Smellti rembingskossi á eiginkonuna við heimkomuna Julian Assange er kominn til Ástralíu, sem frjáls maður í fyrsta sinn í fjórtán ár. Assange undirritaði í nótt samkomulag vegna dómssáttar sinnar þar sem hann játaði að hafa brotið njósnalög. Við komuna þakkaði hann forsætisráðherra Ástralíu fyrir að bjarga lífi sínu. Þingmaður Pírata og fulltrúi á Evrópuráðsþinginu segir mikið fagnaðarefni að Assange sé kominn heim, en á sama tíma sé umhugsunarefni að hann hafi neyðst til að játa brot á njósnalögum. 26.6.2024 12:23
Ætla megi að gögn fórnarlamba rati til rússnesku leyniþjónustunnar Það er kraftaverki líkast að tekist hafi að gefa út Morgunblaðið í dag eftir alvarlega tölvuárás í gær að mati aðstoðarritstjóra. Hópurinn á bak við árásina er skæður á alþjóðavettvangi og ætla má að gögn sem þrjótarnir komast yfir í árásum sínum rati í hendur rússnesku leyniþjónustunnar að sögn lektors í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík. 24.6.2024 20:01
„Mikið þrekvirki“ að koma Morgunblaðinu út í morgun Árvakur er fjórða fórnarlamb rússneska netglæpahópsins Akira á Íslandi á skömmum tíma. Hópurinn virðist komast upp með að stunda glæpastarfsemi sína óáreittur í Rússlandi að sögn netöryggissérfræðings. Árásin sem gerð var á Árvakur í gær er litin grafalvarlegum augum og litlu mátti muna að Morgunblaðið kæmi ekki út í morgun, sem sjaldan eða aldrei hefur gerst í yfir hundrað ára sögu blaðsins að sögn aðstoðarritstjóra. 24.6.2024 12:48
„Þetta er árás á lýðræðið í landinu” Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segir að netárásin sem gerð var á Árvakur í gær jafngildi árás á lýðræðið á Íslandi og frjáls skoðanaskipti í landinu. Þetta skrifar Lilja í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun. 24.6.2024 10:27
Jaðarlistamenn eiga sviðið í vikunni Jaðarlistamenn eiga sviðið á Reykjavík Fringe hátíðinni sem fer fram um allan bæ í vikunni. 19.6.2024 23:39
„Sorglegt að þurfa að rífa þetta hús“ Grindvíkingar syrgja nýlegt íþróttahús bæjarins sem þarf að rífa en segja það einnig nauðsynlegt til að tryggja öryggi. 19.6.2024 21:36
Stýra hvorki né stoppa hraunflæði með vatni Slökkvilið og verktakar hafa staðið í ströngu við að halda hraunflæði í skefjum við Svartsengi síðasta sólarhringinn. 19.6.2024 21:01
„Þetta er breyting sem er ekki í takt við lögin“ Hæstaréttarlögmaður efast um lögmæti gjaldtöku á bílastæðum við innanlandflugvelli. Slíkt feli í sér möguleg brot á jafnræðisreglu og meiriháttar stefnubreytingu sem kalli á aukna pólitíska umræðu. Fátt virðist koma í veg fyrir að gjaldtaka hefjist á bílastæðum við þrjá innanlandsflugvelli á næstu dögum, en nýtt útspil fjármálaráðherra tefur málið. 18.6.2024 20:00
„Þetta setur okkur í svolítið einkennilega stöðu“ Óvissa ríkir um hvenær fyrirhuguð gjaldtaka á bílastæðum við innanlandsflugvelli hefst, sem átti að hefjast í vikunni. Málið strandar hjá fjármálaráðherra sem hefur ekki undirritað þjónustusamning sem þegar hefur verið endurnýjaður milli innviðaráðuneytisins og Isavia. Þetta setur Isavia í einkennilega stöðu að sögn framkvæmdastjóra Isavia innanlandsflugvalla. 18.6.2024 12:31
Kynntu á annað hundrað aðgerðir í loftslagsmálum Hundrað og fimmtíu aðgerðir voru kynntar í nýrri áætlun í loftslagsmálum í dag. Hún felur í sér grundvallarbreytingu í nálgun stjórnvalda hvað varðar samtal við atvinnulíf og sveitarfélög um loftslagsmál. Fjórir ráðherrar ríkisstjórnarinnar kynntu uppfærða útgáfu aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum í dag. Aðgerðaáætlunin samanstendur af 92 loftslagsaðgerðum og 58 loftslagstengdum verkefnum. 14.6.2024 21:01