Enga menningu að finna í boxum Elísabet Inga Sigurðardóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 2. mars 2023 19:48 Elísabet Jökulsdóttir vill að barist verði fyrir því að halda lífi í bréfaskiptum landsmanna. Vísir/Egill Pósthús eru menning á undanhaldi að sögn rithöfundar sem harmar breytta póstþjónustu. Pósthúsum hefur víða verið lokað og segir hún að reka þurfi áróður fyrir bréfaskriftum. Í vikunni var greint frá því að Pósthúsinu í Mjódd yrði fljótlega skellt í lás. Fréttin er ekki einsdæmi því sömu sögu er að segja af pósthúsinu í Ólafsvík, Hveragerði, Bolungarvík, Súðavík, Grenivík, á Laugum, Reykjahlíð, Skagaströnd og Kópaskeri svo dæmi séu tekin. Pósthúsinu í Vesturbæ hefur verið lokað og er hverfispósthús Vesturbæinga nú í Síðumúla en ferðatíminn frá Hagatorgi að pósthúsinu tekur hátt í fjörutíu mínútur með strætó. Forstjóri Póstsins hefur sagt breytingar á póstþjónustu í takt við breyttar þarfir og kröfur neytenda enda hafi dregið úr eftirspurn eftir afgreiðslu pósthúsa. Elísabetu Jökulsdóttur rithöfundi finnst sorglegt að pósthús landsins séu svo gott sem á undanhaldi enda mikil menning fólgin í þjónustunni. „Á pósthúsinu kemur fólk saman og stendur í biðröð og er að senda mikilvægar sendingar.“ Pósthúsin séu mörg hver merkileg, sér í lagi pósthúsið í Pósthússtræti sem nú er mathöll. „Svona falleg pósthús eins og pósthúsið niðri í Pósthússtræti, maður sá það hvað það var merkilegt að reka pósthús, þetta var allt svo fallegt og útskorið,“ bætir Elísabet við. Leggur til áróðursherferð Elísabetu þykir sérstaklega miður hversu margir séu hættir að senda bréf og hvetur fólk til að gera meira af því. „Mér finnst ekki að við ættum að vera loka pósthúsunum heldur frekar að reka áróður fyrir því að við sendum bréf.“ Póstbox hafa að einhverju leyti komið í stað pósthúsa en Elísabet segir litla menningu að finna í slíkum boxum. „Það er ómögulegt. Við viljum ekkert svoleiðis heldur almennilegt pósthús,“ segir hún að lokum. Pósturinn Menning Reykjavík Neytendur Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Í vikunni var greint frá því að Pósthúsinu í Mjódd yrði fljótlega skellt í lás. Fréttin er ekki einsdæmi því sömu sögu er að segja af pósthúsinu í Ólafsvík, Hveragerði, Bolungarvík, Súðavík, Grenivík, á Laugum, Reykjahlíð, Skagaströnd og Kópaskeri svo dæmi séu tekin. Pósthúsinu í Vesturbæ hefur verið lokað og er hverfispósthús Vesturbæinga nú í Síðumúla en ferðatíminn frá Hagatorgi að pósthúsinu tekur hátt í fjörutíu mínútur með strætó. Forstjóri Póstsins hefur sagt breytingar á póstþjónustu í takt við breyttar þarfir og kröfur neytenda enda hafi dregið úr eftirspurn eftir afgreiðslu pósthúsa. Elísabetu Jökulsdóttur rithöfundi finnst sorglegt að pósthús landsins séu svo gott sem á undanhaldi enda mikil menning fólgin í þjónustunni. „Á pósthúsinu kemur fólk saman og stendur í biðröð og er að senda mikilvægar sendingar.“ Pósthúsin séu mörg hver merkileg, sér í lagi pósthúsið í Pósthússtræti sem nú er mathöll. „Svona falleg pósthús eins og pósthúsið niðri í Pósthússtræti, maður sá það hvað það var merkilegt að reka pósthús, þetta var allt svo fallegt og útskorið,“ bætir Elísabet við. Leggur til áróðursherferð Elísabetu þykir sérstaklega miður hversu margir séu hættir að senda bréf og hvetur fólk til að gera meira af því. „Mér finnst ekki að við ættum að vera loka pósthúsunum heldur frekar að reka áróður fyrir því að við sendum bréf.“ Póstbox hafa að einhverju leyti komið í stað pósthúsa en Elísabet segir litla menningu að finna í slíkum boxum. „Það er ómögulegt. Við viljum ekkert svoleiðis heldur almennilegt pósthús,“ segir hún að lokum.
Pósturinn Menning Reykjavík Neytendur Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira