Foreldrar krafist úrbóta áður en myglan greindist en talað fyrir daufum eyrum Fanndís Birna Logadóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 2. mars 2023 23:51 Bjarni Magnússon, formaður Foreldrafélags Melaskóla. Vísir/Egill Unnið er að leiðum til að bregðast við myglu í Melaskóla og framkvæmdir gætu hafist í vor. Deildarstjóri viðhalds hjá Reykjavíkurborg segir bestu leiðina vera að endurnýja innra og ytra byrði hússins en til þess þurfi að aflétta friðunarákvæði. Formaður foreldrafélags skólans segir félagið lengi hafa kallað eftir því að brugðist verði við slæmu ástandi hússins en talað fyrir daufum eyrum. Myglan greindist í skólanum eftir sýnatökur í desember en af fimmtíu sýnum reyndist myglu vera að finna í 34 þeirra. Kjarnasýni bentu til þess að myglu væri að finna nokkuð víða en hún virðist að mestu bundin við eldri byggingu skólans sem var tekin í notkun fyrir tæpum 80 árum. Yfirvöld hafa þegar brugðist við á nokkra vegu, búið er að sótthreinsa stofur og koma fyrir loftræstitækjum. Fáir virðast hafa veikst vegna myglunnar, sem er að mestu undir þykkum dúkum sem er að finna víða í skólanum en ekki á yfirborðinu. Rúnar Ingi Guðjónsson, deildarstjóri viðhaldsdeildar hjá Reykjavíkurborg, segir að óskað hafi verið eftir úttektinni einfaldlega þar sem verið var að forgangsraða byggingum í Reykjavík út frá endurnýjunar- og viðhaldsþörf. „Þessi skoðun var ekki gerð því það voru einhverjar kvartanir um slæma innivist heldur var þetta fyrst og fremst undirbúningsvinna fyrir endurnýjun á fasa sem að Melaskóli er að fara í,“ segir Rúnar en til stóð að færa Melaskóla upp um forgangsflokk eftir framkvæmdir í Hagaskóla. Talað fyrir daufum eyrum Líklegt er að framkvæmdir á húsnæði skólans muni taka einhver ár og ekki liggur fyrir hver eða hverjar af þeim tillögum sem lagðar hafa verið fram verði fyrir valinu. Fá börn virðast hafa veikst en samkvæmt skólastjóra Melaskóla á eftir að staðfesta hvort veikindi tveggja til þriggja nemenda tengist myglunni. Ljóst er viðhald er víða aðkallandi í Melaskóla.Vísir/Egill Bjarni Magnússon, formaður Foreldrafélags Melaskóla, segir stjórn félagsins hafa áhyggjur af stöðu mála og leggja áherslu á að borgaryfirvöld vandi til verka og tryggi öryggi og heilsu nemenda auk starfsfólks. Forráðamenn sátu nýverið kynningarfund með fulltrúum borgarinnar og EFLU verkfræðistofu. Bjarni segir nú beðið eftir frekari svörum og foreldrar muni þrýsta á að gripið verði til aðgerða sem dugi til að laga húsnæði skólans. Foreldrar hafi áður gert athugasemdir við leka í húsnæðinu og kallað eftir úrbótum. „Í fjölda fjölda ára hafa ég og forverar mínir í starfi varað við þessu og sagt frá þessu ár eftir ár eftir ár og talað fyrir daufum árum eyrum borgarinnar,“ segir Bjarni. Að mati skýrsluhöfunda er ein fýsilegasta tillagan að breyta ytra byrði hússins en Bjarni telur að önnur leið verði farin. „Mér þykir ólíklegt að það verði farið í að klæða þetta eitt af glæsilegri húsum borgarinnar.“ Ljóst er að finna þarf nemendum pláss á öðrum stað í borginni í ljósi stöðunnar og leggur Bjarni áherslu á að fundið verði húsnæði í hverfinu svo börn verði ekki flutt langflutningum milli borgarhluta á hverjum degi. Leggja til þrjár ólíkar leiðir Ljóst er að nokkuð umfangsmiklar framkvæmdir séu fram undan en í skýrslu EFLU, sem kynnt var nýlega, eru lagðar til þrjár leiðir til viðgerða. Leið A felur í sér að farið verði í allsherjar endurnýjun á ytra og innra byrði hússins, það einangrað og vatnsvarnarlagi komið fyrir en til þess þarf að aflétta friðunar ákvæði sem er á ytri hjúp hússins. Leið B felur í sér að veggir verði hreinsaðir, sýnilegar sprungur þéttar, steining hússins og gluggar endurnýjaðir, og innra byrði endurbyggt á sama máta og upprunalega var gert. Reynt hefur verið að bæta aðbúnað í skólanum með ýmsum leiðum.Vísir/Egill Leið C felur aðeins í sér að halda staðbundnum aðgerðum áfram, skipta aðeins um glugga sem leka og fjarlægja dúka og ílögn sem eru um metra frá veggjum. Seinni tvær leiðirnar munu aðeins duga í nokkur ár samkvæmt skýrslunni, kostirnir aðrir en að útlit hússins verði óbreytt séu fáir og hætta á að mygla komi upp aftur auk þess sem þörf gæti verið á öðrum viðgerðum. Fyrsta leiðin, sem minnkar líku á örveruvexti og tryggir heilbrigða innivist, er því talin best byggingafræðilega séð og varanleg þar sem hún muni endast í þrjátíu til fimmtíu ár. Ákveðið flækjustig blasir þó við þar sem húsið er friðað líkt og áður segir, bæði að innan og utan. Vilja forðast miklar breytingar á útliti skólans „Það er full ástæða til að halda útlitinu eins langt og hægt er að komast með að halda því og að innan er það þannig séð ekkert vandamál í okkar augum. Vandamálið er ytra byrði hússins og ég sem byggingafræðimenntaður myndi vilja setja veðurhjúp utan á húsið, án þess þó að við séum að rífa það niður eða fjarlægja það, það mun standa áfram,“ segir Rúnar, deildarstjóri viðhaldsdeildar hjá borginni. Næstu skref séu að ræða við stjórnendur og eiganda hússins en fyrst og fremst við Minjastofnun. „Við þurfum að tryggja það að ytra byrði hússins sé vatnshelt og það er bara áskorun sem að við erum í þegar búin að bóka fund með Minjastofnun strax í næstu viku,“ segir Rúnar. Álit sérfræðinga er að myglan sé ekki að breiðast út og því talið nokkuð óhætt að bíða svo að skólastarf raskist sem minnst. „Núna er bara undirbúningur í fullum gangi þannig að framkvæmdir hefjast strax að loknu skólastarfi í vor,“ segir hann. Reykjavík Mygla Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Myglan greindist í skólanum eftir sýnatökur í desember en af fimmtíu sýnum reyndist myglu vera að finna í 34 þeirra. Kjarnasýni bentu til þess að myglu væri að finna nokkuð víða en hún virðist að mestu bundin við eldri byggingu skólans sem var tekin í notkun fyrir tæpum 80 árum. Yfirvöld hafa þegar brugðist við á nokkra vegu, búið er að sótthreinsa stofur og koma fyrir loftræstitækjum. Fáir virðast hafa veikst vegna myglunnar, sem er að mestu undir þykkum dúkum sem er að finna víða í skólanum en ekki á yfirborðinu. Rúnar Ingi Guðjónsson, deildarstjóri viðhaldsdeildar hjá Reykjavíkurborg, segir að óskað hafi verið eftir úttektinni einfaldlega þar sem verið var að forgangsraða byggingum í Reykjavík út frá endurnýjunar- og viðhaldsþörf. „Þessi skoðun var ekki gerð því það voru einhverjar kvartanir um slæma innivist heldur var þetta fyrst og fremst undirbúningsvinna fyrir endurnýjun á fasa sem að Melaskóli er að fara í,“ segir Rúnar en til stóð að færa Melaskóla upp um forgangsflokk eftir framkvæmdir í Hagaskóla. Talað fyrir daufum eyrum Líklegt er að framkvæmdir á húsnæði skólans muni taka einhver ár og ekki liggur fyrir hver eða hverjar af þeim tillögum sem lagðar hafa verið fram verði fyrir valinu. Fá börn virðast hafa veikst en samkvæmt skólastjóra Melaskóla á eftir að staðfesta hvort veikindi tveggja til þriggja nemenda tengist myglunni. Ljóst er viðhald er víða aðkallandi í Melaskóla.Vísir/Egill Bjarni Magnússon, formaður Foreldrafélags Melaskóla, segir stjórn félagsins hafa áhyggjur af stöðu mála og leggja áherslu á að borgaryfirvöld vandi til verka og tryggi öryggi og heilsu nemenda auk starfsfólks. Forráðamenn sátu nýverið kynningarfund með fulltrúum borgarinnar og EFLU verkfræðistofu. Bjarni segir nú beðið eftir frekari svörum og foreldrar muni þrýsta á að gripið verði til aðgerða sem dugi til að laga húsnæði skólans. Foreldrar hafi áður gert athugasemdir við leka í húsnæðinu og kallað eftir úrbótum. „Í fjölda fjölda ára hafa ég og forverar mínir í starfi varað við þessu og sagt frá þessu ár eftir ár eftir ár og talað fyrir daufum árum eyrum borgarinnar,“ segir Bjarni. Að mati skýrsluhöfunda er ein fýsilegasta tillagan að breyta ytra byrði hússins en Bjarni telur að önnur leið verði farin. „Mér þykir ólíklegt að það verði farið í að klæða þetta eitt af glæsilegri húsum borgarinnar.“ Ljóst er að finna þarf nemendum pláss á öðrum stað í borginni í ljósi stöðunnar og leggur Bjarni áherslu á að fundið verði húsnæði í hverfinu svo börn verði ekki flutt langflutningum milli borgarhluta á hverjum degi. Leggja til þrjár ólíkar leiðir Ljóst er að nokkuð umfangsmiklar framkvæmdir séu fram undan en í skýrslu EFLU, sem kynnt var nýlega, eru lagðar til þrjár leiðir til viðgerða. Leið A felur í sér að farið verði í allsherjar endurnýjun á ytra og innra byrði hússins, það einangrað og vatnsvarnarlagi komið fyrir en til þess þarf að aflétta friðunar ákvæði sem er á ytri hjúp hússins. Leið B felur í sér að veggir verði hreinsaðir, sýnilegar sprungur þéttar, steining hússins og gluggar endurnýjaðir, og innra byrði endurbyggt á sama máta og upprunalega var gert. Reynt hefur verið að bæta aðbúnað í skólanum með ýmsum leiðum.Vísir/Egill Leið C felur aðeins í sér að halda staðbundnum aðgerðum áfram, skipta aðeins um glugga sem leka og fjarlægja dúka og ílögn sem eru um metra frá veggjum. Seinni tvær leiðirnar munu aðeins duga í nokkur ár samkvæmt skýrslunni, kostirnir aðrir en að útlit hússins verði óbreytt séu fáir og hætta á að mygla komi upp aftur auk þess sem þörf gæti verið á öðrum viðgerðum. Fyrsta leiðin, sem minnkar líku á örveruvexti og tryggir heilbrigða innivist, er því talin best byggingafræðilega séð og varanleg þar sem hún muni endast í þrjátíu til fimmtíu ár. Ákveðið flækjustig blasir þó við þar sem húsið er friðað líkt og áður segir, bæði að innan og utan. Vilja forðast miklar breytingar á útliti skólans „Það er full ástæða til að halda útlitinu eins langt og hægt er að komast með að halda því og að innan er það þannig séð ekkert vandamál í okkar augum. Vandamálið er ytra byrði hússins og ég sem byggingafræðimenntaður myndi vilja setja veðurhjúp utan á húsið, án þess þó að við séum að rífa það niður eða fjarlægja það, það mun standa áfram,“ segir Rúnar, deildarstjóri viðhaldsdeildar hjá borginni. Næstu skref séu að ræða við stjórnendur og eiganda hússins en fyrst og fremst við Minjastofnun. „Við þurfum að tryggja það að ytra byrði hússins sé vatnshelt og það er bara áskorun sem að við erum í þegar búin að bóka fund með Minjastofnun strax í næstu viku,“ segir Rúnar. Álit sérfræðinga er að myglan sé ekki að breiðast út og því talið nokkuð óhætt að bíða svo að skólastarf raskist sem minnst. „Núna er bara undirbúningur í fullum gangi þannig að framkvæmdir hefjast strax að loknu skólastarfi í vor,“ segir hann.
Reykjavík Mygla Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent