af hverju enginn veitti þeim athygli. Annað sem er áhugavert við Ísland er hvernig hefur verið tekist á við kórónuveiruna. Það er ansi aðdáunarvert.“ Sjá einnig: Djammstaðurinn Ischgl sem sýkti hálfa Evrópu Christof fór sjálfur á skíði til Ischgl, einum degi eftir að viðvörun kom frá Íslandi en hann vissi ekki af því, frekar en aðrir ferðalangar. „Konan mín er ólétt og hún sagði við mig að ég væri ekkert að fara á svæðið ef þar væri veira. En ég sagði bara nei, það er engin smithætta þarna, ég er búinn að kanna það. En raunin er að fólk var að smitast á svæðinu dagana áður en ég kom og ég ásamt fimm félögum mínum smituðumst allir. Þess vegna er ég að gera þessa heimildarmynd, af því að þetta snertir mig persónulega.“ Christof segir hæg viðbrögð í bænum tengjast gífurlegum fjárhagslegum hagsmunum enda velti skíðasvæðið 300 milljónum evra á hverjum vetri. „Þetta var bara eins og alltaf. Ekkert verið að ræða veiruna, engar viðvaranir, engar fjarlægðir milli manna. Enginn leiddi hugann að veirunni og ég gerði það ekki sjálfur, því ég hélt ég væri alveg öruggur á þessu svæði.“ Christof fór héðan af landi á fimmtudag og var á leiðinni til Ischgl þar sem hann ætlar að ræða við hótel- og bareigendur og fólkið sem starfar á svæðinu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Austurríki Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Djammstaðurinn Ischgl sem sýkti hálfa Evrópu Þrátt fyrir að viðvörunarbjöllur hafi hljómað víða um Evrópu og austurríska skíðasvæðið Ischgl verið skilgreint sem sérstakt áhættusvæði af heilbrigðisyfirvöldum nokkurra landa, hélt partýið áfram dag eftir dag. 29. mars 2020 14:58 Ætla að breyta ímynd Ischgl Skíðasvæðið alræmda í austurríska alpabænum Ischgl, sem komst í umræðuna vegna gruns um að staðurinn væri miðpunktur kórónuveirufaraldursins í Evrópu, mun umbreytast að faraldrinum loknum. 24. apríl 2020 09:20 Rannsaka hvort „flautubarinn“ hafi falið tilfelli Yfirvöld í Austurríki rannsaka nú hvort að eigendur vinsæls bars í skíðabænum Ischgl hafi haldið kórónuveirusmiti starfsmanns þar leyndu. Fjöldi Íslendinga er á meðal hundruð manna sem hafa greinst með veiruna og rakið hefur verið til bæjarins. 23. mars 2020 16:37 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Þýskur fréttamaður hefur verið á Íslandi síðustu daga vegna heimildamyndargerðar um kórónuveirusmitin á skíðasvæðinu í Ischgl í Austurríki. Christof Lang, fréttamaður hjá Infonetwork RTL í Þýskalandi, tók viðtöl í vikunni við sóttvarnalækni, Kára Stefánsson og Íslending sem greindist með kórónuveiruna eftir að hafa verið á skíðum í Ischgl. Fyrstu viðvaranir um smit í bænum komu frá íslenskum heilbrigðisyfirvöldum eftir að veiran uppgötvaðist í Íslendingum sem höfðu verið í fríi í bænum. Þannig var Ísland fyrst til að skilgreina bæinn sem áhættusvæði. Ísland gerði allt rétt „Ísland gerði allt rétt,“ segir Christof. „Viðvaranir komu tímanlega en það sem er áhugavert við þetta er af hverju enginn veitti þeim athygli. Annað sem er áhugavert við Ísland er hvernig hefur verið tekist á við kórónuveiruna. Það er ansi aðdáunarvert.“ Sjá einnig: Djammstaðurinn Ischgl sem sýkti hálfa Evrópu Christof fór sjálfur á skíði til Ischgl, einum degi eftir að viðvörun kom frá Íslandi en hann vissi ekki af því, frekar en aðrir ferðalangar. „Konan mín er ólétt og hún sagði við mig að ég væri ekkert að fara á svæðið ef þar væri veira. En ég sagði bara nei, það er engin smithætta þarna, ég er búinn að kanna það. En raunin er að fólk var að smitast á svæðinu dagana áður en ég kom og ég ásamt fimm félögum mínum smituðumst allir. Þess vegna er ég að gera þessa heimildarmynd, af því að þetta snertir mig persónulega.“ Christof segir hæg viðbrögð í bænum tengjast gífurlegum fjárhagslegum hagsmunum enda velti skíðasvæðið 300 milljónum evra á hverjum vetri. „Þetta var bara eins og alltaf. Ekkert verið að ræða veiruna, engar viðvaranir, engar fjarlægðir milli manna. Enginn leiddi hugann að veirunni og ég gerði það ekki sjálfur, því ég hélt ég væri alveg öruggur á þessu svæði.“ Christof fór héðan af landi á fimmtudag og var á leiðinni til Ischgl þar sem hann ætlar að ræða við hótel- og bareigendur og fólkið sem starfar á svæðinu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Austurríki Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Djammstaðurinn Ischgl sem sýkti hálfa Evrópu Þrátt fyrir að viðvörunarbjöllur hafi hljómað víða um Evrópu og austurríska skíðasvæðið Ischgl verið skilgreint sem sérstakt áhættusvæði af heilbrigðisyfirvöldum nokkurra landa, hélt partýið áfram dag eftir dag. 29. mars 2020 14:58 Ætla að breyta ímynd Ischgl Skíðasvæðið alræmda í austurríska alpabænum Ischgl, sem komst í umræðuna vegna gruns um að staðurinn væri miðpunktur kórónuveirufaraldursins í Evrópu, mun umbreytast að faraldrinum loknum. 24. apríl 2020 09:20 Rannsaka hvort „flautubarinn“ hafi falið tilfelli Yfirvöld í Austurríki rannsaka nú hvort að eigendur vinsæls bars í skíðabænum Ischgl hafi haldið kórónuveirusmiti starfsmanns þar leyndu. Fjöldi Íslendinga er á meðal hundruð manna sem hafa greinst með veiruna og rakið hefur verið til bæjarins. 23. mars 2020 16:37 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Djammstaðurinn Ischgl sem sýkti hálfa Evrópu Þrátt fyrir að viðvörunarbjöllur hafi hljómað víða um Evrópu og austurríska skíðasvæðið Ischgl verið skilgreint sem sérstakt áhættusvæði af heilbrigðisyfirvöldum nokkurra landa, hélt partýið áfram dag eftir dag. 29. mars 2020 14:58
Ætla að breyta ímynd Ischgl Skíðasvæðið alræmda í austurríska alpabænum Ischgl, sem komst í umræðuna vegna gruns um að staðurinn væri miðpunktur kórónuveirufaraldursins í Evrópu, mun umbreytast að faraldrinum loknum. 24. apríl 2020 09:20
Rannsaka hvort „flautubarinn“ hafi falið tilfelli Yfirvöld í Austurríki rannsaka nú hvort að eigendur vinsæls bars í skíðabænum Ischgl hafi haldið kórónuveirusmiti starfsmanns þar leyndu. Fjöldi Íslendinga er á meðal hundruð manna sem hafa greinst með veiruna og rakið hefur verið til bæjarins. 23. mars 2020 16:37