Olíufyrirtæki skila methagnaði í skugga verðhækkana Alþjóðlegir orkurisar hafa stórgrætt á umfangsmiklum hækkunum á mörkuðum fyrir gas og olíu að undanförnu og skiluðu mörg hver methagnaði á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. 5.5.2022 11:40
Bein útsending: Varpa ljósi á stöðu og þróun leikskólavistunar ungra barna BSRB – heildarsamtök stéttarfélaga starfsfólks í almannaþjónustu kynna í dag niðurstöður skýrslu sem er ætlað að varpa ljósi á stöðu og þróun leikskólavistunar ungra barna á Íslandi og atvinnuþátttöku foreldra. 5.5.2022 10:07
Bein útsending: Kynningarfundur Framsóknar í Reykjavík Framsóknarflokkurinn í Reykjavík boðar til kynningarfundar klukkan 17:30 þar sem málefnaáherslur flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar verða kynntar. 4.5.2022 17:03
Arion banki skilaði 5,8 milljarða hagnaði á fyrsta ársfjórðungi Arion banki hagnaðist um 5.818 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2022, samanborið við 6.039 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Var arðsemi eiginfjár 12,7% á fyrstu þremur mánuðum þessa árs og námu heildareignir 1.341 milljörðum króna í lok mars, samanborið við 1.314 milljarða króna í árslok 2021. 4.5.2022 16:51
Musk íhugar að rukka vissa aðila fyrir notkun Twitter Auðkýfingurinn Elon Musk, sem vinnur nú að því að ganga frá kaupum sínum á Twitter, segir að samfélagsmiðilinn komi mögulega til með að rukka stjórnvöld og aðila sem noti Twitter í viðskiptalegum tilgangi „vægt“ gjald fyrir notkunina. Þó muni almennir notendur ávallt geta notað Twitter að endurgjaldslausu. 4.5.2022 16:22
Ölgerðin hélt langþráða árshátíð í tékkneskum kastala Árshátíð Ölgerðarinnar var haldin með pompi og prakt í Prag í Tékklandi á laugardag þar sem 450 starfsmenn komu saman í Prag kastala. Það færist nú í aukana að fyrirtæki haldi starfsmannafögnuði sína á erlendri grundu en skömmu á undan Ölgerðinni hélt verkfræðistofan Efla árshátíð sína í Marrakesh í Marokkó. 4.5.2022 14:19
Nefna þrjár götur á Ártúnshöfða til heiðurs Eystrasaltsríkjunum Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í morgun að þrjár götur í nýja Ártúnshöfðahverfinu yrðu nefndar til heiðurs Eystrasaltsríkjunum. Verða samliggjandi göturnar nefndar Litháenbryggja, Lettlandsbryggja og Eistlandsbryggja. 4.5.2022 11:10
Losun dróst saman en áfram vantar upp í markmið Íslands Nokkur samdráttur mældist í losun gróðurhúsaloftegunda á Íslandi árið 2020 og munar mestu um samdrátt í notkun jarðefnaeldsneytis í samgöngum. Má gera ráð fyrir að sú breyting skýrist að töluverðu leyti af áhrifum heimsfaraldurs Covid-19. 3.5.2022 16:56
Kara Connect tryggir sér 828 milljónir Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Kara Connect hefur lokið sex milljóna evru, eða jafnvirði 828 milljóna íslenskra króna, fjármögnun til að byggja upp sölu- og markaðsteymi fyrir erlenda markaði. Fyrirtækið þróar stafræna vinnustöð sem tengir sérfræðinga í heilbrigðis- og velferðarþjónustu við skjólstæðinga. 3.5.2022 14:36
Tix ræður þrjá úkraínska forritara Tix Ticketing hefur bætt við þremur forriturum í hugbúnaðarteymið sitt sem staðsettir eru á nýrri skrifstofu fyrirtækisins í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu. 3.5.2022 11:30